SunnudagsMogginn - 10.10.2010, Blaðsíða 29

SunnudagsMogginn - 10.10.2010, Blaðsíða 29
10. október 2010 29 H etjur birtast okkur í ýmsum myndum. Helsta einkenni hetjunnar er æðru- leysi andspænis miklum erfiðleikum. Gott dæmi um það er Hjalti Sigfússon, viðmælandi Sunnudagsmoggans í dag, sem var aðeins 25 ára þegar hann fékk þær þungbæru fréttir fyrr á þessu ári að hann væri með krabbamein í eistum. Við tók strembin lyfjameðferð sem Hjalti lauk í sumar. Hann er nú óðum að ná fyrri styrk, með jákvæðnina að vopni. Það er aðdáunarvert að heyra Hjalta lýsa þessari erfiðu lífsreynslu í samtali við Hugrúnu Halldórsdóttur. Hann leggur mikla áherslu á hversu mikilvægt það sé að geta talað op- inskátt um sjúkdóminn. Það hafi gert baráttu hans léttbærari og nú vill hann miðla af reynslu sinni í því augnamiði að hjálpa öðrum sem standa í sömu sporum. „Ég hef sjálfur ekki átt mjög auðvelt með að tala um marga hluti í gegnum tíðina en hef núna áttað mig betur á því hvað það er gott,“ segir hann. „Ætli þetta hafi ekki verið hluti af verkefnapl- aninu sem ég setti fyrir mig. Ég get alveg trúað því að fólk skammist sín fyrir að fá krabbamein og finnist óþægilegt að tala um það, en ég held samt að það sé að breytast. Mér þótti þetta allavega ekki feimnismál þegar ég greindist. Það skiptir máli fyrir mig og alla þá sem eru í kringum mig að vera svolítið opinn með þetta.“ Önnur hetja, af allt öðru tagi, hefði orðið sjötug um helgina en sem kunnugt er var John Lennon myrtur fyrir utan heimili sitt í New York árið 1980. Af þessu tilefni ritar Karl Blöndal forvitnilega grein í blaðið í dag. Afmælis þessa ástsæla tónlistarmanns verður minnst um allan heim og segja má að hátíðahöldin nái hámarki í fásinninu í Viðey, þar sem ekkja Lennons, Yoko Ono, mun heiðra minningu bónda síns ásamt fríðu föruneyti og tendra friðarsúluna sem sett hefur sterkan svip á höfuðborgina á þessum árstíma und- anfarin ár. Lennons er ekki aðeins minnst sem áhrifamikils tónlistarmanns, heldur líka baráttu- manns og aðgerðasinna. Skoðanir hans voru kannski ekki allra en það breytir ekki því að útilokað er að horfa fram hjá áhrifum hans. Þeirra gætir enn í dag enda hefur ekkjan verið óþreytandi við að halda minningu hans og hugsjónum á lofti. Viðey og Ísland tengjast nú þeirri baráttu órofa böndum. Sporgöngumenn Johns Lennons eru margir, það er fólk sem brotist hefur til áhrifa í krafti starfa sinna á sviði dægurmenningar. Nýjasta dæmið um það er listi Forbes yfir valdamestu konur heims nú um stundir. Eins og Inga Rún Sigurðardóttir rekur í Viku- spegli sínum starfa fjórar af tíu valdamestu konum heims á þeim vettvangi, popptónlist- arkonurnar Lady Gaga og Beyoncé Knowles og spjallþáttadrottningarnar Oprah Winfrey og Ellen DeGeneres. Allar eru þær í kjöraðstöðu til að hafa áhrif á umræðuna, ekki bara í heimalandi sínu, Bandaríkjunum, heldur heiminum öllum, og setja mál á dagskrá, sýnist þeim svo. Þetta vald er vitaskuld vandmeðfarið og mikil ábyrgð lögð á herðar þessum konum, ekki síst Gaga og Knowles, sem báðar eru innan við þrítugt, og höfða fyrst og síð- ast til ungs og óharðnaðs fólks sem móttækilegt er fyrir sjónarmiðum annarra, einkum þeirra sem það lítur upp til, hetjanna sinna. Þeim stöllum er líkast til hollara að hafa helsta kost hetjunnar að leiðarljósi í orði sem á borði – æðruleysið. Æðruleysi andspænis erfiðleikum „Þetta snýst um fólk. Þetta snýst um samfélög. Fólki var brugðið. Fólk fór að gráta.