SunnudagsMogginn - 10.10.2010, Blaðsíða 54

SunnudagsMogginn - 10.10.2010, Blaðsíða 54
54 10. október 2010 Þ egar bók um Biblíuna er auglýst á kápu með því að taka það fram að höfundur sé „eini núlifandi Íslend- ingurinn sem hefur hlotið dóm fyrir guðlast“ ætti ekki að koma neinum á óvart að markmið höfundar sé ekki að lofa biblíu eða kirkju. Bókin Þú sem ert á himnum, eftir Úlfar Þormóðsson, er hins vegar svo ósanngjörn og sundurlaus að hún setur mig, trú- lausan manninn, í þá óvananlegu stöðu að vilja taka upp hanskann fyrir ritninguna. Þegar skáldverk er gagnrýnt – og við Úlfar erum að því er mér skilst sammála um að biblían falli undir þá skilgreiningu – er hægt að gera það á tvennan hátt. Annaðhvort innan innri rökheims verksins eða utan frá. Biblíuna er hægt að gagnrýna með því að benda á innri rökvillur og kafla sem beinlínis tala hver gegn öðrum. Eins er hægt að benda á að það sem við vit- um nú eftir árþúsunda vinnu sagnfræðinga, erfðafræðinga, fornleifafræðinga og annarra fræðimanna afsannar margt sem í biblíunni stendur. Það er hins vegar ósanngjarnt að blanda þessu saman, eins og Úlfar gerir á köflum. Sem dæmi tekur hann það sem gefið að maðurinn hafi verið skapaður í guðs mynd og segir svo að bein kró-magnon-manna sýni fram á að fyrsti maðurinn hafi verið forljótur. Guð er ljótur! Hvílík kímni! Bókin er sett upp sem nokkurs konar samtal höfundar við guð, en textinn hoppar inn og út úr biblíunni milli þess sem höfundur segir frá því sem hann las í Mogganum, heyrði í út- varpinu eða sá í sjónvarpinu. Væntanlega hefur þetta átt að gera bókina persónulegri og léttari, en afleiðingin er hins vegar sundurlaus texti sem setur höfundinn sjálfan í aðalhlutverkið, sem er miður. Stjórnmálaskoðanir höfundar lita alla bókina, sem er kannski kostur í augum þeirra sem eru honum sammála. Hann gagnrýnir harkalega þá ákvörðun að hafa sett í boðorðin tíu bann við þjófnaði. Það bann hafi lagt grunninn að þeirri skelf- ingu sem höfundur telur einkaeignarréttinn vera og þar með öllu illu sem af honum stafar. Eftir því sem á lestur bókarinnar leið féll höfundurinn betur og betur að stereótýpunni af hinum reiða vinstrimanni. Nálg- un hans á viðfangsefnið er fyrirsjáanleg og þreytt. Þess vegna vissi maður fyrirfram að þegar kæmi að fjórðu Mósebók myndi hatrið á Ísrael nútímans brjótast fram. Eru þar dregnar upp ljótar myndir af gyðingum, nýjar sem aldagamlar. Ísr- aelsmenn, lýður guðs, er þar sagður brenna palestínsk börn með eiturgasi og er Ísraelsþjóð kölluð blessaður morðingi „sem brýtur bein óvina sinna og drekkur blóð þeirra dauðra“. Það er sama hvar drepið er niður fæti í bókinni, allt er guði, kristnum og gyðingum að kenna. Bankahrunið er kristninni að kenna og Íraksstríðið sömuleiðis. Öðru hverju kveður sem betur fer við annan tón, einkum þegar höfundur ber saman texta biblíuútgáfunnar 1981 og þeirrar nýjustu. Erum við hjartanlega sammála um að nýja þýðingin er öll flatari og fátæklegri en sú eldri. Bók um mun- inn á þýðingunum tveimur hefði verið mun áhugaverðari og skemmtilegri bók en sú sem gefin var út. Eins er skemmtilegt þegar höfundur fléttar íslenskar alþýðusögur saman við texta biblíunnar. Hvað varðar álit mitt á bókinni í heild er líklega best að vitna í höfundinn sjálfan: „Mér leiðist lesturinn. Ég hef þvingað mig til þess að halda áfram og þess vegna farið hægt yfir.“ Sundurlaus og ófyndin biblíurýni Bækur Þú sem ert á himnum bnnnn Eftir Úlfar Þormóðsson. Veröld 2010. Bjarni Ólafsson Úlfar Þormóðsson rithöfundur Morgunblaðið/Árni Sæberg Lesbók A llt hefur sinn tíma, og ekki er tímabært að segja mikið um komandi jólabókaflóð. Senn streyma bækurnar á markað og eins og alltaf mun sitthvað koma á óvart og eitthvað valda vonbrigðum. Það er þó fjarska freistandi að halda því fram að merkustu tíðindin, allavega með þeim allra merkilegustu, sé heildarþýðing Erlings. E. Halldórssonar á Gleðileiknum guðdómlega eftir Dante. Bókin er nýkomin út og það fylgir því sönn gleði að fá hana í hendur. Þetta er falleg bók, eins og maður vill hafa klass- ískar bækur, prýdd myndum eftir Gust- ave Doré. Um daginn sá ég í bókabúð mann vera að skoða þessa bók. Það var lotning í svip hans og þegar hann lagði hana frá sér sagði hann: „Þetta er bók sem mig langar til að eiga.