SunnudagsMogginn - 17.10.2010, Side 22

SunnudagsMogginn - 17.10.2010, Side 22
22 17. október 2010 A uðvitað munum við eftir stríðinu. Hvernig er annað hægt, þegar allir misstu ein- hvern? Ég man eftir stríðinu vegna þess að pabbi minn dó í stríðinu þegar ég var bara þriggja ára,“ segir hinn 19 ára gamli Ahmed Bradaric þegar blaðamaður spyr hvort unga fólkið í Bosníu og Hersegóvínu muni eftir stríð- inu sem skildi landið eftir í rúst fyrir 15 árum. Kynslóðin sem fæddist við upphaf Bosníustríðsins er nú fullorðin og komin með kosningarétt. Sum þeirra kusu í fyrsta skipti nú í október, í kosningum sem lituðust mjög af þjóðernishyggju. Við því er svo sem að búast í landi þar sem stjórnkerfið allt byggist á flókinni skiptingu milli þriggja þjóðarbrota af ólíkum trúarbrögðum, Bosníu-Serba, sem að upplagi tileyra rétttrúnaðarkirkj- unni, Bosníu-Króata sem eru kaþólikkar að upplagi og Bosníu-múslíma. Til að tryggja jafnræði deila völdunum 5 forset- ar, 13 forsætisráðherrar og 14 þing þar sem sitja yfir 700 þingmenn. Allt þetta hjá aðeins fjögurra milljóna manna þjóð. Í landinu ríkir algjör pattstaða. Þótt 15 ár séu liðin frá stríðslokum og friður ríki þá ristir sáttin grunnt og sárin eru hvergi nærri gróin. Ekki frekar en Sarajevó- rósirnar svonefndu, ör á götum höf- uðborgarinnar eftir sprengjuvörpur, sem fylltar hafa verið blóðrauðri málningu til minja um stríðið. Allir eru sammála um að það fyrirkomulag sem nú ríkir, og var komið á með Dayton friðarsamningnum í stríðslok 1995, sé stórgallað og því þurfi að breyta til að tryggja varanlegan stöð- ugleika. Engir eru hinsvegar sammála um hvernig best sé að breyta því og vegna þessarar óvissu um framtíðina upplifir al- menningur enn mikið óöryggi. Klofningurinn sem varð til í stríðinu er enn til staðar í stjórnmálum dagsins í dag. Djúpstæð tortryggni ríkir á milli þjóð- arbrotanna sem lifðu lengst af í sátt og samlyndi og blönduð hjónabönd, sem þóttu sjálfsögð fyrir stríð, tíðkast varla lengur. Margir hafa hinsvegar fengið sig fullsadda af þjóðernishyggjunni. Skoð- anakönnun sem gerð var fyrir kosningar sýndi að meirihluta kjósenda fannst frambjóðendur tala of mikið um þjóðerni, en of lítið um atvinnusköpun. Enn ummerki um leyniskyttur Ahmed er Bosníu-múslími og hóf hag- fræðinám í Sarajevó-háskóla í haust. Þegar hann var 12 ára sendi móðir hans hann einan til höfuðborgarinnar í heima- vistarskóla en í dag deilir hann íbúð með eldri systur sinni sem er lögregluþjónn. „Mamma gifti sig ekki aftur eftir að pabbi dó. Hún ól upp fjögur börn ein í stríðinu og þegar elsta systir mín gifti sig og flúði til Þýskalands sendi mamma þeim peninga í hverjum mánuði þar til þau höfðu komið undir sig fótunum. Hún sá til þess að við fórum öll fjögur í skóla. Þess vegna ber ég mikla virðingu fyrir konum. Ég hef séð hvers þær eru megn- unar,“ segir Ahmed mér yfir tyrkneskum kaffibolla. Það er greinilegt á öllu lát- bragði hans að samtöl við útlendinga eru eins og ferskur andvari frá umheiminum, því þótt Bosnía og Hersegóvína sé land- lukt ríki býr þjóðin við mun takmarkaðra ferðafrelsi en við eyjaskeggjarnir í Norð- urhafi. Frjálsar ferðir um Schengen- svæðið eru eitt langþráðasta hagsmuna- mál Bosníumanna í dag, ekki síst unga fólksins, sem fékk nóg af innilokun og einangrun í stríðinu og vill fá að vera hluti af heiminum. Á göngu okkar um borgina var þrennt sem vakti sérstaka athygli. Í fyrsta lagi er sambýli ólíkra trúarbragða í borginni heillandi. Þar glymja klukkur kaþólskra kirkna og réttrúnaðar í kapp við kyrjandi köllin úr bænaturnunum. Í öðru lagi er fjöldi sundurskotinna húsa, með aðeins jarðhæðina uppgerða, stöðug áminning um að