“ Bergur Elías Ágústsson, sveitarstjóri Norð- urþings, í harðorðri gagnrýni á fyrirhugaðan nið- urskurð í heilbrigðismálum í sveitarfélaginu. „Verður hann ekki bara í Laug- ardalshöllinni eða eitthvað? Ég veit það ekki.“ Sigríður J. Friðjónsdóttir, tilvonandi saksóknari Alþingis í máli Geirs H. Haarde, um staðsetn- ingu Landsdóms. „Listamannalaun eru hækkuð um 35 milljónir. Af hverju geta þessir listamenn ekki farið að vinna og komið sér bara í eðlilega vinnu eins og allt venjulegt fólk?“ Ásbjörn Óttarsson þing- maður Sjálfstæðisflokks. „Ég nánast þoli ekki [tónlistar- húsið Hörpu]. Auðvitað átti að hætta að byggja tónlistarhúsið og láta það standa sem minnisvarða um þetta rugl sem var hér í gangi. Þetta er algjört rugl.“ Ásbjörn Óttarsson. „Á Íslandi á enginn að þurfa að vera heimilislaus vegna skulda- vanda.“ Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. „Hvað gerum við þegar lítill fugl flýgur á bílinn á mikilli ferð og festist í grillinu? Jú, maður stoppar og reynir að taka hann í burtu.“ Vigdís Hauksdóttir þingmaður Fram- sóknarflokks. „Össur, Jóhanna og Steingrímur vita best af öllum að þau eru föst í grillinu.“ Vigdís Hauksdóttir. Ummæli vikunnar Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Stofnað 1913 Útgefandi: Óskar Magnússon Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Og það augljósa Og kæmi sært stolt stjórnarherranna í veg fyrir þessa augljósu kosti og alvöru forystumenn verið fyrir þjóð í þrengingum og vanda hefði enn eitt „útspilið“ gagnast til að sanna að ríkisstjórnin hefði meint eitthvað pínulítið með hræðslufleipri sínu um útrétta sáttahönd. Þá hefði verið hægt að segja: Við skulum sameinast til verka. Við gerum okkur grein fyrir því að það verður ekki gert nema að við byrjum á því að ýta með hand- arsveiflu út af borðinu þeim álitamálum sem eru helst að sundra flokkum og sundra þjóðinni. Við skulum afturkalla þegar í stað aðildarumsókn að Evrópusambandinu sem þjóðin er á móti og þing- ið einnig í hjarta sínu. Við skulum spara með því milljarða, gera stjórnarráðið starfhæft á ný og setja það fé sem við það sparast á móti þeim níð- angurslega niðurskurði sem boðaður er. Við skul- um henda út þessu landsdómsrugli sem fengið var fram með svikum og loddaraskap í þinginu og mun eitra þar allan samstarfsgrundvöll um langt skeið. Við skulum láta af þessum leikaraskap um eins dags þjóðfund, sem verður átta sinnum ómerkilegri en útifundurinn á Austurvelli og eins atlögunni að því að breyta íslensku stjórn- arskránni á hlaupum. Og við skulum hætta að ögra þjóðinni með svikatilburðum gagnvart þjóð- aratkvæðagreiðslunni um Icesave. Við skulum sýna að við erum stór í sniðum þegar vandinn er mikill. Við skulum ýta út af borðinu öllu því sem mun eyðileggja það að við getum sameinast um að vinna mikilvægustu verkin fyrir fólkið í landinu. Látum pólitískan metnað í eitt skipti lönd og leið. Með öðrum orðum: Við skulum skapa raunveru- leg skilyrði fyrir þjóðarsátt í þinginu og gefa þannig smám saman þjóðinni, sem þarf að geta treyst okkur, einhverja von. En ekkert af þessu gerðist. Og það er vegna þess óláns að við höfum ekki forystumenn fyrir landinu á örlagastund sem valda sínu hlutverki. Og það er einnig sennileg- asta skýringin á að Lady GaGa er í áttunda sæti tímaritsins Forbes um áhrifamestu konur í heimi en Jóhanna Sigurðardóttir í því áttugusta, eða þar um bil. Mótmæli á Austurvelli í byrjun vikunnar. Morgunblaðið/Ómar r ðavillt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.