“ Og af því það er kreppa bætti hann við: „Ég kaupi hana þegar ég á pening.“ Ég vona sannarlega að hann fái launin sín og eigi afgang til að eignast þessa merku bók. Erlingur E. Halldórsson á skilið þakk- læti fyrir sitt mikla starf. En auk þess að þýða Dante hefur hann þýtt Gargantúa og Pantagrúl eftir Rabelais, Satýrikon eftir Petróníus, Tídægru Boccaccios og Kantaraborgarsögur Chaucers. Mikill af- reksmaður, Erlingur. Menn verða ekki auðugir af fé vegna þýðingarstarfa sinna, en þeir færa okkur hinum mikinn and- legan auð. Það er mikilvægt að bókaforlög sem hafa fjárhagslegt bolmagn – og þau eru ekki mörg – sýni metnað og gefi út bæk- ur, sem teljast með fjársjóðum bók- menntasögunnr, í veglegum útgáfum. Innihaldið skiptir vitaskuld alltaf meg- inmáli, en bók í fallegum umbúðum gleð- ur augað, auk þess sem manni finnst að hún hafi hlotið þá fögru umgjörð sem hún á skilið. Þess vegna ber að þakka Forlag- inu fyrir þessa ljómandi góðu sendingu, og vona að ríkulegt framhald verði á. Svo heyrist að von sé á endurútgáfu á Sturlungu. Í mínu bókasafni eru þrjá út- gáfur af Sturlungu en það hrekur mig ekki frá því að vilja eignast þá fjórðu. Það er alltaf pláss í bókahillunni fyrir góða bók í nokkrum útgáfum. Og tilhugsunin um fjórðu útgáfuna af Sturlungu við hlið hinna þriggja er býsna notaleg. Svo hugsar maður líka með sér að þótt eitthvað eigi hugsanlega eftir að bregðast vonum manns í bókaútgáfu þessara jóla, þá geti maður ekki annað en fórnað höndum í einlægum fögnuði vegna þess að eiga fjársjóð í bæði Sturlungu og Dante. Í fylgd með Dante Orðanna hljóðan Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is ’ Ég vona sann- arlega að hann fái launin sín og eigi af- gang til að eignast þessa merku bók. Doðranturinn The Passage er búinn að vera á náttborðinu hjá mér í næstum mán- uð – ekki að mér finnist þetta á nokkurn hátt leiðinleg bók heldur er hún einmitt svo áhugaverð og stór í öllum skilningi þess orðs. Þetta er virkilega vel skrifaður framtíðartryllir eftir Bandaríkjamanninn Justin Cronin, afar þaulsætin á met- sölulistum og ægilega ísmeygilega spenn- andi. Nú, sem aldrei fyrr, er nauðsynlegt að týna sér í góðri bók öðru hverju. Úr allt annarri átt kemur sænsk sending sem kom óvænt upp í hendurnar á mér. Eintak af hinni sígildu og heiðgulu mynda- bók Þekkir þú Línu langsokk? var skilað til eiganda síns á dögunum. Bókin hefur verið lesin í hengla og mér fannst yndislegt að rifja upp kynnin af Línu, Önnu og Tomma (mikið hvað þau systkin eru eitthvað pott- þétt alltaf). Lofaði sjálfri mér því að lesa hana framvegis einu sinni á ári. Er síðan langt komin með spæjarasög- una The Sweetness at the Bottom of the Pie en aðalpersónan þar á ýmislegt sam- eiginlegt með Línu, t.a.m. gríðarleg úr- ræðagæði, uppátækjasemi og orðheppni. Stelpur að mínu skapi, báðar tvær. Böku- bókin kemur brátt út á íslensku en það verður einhver hausverkur að finna rétta titilinn á hana. Fólkið í kjallaranum, sem er að lifna við í Borgarleikhúsinu, er mér líka hugstætt núna. Endurútgáfa á skáldsögu Auðar Jónsdóttur liggur efst í bunkanum mínum núna, reyndar undir Bændablaðinu sem ég lúsles til að geta haldið uppi vitrænum samræðum við pabba minn. Undir kodd- anum geymi ég síðan mestu gersemina, handrit Þórunnar Erlu-Valdimarsdóttur að nýrri skáldsögu, Mörg eru ljónsins eyru, sem er að koma út um miðjan mán- uðinn. Ætla að klára hana um helgina. Lesarinn Kristrún Heiða Hauksdóttir kynningarstýra Ægilega ísmeygilega spenn- andi framtíðartryllir Justin Cronin, höfundur hinnar hnaus- þykku metsölubókar The Passage.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.