SunnudagsMogginn - 17.10.2010, Blaðsíða 18

SunnudagsMogginn - 17.10.2010, Blaðsíða 18
Þ að hlýtur að vera draumur þjóðar, sem stærir sig af því að vera bókaþjóð, að fá hlutverk heiðursgests á bókastefnunni í Frankfurt, þeirrar stærstu sinnar tegundar í heiminum. En hverskonar fyrirbæri er þessi umtalaða bókastefna? Hvorki fleiri né færri en 7.539 sýningaraðilar tóku þátt í bókastefnunni í ár, sem stóð í fimm daga í byrjun október, og komu frá 111 löndum. Þar á meðal voru heilu þjóðirnar, forleggj- arar, prentsmiðjur, umboðsskrifstofur rithöfunda og ljósmyndara, fjölmiðlar, viðburðaskrif- stofur, netfyrirtæki og ótal fleiri. Um 3 þúsund viðburðir voru á bókastefnunni og heimsþekktir rithöfundar á borð við Bret Ea- ston Ellis, Jonathan Franzen og Ken Follett á meðal gesta, en einnig þekktir einstaklingar á borð við Ingrid Betancourt, David Grossman, Thilo Sarrazin og Helmut Kohl. Argentína var heiðursgestur á þessu ári og voru hátt í 70 rithöfundar þaðan á hátíðinni, yfir hundrað bókaforlög og yfir 300 viðburðir á þeirra vegum. Þrátt fyrir að bókastefnan fari fram í átta gríðarstórum sýningarhöllum, þá er tilfinningin ekki yfirþyrmandi þegar gengið er um hæðirnar. Líklega vegna þess að sýningin er hólfuð af með bás- um og á hverjum bás er yfirleitt aðeins teflt fram völdum höfundum frá liðnu ári og loftar um hverja bók. Þetta er því ekki bókamarkaðurinn í Perlunni í hundraðasta veldi. En það tekur nokkra daga að skoða sýninguna – á hlaupum! Það er magnað að sjá manngrúann sem sækir sýninguna þegar hún er opnuð almenningi síð- ustu tvo dagana, en fram að því er fólk í hverju horni að stinga saman nefjum, og semja um út- gáfurétti á bókum. Einnig er nokkuð um höfunda, sem eru að koma verkum sínum á framfæri. Og svo eru það blaðamennirnir, sem eru yfir 10 þúsund! Það var eftirminnileg stund, þegar tilkynnt var í beinni útsendingu í fjölmiðlasetrinu að Mario Vargas Llosa hreppti Nóbelsverðlaunin. Spennan og eftirvæntingin var eins og þetta væri víta- spyrnukeppni í úrslitum heimsmeistarakeppninnar. Svo var rokið upp til handa og fóta þegar úrslitin voru ljós. Það má öllum ljóst vera, að bókastefnan í Frankfurt er óskastaður bókaþjóðar. Stærsta bókastefna í heiminum Bak við tjöldin Fólk krúnkaði saman innan um bókarkápur í Frank- furt fyrir rúmri viku. Hér er forskot tekið á sæluna, en Ísland verður heiðursgestur á næsta ári. Ljósmyndir: Kristinn Ingvarsson kring@mbl.is Texti: Pétur Blöndal pebl@mbl.is Horft inn einn af hundrað göngum bókastefnunnar. Bent á Ísland í stærstu bók í heiminum, sem afhjúpuð var í Frankfurt. Blaðamenn niðursokknir í samtöl og greinaskrif í fjölmiðlasetrinu. Herra Wolke er vinsæll hjá yngstu kynslóðinni og sýndi töfrabrögð. Kristof Magnússon rithöfundur, Kristján B. Jónasson útgefandi, og Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur tóku þátt í pallborði. Stjórnandi var Thomas Wörtche.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.