í þrjú ár ríkti umsátursástand í borginni þar sem leyniskyttur sátu um almenna borgara og skutu þá niður. Síðast en ekki síst vakti kosningabar- áttan athygli. Borgin var hreinlega vegg- fóðruð með glansmyndum og kosninga- loforðum. „Þú getur bara kosið vont eða verra,“ segir Ahmed og bendir á plakat sem á stendur „Fólkið veit“, slagorð stjórnmálaflokksins SDA. „Fólkið veit hvernig það er að eiga ekki fyrir mat. Fólkið veit en þeir ekki,“ segir Ahmed glottandi. Hann hefur litla trú á stjórn- málamönnum en segir þó að ungir kjós- endur vilji flestir nýta atkvæðisrétt sinn. Þegar ég forvitnast um hvernig sam- skipti eru í dag á milli ungra múslíma, Króata og Serbía í Bosníu gefur Ahmed fyrst til kynna að allt sé í himnalagi, alla- vega eru engin átök milli þeirra á yf- irborðinu. En ýmislegt kraumar undir. „Sko. Ég útskrifaðist með nokkrum Serb- um úr grunnskóla og við vorum alveg ágætis kunningjar. En ég vildi ekki neinn nánari vinskap við þá. Ég veit það ek- ki...kannski er það bara ég, en ég get ekki gleymt því hvað Serbar gerðu.“ Hatursfull umræða á netinu Nokkrum dögum síðar legg ég sömu spurningu fyrir Selenu Celovic, 23 ára nema í grafískri hönnun. Selena er Bosn- íu-Serbi og býr í Banja Luka, höfuðstað serbneska hluta landsins, Republika Srpska. Selena fer að hlæja. „Hvernig er sambandið? Það er ekkert samband á milli ungra Serba og ungra múslíma. Allavega ekki sem ég þekki til.“ Það kann þó að stafa af því að í Banja Luka eru 95% íbúa Serbar. Fyrir stríð var um helmingur borgarbúa af öðrum þjóð- arbrotum en í millitíðinni var Republika Srpska „hreinsað“ og fæstir sneru aftur eftir stríð. Selena segir að einu eiginlegu samskiptin sem hún verði vitni að milli ungra Serba og ungra Bosníu-múslíma séu á netinu og þau séu miður falleg. „Orðræðan á netinu er ógeðsleg á báða bóga. Þar eru múslímar að hóta því að drepa alla Serba og Serbar að hóta því að drepa alla múslíma. Og ég er ekki bara að segja þetta af því að ég er Serbi, en ég held að það séu fleiri spjallþræðir stofnaðir gegn okkur en af okkur. Margir halda að hér verði aftur stríð.“ Selena er alin upp að hluta í Bosníu en að hluta í Kósóvó hjá ömmu sinni og afa. „Ég var heppin,“ seg- ir hún kaldhæðnislega. „Fyrst bjó ég hér og þá var stríð. Svo flutti ég þangað og þá byrjaði stríð þar. Þegar ég sá Kósóvó lýsa yfir sjálfstæði í fréttunum þá varð ég svo reið að mig langaði til að kasta sjónvarp- inu út um gluggann..“ Sjálfstæðisyfirlýs- ing Kósóvó í febrúar 2008 tvíefldi stuðn- ing Bosníu-Serba við aðskilnað frá Bosníu og Hersegóvínu. Þeir spyrja sig margir hvers vegna alþjóðasamfélagið ætti ekki allt eins að geta viðurkennt sjálfstæði Republika Srpska eins og Kósóvó. Í serb- neska hlutanum blaktir fáni Bosníu Her- segóvínu hvergi við hún, aðeins sá serb- neski. Selena lýsir þessu þannig ef Serbía og Bosnía kepptu í fótbolta myndu allir Bosníu-Serbar halda með Serbíu. „Reyndar myndi enginn hérna nokkurn tíma halda með Bosníu, sama á móti hvaða landi hún væri að keppa.“ Þegar stríðinu lauk var Bosnía og Her- segóvína rjúkandi rústir og hálf þjóðin Framtíðin óljós Friður hefur ríkt í 15 ár í Bosníu og Hersegóvínu en sár stríðsins eru hvergi nærri gróin. Í kosn- ingaeftirliti fyrir ÖSE fékk blaðamaður tækifæri til að skoða stöðuna og spjalla við heimamenn. Una Sighvatsdóttir una@mbl.is Á rigningardegi í Sarajevó minnast borgarbúar fallinna hermanna í Kovaci grafreitnum, 15 árum eftir „Ég hef aldrei farið frá Bosníu en þekki samt aðra menningu vel því mér finnst svo gaman að tala við útlendinga,“ segir Ahmed og spyr hvort eldgosið í Eyjafjallajökli sé hætt.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.