SunnudagsMogginn - 17.10.2010, Page 2

SunnudagsMogginn - 17.10.2010, Page 2
2 17. október 2010 20 Kvenleikinn og síðasta vígi ... Cynthia Enloe hefur rannsakað konur og stríð, þátt kvenna í hernaði og hlutverk þeirra á stríðstímum og eins þegar átökunum er lokið. 32 Skrifræði án skrifara Evrópusambandið hefur vaxið ört og stefnir í ennfrekari fjölgun aðild- arríkja. Á sama tíma fer blaðamönnum í Brussel fækkandi. 34 Engar tæki- færismyndir Ljósmyndun í meðförum Sviss- lendingsins Emmanuels Gavillets snýst ekki bara um myndatöku heldur heimspeki eða í það minnsta lífssýn. 40 Krydd í tilveruna Nepalski matreiðslumeistarinn Deepak Panday vill miðla af þekkingu sinni og kenna landanum að elda að austurlenskum hætti. 42 Frjálst er í fjallasal Bærinn Garmisch-Partenkirchen í Bæjaralandi er sannkölluð paradís útivistarmannsins, að sumri sem vetri. 42 Stríðið sem aldrei ætlar að linna Það koma engir talibanar, Ísraels- eða Palestínumenn við sögu enda er stríðið háð á hvíta tjaldinu. Lesbók 48 Listrænn kuldi frá Kúbu Gömlu amerísku ísskáparnir á Kúbu hafa flestir þjónað mörgum ætt- liðum og eru því eins og hver annar heitt elskaður fjölskyldumeðlimur. 50 Angan af valdi Power has a Fragrance er titill myndlistarsýningar íslenskættaða Norðmannsins Gardars Eide Einarssonar í Listasafni Reykjavíkur. 52 Gamansaga hlýtur Booker-verðlaunin The Finkler Question eftir enska rithöfundinn Howard Jacobson hlaut Bookerinn að þessu sinni þvert ofan í allar spár. 28 27 Efnisyfirlit Forsíðumyndina tók Ómar Óskarsson af Gissuri Ó. Erlingssyni og Braga Fjölnissyni. Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudags- moggans: Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, Bergþóra Jónsdóttir, Helgi Snær Sigurðsson, Hugrún Halldórsdóttir, Hólmfríður Gísladóttir, Inga Rún Sigurðardóttir, Ingveldur Geirsdóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristín Heiða Kristinsdóttir, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir , Skapti Hallgrímsson. Augnablikið Á Borgarbrautinni í Borgarnesi, rétt við Skallagrímsgarðinn, hefur safnast saman hópur fólks sem bíður eftir að Sauðamessan 2010 hefjist. Líkt og undanfarin ár er beðið eftir vaskri göngu smala- fólks sem rekur rolluhóp niður Borgarbrautina og inn í rétt sem komið hefur verið upp fyrir utan Skallagrímsgarðinn. Veðrið gæti ekki verið betra og haustlitirnir glitra í sólinni rétt um hádegisbil. Skyndilega má greina hreyfingu og sjá má að hersingin er á leiðinni. Rolluskjáturnar virðast þó hafa einhver önnur áform um leiðina og beygja skyndilega af leið yfir á eina helstu snjóþotu- brekku bæjarins. Kannski langar þær bara að kíkja í garða Borg- nesinga sem margir hverjir eru vandlega skreytt- ir í samræmi við þema helgarinnar. Á hús- veggjum má sjá ámálaðar kindur, kindabein hanga sums staðar uppi og fyrir utan nokkur hús hafa komið sér fyrir undarlegar fígúrur í ætt við fuglahræður sem sitja í mestu makindum og njóta dagsins. Ein þeirra er kostulegur karl sem hefur smellt sér í hvítan sparijakka yfir fjósagall- ann. Undir annarri hendi hans er vínflaska en bjórdós undir hinni. Tilbúinn á ballið, stendur síðan á skilti í kjöltu hans. Í Skallagrímsgarðinum hefur verið komið fyrir sölutjöldum þar sem ýmiskonar handverk er til sölu og í veitingatjaldinu er hægt að fá sér ný- bakaðar vöfflur og kaffi. Á sviði fara fram ým- iskonar skemmtiatriði, söngur, kappát og lo- pamaraþon svo fátt eitt sé nefnt. Almennur sauðsháttur gerir daginn skemmtilegan og nær hámarki sínu í reiðhöllinni um kvöldið. Þar er samankominn fjöldi manns með guðaveigar í poka og dansinn dunar undir tónum Borgarnes- hljómsveitarinnar Festival. Það er að sjálfsögðu ekki hægt að halda svona hátíð án þess að enda hana á almennilegu sveitaballi og Reykjavík- urdaman kann bara vel við sig á dansgólfinu í lopapeysu og strigaskóm. Bara ef maður gæti nú dansað svona áhyggjulaus og ekkert illt í fót- unum á hverju djammi! maria@mbl.is Líf og fjör er á Sauðamessu þegar fé er smalað inn í rétt hjá Skallagrímsgarðinum. Algjör sauðsháttur Morgunblaðið/Eggert 17. október Sunnudagar eru barnadagar í Borg- arbókasafni Reykjavíkur og Gerðubergi. Í október er Afr- íkuþema og les Sólveig Simha söguna Leuk Le Liévra á ís- lensku 21. október Sænski heimsmeistarinn í töfra- brögðum, Lennart Green, sýnir kúnstir sínar í Salnum á Töfra- kvöldi Hins ís- lenska töframannagildis. 21. október Málþing um fitufordóma í Há- skóla Íslands. Tveir erlendir fyr- irlesarar flytja erindi. Annar er Marilyn Wann bandarísk bar- áttukona og rithöfundur. Við mælum með … 22. október Ljósvakaljóð hefur opnað dyrnar fyrir innsendum stuttmyndum og ófram- leiddum stuttmyndahandritum frá ungum kvikmyndagerðarmönnum á aldrinum 15 - 25 ára til að taka þátt í Ljósvakaljóðum 2010. Hátíðin verð- ur haldin í Norræna húsinu föstudaginn 22. október. Skilafrestur til að senda inn efni er til og með mánudagsins 18. október. Ljósvakaljóð 2010 Stundum hefur andað köldu milli Frakka og Þjóðverja. Ekki var það þó að sjá þegar utanríkisráðherrar ríkjanna, Bernard Kouchner og Guido Westerwelle, hittust á fundi í Brussel á föstudag. Reuters Veröld Alúðlegir grannar

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.