SunnudagsMogginn - 10.10.2010, Blaðsíða 40

SunnudagsMogginn - 10.10.2010, Blaðsíða 40
40 10. október 2010 S íðastliðinn sunnudag var efnt til viðburðar í Norræna húsinu í tengslum við sýningu á tveimur þáttum úr þáttaröð- inni Leitin að hinu norræna bragði. Þættirnir voru á dagskrá RIFF, Alþjóð- legrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík og bar viðburðurinn yfirskriftina Eldað í anda myndar og samanstóð dagskráin af sýningu þáttanna tveggja, stutts fyr- irlestrar frá verkefnastjóra norrænnar matarmenningar í Norræna húsinu, Mads Holm, og kvöldverði á veit- ingastaðnum Dilli þar sem boðið var upp á tveggja rétta nýnorrænan mat- seðil. Þáttaröðin Leitin að hinu norræna bragði er skandinavískt samstarfsverk- efni en í þeim er fjallað um norrænt hráefni, einkenni þess og sérstöðu og nýnorræna matargerð sem hefur verið í mikilli sókn undanfarin misseri. Í þátt- unum tveimur sem sýndir voru á RIFF var annars vegar fjallað um sjávaraf- urðir og hins vegar villibráð og villtar jurtir. Í þáttunum er ennfremur nokk- uð fjallað um nauðsyn náttúruverndar enda er hið nýnorræna eldhús háð hreinni náttúru og sjálfbærni. Leitum ekki langt yfir skammt Nýnorræn matargerð byggist á þeirri hugmynd að allt hráefni sé sótt eins stutt og mögulegt er og að það sé líf- rænt og ferskt. Markmið samstarfsáætl- unar Norrænu ráðherranefndarinnar, Nýr norrænn matur, er að skoða þessa matarmenningu og hvernig megi vinna með hana í sambandi við t.d. byggða- stefnu og ferðaþjónustu. „Starfsáætl- unin var í upphafi tveggja ára verkefni sem hófst árið 2007. Þá sneri verkefnið aðallega að sjávarútvegi og landbúnaði en síðan var áætlunin framlengd um fimm ár og í framhaldi af því fengum við í Norræna húsinu það verkefni að skoða það hvernig matarmenning teng- ist annarri menningu. Og þessi við- burður sem skipulagður var í samvinnu við RIFF var þáttur í því, að skoða tengsl matar og kvikmynda,“ segir Mads Holm, áðurnefndur verkefnastjóri norrænnar matarmenningar. Hann segir náttúruvernd og sjálf- bærni vissulega vera hluta af verkefn- inu en ekki síður þá stefnu sem hefur verið kölluð „local food movement.“ „Hugmyndin er sú að við séum stolt af þeim mat og þeirri afurð sem við rækt- um í umhverfi okkar. Og að við lærum að meta matarmenningu okkar. Ef þú ætlaðir að bjóða upp á fínan mat fyrir 10 árum hefðir þú borið ítalskan eða franskan mat á borð. En þessi viðhorf eru að breytast og ég held að Íslend- ingar hafi frábært tækifæri til að nýta sér það nú þegar efnahagsástandið er eins og það er og innflutningur er dýr. Þannig haldast í hendur efnahagslegar aðstæður, umhverfisverndarsjónarmið og þessi menningarlegi þáttur; að vera stoltur af því sem þú átt.“ Gömlum hefðum snúið á hvolf Ólafur Örn Ólafsson rekur veitinga- staðinn Dill í Norræna húsinu ásamt matreiðsluteyminu Gunnari Karli Gísla- syni og Ómari Stefánssyni. Veitinga- staðurinn var opnaður í febrúar 2009 og hefur verið leiðandi í hinni nýnor- rænu matargerð sem nýtur sívaxandi vinsælda. Allt hráefni er sótt til Norð- urlandana og Ólafur segir raunar lang- stærstan hluta þess vera íslenskan þótt það hafi ekki endilega verið stefnan í upphafi. Fyrir utan Norræna húsið er garður þar sem ræktaðar eru fjórar gerðir af kartöflum, allar kryddjurtir sem notaðar eru á Dill og í gróðurhúsi eru ræktaðar baunir og eplatré. Nýnorræn matargerð í sviðsljósinu Á dögunum tóku RIFF, Norræna húsið og veitingastaðurinn Dill höndum saman og buðu til nýnorrænnar veislu þar sem ýmislegt forvitni- legt var að sjá, heyra og smakka. Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Dill er gourmet veitingastaður sem tekur um 30 manns í sæti. Mads Holm, verkefnastjóri norrænnar matarmenningar. Ólafur Örn Ólafsson er annar eigenda veitingastaðarins Dill í Norræna húsinu. Matur Aðalrétturinn var steiktar gæsabringur en í forrétt var boðið upp á kartöflumús og steikt smælki, sultaðan perlulauk og olíu með trufflum ásamt brenndum blaðlauk. Morgunblaðið/Árni Sæberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.