SunnudagsMogginn - 10.10.2010, Blaðsíða 22

SunnudagsMogginn - 10.10.2010, Blaðsíða 22
22 10. október 2010 Þ að er við hæfi að blaðamaður hitti Ragnhildi Þórðardóttur, Röggu Nagla, yfir heilsudrykk á Manni lifandi. Hún segist sjálf vera „heilsufíkill“ og hefur brennandi áhuga á hollu mataræði og rækt lík- amans. Hún er með M.Sc. í heilsusálfræði og spáir því einnig í mátt hugans hvað varðar heilsusamlega hegðun. Ragga Nagli er þekkt undir þessu nafni á bloggsíðu sinni en hún er líka eftir- sóttur fjarþjálfari. Það var þó ekki fyrr en eftir að hún flutti til Danmerkur í byrjun síðasta árs að hún fór að starfa við fjar- þjálfun enda menntuð í sálfræði. Hún býr í kóngsins Kaupmannahöfn ásamt eigin- manni sínum Snorra Steini Þórðarsyni arkitekt. „Við misstum bæði vinnuna, pökkuðum í tösku og drifum okkur út,“ segir hún enda erfiður atvinnumarkaður á Íslandi fyrir arkitekta í kreppunni. Sjálf vann Ragnhildur hjá Rannsóknastofnun um lyfjamál hjá Háskóla Íslands en starf hennar var lagt niður þegar kreppan skall á. Þau höfðu áður búið í útlöndum, nánar tiltekið á Bretlandseyjum þar sem þau stunduðu bæði nám og hafði alltaf blundað í þeim að reyna aftur fyrir sér á erlendri grund. Snorri Steinn fékk fljótt starf en Röggu fannst ganga hægt að fá vinnu. „Þegar ég fékk síðan ekki starf sem ég var of hæf fyrir þá fór ég í fýlu og hugsaði með mér: Þá bara fáið þig mig ekkert! Þá sagði maðurinn minn: Það er alltaf verið að biðja þig um þessa þjálfun, þú ert hafsjór af þekkingu um þetta, af hverju gerirðu þetta ekki?“ Fjarþjálfunin vinsæl Það varð úr og núna er Naglinn stöðugt með þriggja mánaða biðlista eftir fjar- þjálfun. Ragga hafði áður verið að þjálfa, „með fólk á kantinum“ eins og hún orðar það, í bæði matar- og æfingaráætlunum en þarna varð þetta að fullu starfi. „Fyrr en varði var þetta orðið að fyrirtæki og ég komin með endurskoðanda.“ Hún hefur aldrei auglýst en segir að þjónustan hafi spurst út enda segir hún bestu auglýsinguna vera ánægða við- skiptavini, sem ná árangri. Þau una sér vel í Danmörku og er Ragga komin í frekara nám þar til cand. psych. í sálfræði við Kaupmannahafnar- háskóla. Hún er aðeins með Íslendinga í fjarþjálfun, „ekki bara á Íslandi heldur líka í Bretlandi, Sviss, Svíþjóð og Dan- mörku,“ segir hún og bætir við að hún gæti unnið allan sólarhringinn en henni líki það ekki að vera „hlekkjuð við tölv- una“ enda segist hún „vera með njálg“ og alltaf á hreyfingu. Hún telur að vinsældir fjarþjálfunar hafi aukist í kreppunni. Fólk hafi ekki efni á dýrri einkaþjálfun. „Fólk hættir ekki að hugsa um heilsuna þó það sé komin kreppa, hugsar jafnvel meira um hana því það hefur meiri tíma til að fara í ræktina.“ Við fjarþjálfun er tæknin notuð til hins ýtrasta og hefur Ragga samband við við- skiptavini sína í gegnum netið. „Þetta virkar kannski ekki fyrir alla, fólk þarf svo mismunandi aðhald. En ég er í nánast daglegu sambandi við kúnnana mína. Eins og ég geri þetta vil ég meina að þetta sé ekki síðra aðhald en að fara til einka- þjálfara þrisvar í viku,“ segir hún en t.d. fylgist hún með bæði matar- og æfinga- dagbók viðskiptavinanna. „Ef vilt svindla á matardagbók þá gerirðu það. En þá ertu ekki að svindla á neinum nema sjálfum þér.“ Konur borða oft of lítið Hver skyldu algengustu mistökin vera sem fólk gerir? „Það sem fólk gerir, sér- staklega konur, er að þær borða of lítið, kannski 1200 kaloríur á dag. Kommon, þú ert ekki í kóma!