SunnudagsMogginn - 17.10.2010, Blaðsíða 17
17. október 2010 17
Prenthæft fyrir Moggann
Gissur hefur haft gaman af því að setja saman vísur í gegn um tíðina og gjarnan
sent barnabarnabarninu Ólafi Kjartani til baka þýðingar á enskum limrum, sem
sá síðarnefndi hefur sent honum í tölvupósti. Gissur gerir þó lítið úr eigin hæfi-
leikum á þessu sviði. „Þetta er óttalegt klúður, en Óli á kannski eitthvað af
þessu ef hann hefur ekki rifið þær jafnóðum.“ Hann glottir þegar hann er inntur
eftir því hvort þýðingar hans séu ekki prenthæfar. „Kannski í Sunnudagsmogg-
anum,“ svarar hann að bragði, „en sennilega ekki í Kirkjuritinu!“
Ólafur sendi langafa sínum breska limru sem hafði rekið á fjörur hans:
A naked young tart named Roselle
Walked the streets while ringing a bell;
When asked why she do it,
She answared, „God, dang it!
Can’t you see I have something to sell?“
Gissur svaraði með þýðingu:
Eitt síðkvöld um daginn ég sá hana Höllu
Syngjandi allsbera klingjandi bjöllu
Þegar spurt var hvers vegna,
var hún skjót til að gegna:
„Ég er með tilboð á einni með öllu.“
Gissur brá sér í óperuna um daginn á aðalæfingu Rigolettos, þar
sem langafastrákurinn hans Ólafur Kjartan Sigurðarson fer með
aðalhlutverkið. „Tónlistin snertir svo sannarlega taugarnar í mér
þótt ég sé ábyggilega ekki nógu næmur á hana,“ segir hann, og
lætur aldurinn ekki aftra sér frá því að sækja tónleika.
listarviðburði hér heima, enda hafa margir
afkomendur hans tónlistina að lifibrauði.
„Tónlistin snertir svo sannarlega taug-
arnar í mér þótt ég sé ábyggilega ekki
nógu næmur á hana,“ segir hann. „Hins
vegar er músíkalskt fólk í minni ætt, eins
og elsti sonur minn Kristján, sem er mjög
næmur tónlistarmaður. Hann er kirkju-
organisti við flestar kirkjur á Héraði, nema
á stóru stöðunum, en hleypur þó í það
þegar á þarf að halda.“ Og Gissur lét ekki
sýninguna á óperunni Rigoletto fram hjá
sér fara, þar sem Ólafur Kjartan fer með
aðalhlutverkið en hann brá sér á dögunum
á lokaæfingu á henni.
Það verður ekki hjá því komist að spyrja
Gissur, sem vissulega hefur lifað tímana
tvenna, hvernig hann upplifi krepputal
nútímans? „Maður er hvergi nærri því
nógu inni í lífi þeirra sem eiga erfitt því
maður þekkir enga slíka en ég held að
vandamálin birtist öðruvísi í dag en í
gamla daga. Þá voru ekki þessar mat-
argjafir og persónulega þjónusta heldur
urðu menn að bjarga sér sjálfir, þótt
margir væru góðgerðarsamir. Ég man eftir
kreppunni þegar ég var unglingur og þá
var maður stundum svangur, og eins á
fjórða áratugnum þegar ég var að hlaða
niður börnunum. Það voru erfiðir tímar.
En ekki man ég eftir að við höfum nokk-
urn tíman soltið í lengri tíma.“ En skyldi
hann hugsa til þessa tíma þegar hann
heyrir fólk kvarta undan peningaleysi í
dag? „Það er óhætt að segja að ég viti hvað
þetta er. En ég geri svo sem ekkert með
það.“
Fjögur ár eru síðan Valgerður, eiginkona
Gissurar lést, en hún var rúmum átta ár-
um yngri en hann. Sjálfur segist hann alls
ekki hafa átt von á því að verða jafn lang-
lífur og raun ber vitni. „Fyrir það fyrsta
hagaði ég ekki mínu lífi þannig að það byði
upp á langlífi. Það var svona trassaskapur
og glannaskapur í og með, og ég hef ekki
sóst eftir langlífi,“ segir hann með áherslu.
„Ég lifði þó ekki beinlínis óheilbrigðu lífi
að öðru leyti en því að ég reykti þar til ég
var 46 ára, en þá hætti ég. Hins vegar var
ég aldrei stórreykingamaður, en nóg til
þess að ég var háður helv … tóbakinu.“
Það stendur ekki á svari þegar Gissur er
spurður hvort hann hafi verið reglumaður
á áfengi. „Ég hef oft orðið fullur,“ segir
hann og hlær og Ólafur Kjartan tekur
undir. „Við höfum einu sinni eða tvisvar
fengið okkur í tána saman. Við erum
reglumenn þegar það á við.“
Í dag eru afkomendur Gissurar um 150
talsins og er hann í góðu sambandi við þá
alla. Fyrir nokkrum mánuðum upplifði
hann alveg nýtt hlutverk í lífinu þegar
hann varð langalangalangafi í fyrsta sinn.
Það gerðist þegar sonur Ólafs Kjartans,
Fjölnir og sambýliskona hans Vala Bjarney
Gunnarsdóttir eignuðust sitt fyrsta barn,
drenginn Braga. „Það var afskaplega
skemmtilegt, ekki síst af því að mér var
tekið svo vel,“ segir Gissur hógvær en
svarar neitandi spurður hvort það sé ekki
undarleg tilfinning að halda á barnabarna-
barnabarnabarni sínu. „Ekki finn ég nú
fyrir því – mér finnst það ósköp eðlilegt
framhald,“ segir hann. „Og það er von-
andi að langlífi og gott heilsufar haldist í
fjölskyldunni í framtíðinni.“