SunnudagsMogginn - 17.10.2010, Blaðsíða 12

SunnudagsMogginn - 17.10.2010, Blaðsíða 12
12 17. október 2010 Laugardagur Vigdís Grímsdóttir horfir á smáfugl fljúga inn um gluggann – núna sest hann í lófann – ótrúlega yndislegt! Fimmtudagur Jón Karl Helgason hefur áhyggjur af því að of fáar konur bjóði sig fram til stjórnlagaþings. Föstudagur Þorvaldur Sverrisson Legg til að stjórnarskrá Íslands verði birt sem Facebook-status. 100.000 like gera hana að grunnlögum þjóð- arinnar. Kristján Hreinsson orti eftirfarandi vísu 12 ára gamall: Það gefur fólki gleði hér að gera eitthvað saman og það að fá að fjölga sér … flestum þykir gaman. Hildur Helga S.: Heyrist á fréttum af framboðum til stjórnlagaþings að þar sé tilfinnanlegt offramboð á íbúum höfuðborgarsvæðisins mið- að við aðra landshluta. Líst reyndar vel á marga í þeim hópi, en vildi sjá meiri dreifingu. Fésbók vikunnar flett Þ að er vissulega heillandi hug- mynd fyrir kjósendur að taka valdið til að stilla upp fram- bjóðendum frá flokkunum og í eigin hendur með persónukjöri. En engin er rós án þyrna. Það eru a.m.k. þrjár góðar ástæður fyrir að styðja ekki persónukjör og nefni ég þær hér F-in þrjú: Feðraveldi, fjármagn og frægð. Feðraveldið er fyrirbæri sem við áttum okkur ekki alltaf á að stjórni eins miklu og raun ber vitni. Ein af- leiðing feðraveldis er að karlar telja karla hæfari til ábyrgðarstarfa – alger- lega óháð menntun og reynslu – og stilli því körlum ofar en konum og kjósi fleiri karla í persónukjörskosn- ingum. Ekki hefur verið brugðist við þessum vanda í persónukjörstillögum hérlendis, nema í stjórnlagaþingslög- unum, þar sem ákveðið var að fjölga fulltrúum ef mjög hallar á annað kynið eftir talningu. Annar þáttur er ójafnt aðgengi að fjármagni. Ein helsta gagnrýnin á kosningafyrirkomulag fyrir hrun eru tengsl fjársterkra aðila og frambjóð- enda, og að fjárstyrkur frambjóðenda ráði því hvort þeir fái framgang í kosningum. Ég sé ekki að það að taka prófkjörsfyrirkomulagið inn í kjör- klefana geri neitt til að koma í veg fyrir slík vandkvæði. Þriðji þátturinn er frægðaráhrifin. Þar sem persónukjör hefur verið reynt er sýnt að á jakkalöfum hinna frægu sópast alls kyns fulltrúar inn. Fólk þarf að fylla kjörseðilinn og kýs þess vegna nöfnin sem það kannast við. Þetta eru alls ekki endilega hæfustu einstaklingarnir, heldur þeir frægu. Af þessu má dæma að persónukjör geti ekki sinnt því mikilvæga verkefni að stuðla að jöfnuði kynja, stétta eða samfélagshópa. Meðan ekki er brugðist við þeim ágöllum verð ég því á móti persónukjöri. MÓTI Silja Bára Ómarsdóttir femínisti, alþjóðastjórn- málafræðingur og aðjúnkt við Háskóla Íslands M argt fólk kýs að starfa ekki innan stjórn- málaflokka. Í lýðræð- isríki á að tryggja öllum, líka þeim sem ekki vilja starfa í stjórnmálaflokkum, rétt til að hafa áhrif á hverjir veljast til opinberra trúnaðarstarfa. Þann rétt er hægt að tryggja með persónukjöri. Stjórnmálaflokkar eru nauðsynlegir til að veita skoðunum fólks farveg. Eðlilegt er að þeir sem starfa í stjórnmálaflokkum vilji hafa áhrif á hverjir eru í framboði fyrir flokkana. Flokkarnir munu ákveða hverjir eru á framboðslistum þeirra í kosningum en í kjörklefanum geta kjósendur beitt afli sínu ef þeir telja einhverja frambjóðendur eiga meira erindi en aðra. Stjórnmálaskoðanir skipta máli, en ólíkar áherslur stjórn- málamanna skipta líka máli. Margar aðferðir eru til við persónukjör. Allt frá ,,hreinu“ persónukjöri eins og í kosningunni til stjórnlagaþings og yfir í að kjósandi geti tekið einn fram- bjóðanda fram yfir aðra á röðuðum flokkslista. Ég aðhyllist sem mest áhrif kjósandans, vildi helst að í kjörklefanum væri hægt að kjósa fólk af mismunandi listum. Því er gjarnan haldið fram að konur eigi frekar á brattann að sækja í per- sónukjöri en ef stjórnmálaflokkarnir ráða framboðslistum. Engar rann- sóknir eru til sem sanna þetta. Rannsóknir benda frekar til að ár- angur kvenna í kosningum sé í sama hlutfalli og karla, þ.e. eftir því hvort og hvernig þær gefa kost á sér. Það er engin ástæða til að óttast minni hlut kvenna í stjórnmálum í per- sónukjöri en kosningafyrirkomulag- inu sem nú gildir. Ef konur sækjast eftir kjöri í sama mæli og karlar munu þær ná kjöri í sama mæli og þeir. MEÐ Valgerður Bjarnadóttir alþingismaður Á að taka upp persónukjör í alþingiskosningum? ’ Ég aðhyllist sem mest áhrif kjósandans, vildi helst að í kjörklefanum væri hægt að kjósa fólk af mismunandi listum. ’ Það eru a.m.k. þrjár góðar ástæður fyrir að styðja ekki per- sónukjör og nefni ég þær hér F-in þrjú: Feðraveldi, fjármagn og frægð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.