“ segir Ragga og bætir við að vinnandi konur með börn, sem mæti líka í ræktina geti ekki lifað af ein- hverjum þúsund kaloríum á dag. „Lík- aminn losar sig þá við vöðvana, þeir eru svo orkufrekir. Hann fer í vörn og fer að vinna á móti þér. Konur eru líka hræddar við að lyfta og eru bara í einhverjum kar- díó-kanínutímum.“ Hún segir fólk líka gjarnan borða of stóra skemmta og of sjaldan. „Það líða kannski sjö tímar frá hádegismat til Hún er í einstaklega góðu formi núna og erfitt að ímynda sér að hún hafi verið marga daga að jafna sig eftir útihlaupin í kringum Tjörnina á menntaskólaárunum. Verður að vera lífsstíll Ragnhildur Þórðardóttir hittir naglann á höf- uðið þegar kemur að heilsurækt og heilbrigðum lífsstíl enda ekki kölluð Naglinn fyrir ekki neitt. Hún er búsett í Kaupmannahöfn og heldur fjölda Íslendinga víða um heim í formi með fjarþjálfun, sem fellur í kramið í kreppunni. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Ragga Nagli segir að konur séu gjarnan hræddar við lyftingar en það sé óþarfi. Ragga nagli heldur úti samnefndu vinsælu bloggi á Eyjunni þar sem skemmtilegur skrifstíll hennar og viðhorf til lífsins kemur berlega í ljós. „Lýsið skal leka, mörina skal tæta, vömbina skal minnka og í buxurnar skal passa. Niðurskurður á sér stað víðar en á Alþingi,“ skrifar hún í nýlegri færslu. Þar biður hún fólk að temja sér jákvætt hugarfar og gefa sér nógan tíma: „Þú velur að vera í niðurskurði og af hverju ertu þá að grenja?? Þú getur líka valið að vera með aukakíló og óánægð(ur) í eigin skinni og ekki skaltu dirfast að grenja yfir því heldur. Það er nefnilega fegurðin við skrokkinn – við veljum hvernig hann lítur út með hegðun okkar. Þú fékkst ekki bréf frá Hagstofunni sem sagði að þú værir í niðurskurði. Þetta var þín ákvörðun – svo gyrtu þig í brók, hættu að hugsa um það sem má EKKI og hvað það sé erfitt að vakna í brennslu. Njóttu ferðarinnar með jákvæðu hugarfari – hvað þú ert að gera líkamanum gott með hreyfingu og hollu mataræði, hvað fötin passa betur, þolið og styrkurinn komið í blúss- andi gír,“ skrifar hún. Í annarri nýlegri færslu ritar hún um skuldbindinguna við heilsuvagninn. „Finnst þér erfitt að takmarka gómsætar kaloríuhlaðnar máltíðir, víndrkkju og sælgæti við eitt til tvö skipti í viku? En hvað það er sjokkerandi!! … við á heilsuvagninum erum hinsvegar hoppandi af kæti yfir kjúklingnum á mánudegi en ekki löðrandi pizzu með brauðstöngum á kantinum. HALLÓ!!! Vaknaðu og lyktaðu af túnfisknum. Ef það væri auðvelt að fylgja hreinu mataræði þá myndu allir sporta 50 cm byssum og hefluðum six-pakk allt árið um kring. En málið er að stærsta hindrunin í veginum er hausinn og litli púkinn sem djöflast og hamast í þeim eina til- gangi að koma þér á kaldan klaka með markmiðin þín,“ skrifar hún og ítrekar að markmiðinu verði ekki náð með reglulegum sófavermingum „með pizzu í annarri og kók í hinni“. Færslur Naglans eru hver annarri skemmtilegri og uppfullar af fróðleik sem viðkemur heilsu og heilbrigðum lífsstíl svo ekki sé minnst á góð ráð í ræktinni. Til viðbótar við þessa síðu er Naglinn með blogg um fjarþjálfun og fleira á ragganagli.com. Af niðurskurði og heilsuvagninum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.