SunnudagsMogginn - 17.10.2010, Blaðsíða 18
Þ
að hlýtur að vera draumur þjóðar, sem stærir sig af því að vera bókaþjóð, að fá hlutverk
heiðursgests á bókastefnunni í Frankfurt, þeirrar stærstu sinnar tegundar í heiminum.
En hverskonar fyrirbæri er þessi umtalaða bókastefna?
Hvorki fleiri né færri en 7.539 sýningaraðilar tóku þátt í bókastefnunni í ár, sem stóð
í fimm daga í byrjun október, og komu frá 111 löndum. Þar á meðal voru heilu þjóðirnar, forleggj-
arar, prentsmiðjur, umboðsskrifstofur rithöfunda og ljósmyndara, fjölmiðlar, viðburðaskrif-
stofur, netfyrirtæki og ótal fleiri.
Um 3 þúsund viðburðir voru á bókastefnunni og heimsþekktir rithöfundar á borð við Bret Ea-
ston Ellis, Jonathan Franzen og Ken Follett á meðal gesta, en einnig þekktir einstaklingar á borð
við Ingrid Betancourt, David Grossman, Thilo Sarrazin og Helmut Kohl.
Argentína var heiðursgestur á þessu ári og voru hátt í 70 rithöfundar þaðan á hátíðinni, yfir
hundrað bókaforlög og yfir 300 viðburðir á þeirra vegum.
Þrátt fyrir að bókastefnan fari fram í átta gríðarstórum sýningarhöllum, þá er tilfinningin ekki
yfirþyrmandi þegar gengið er um hæðirnar. Líklega vegna þess að sýningin er hólfuð af með bás-
um og á hverjum bás er yfirleitt aðeins teflt fram völdum höfundum frá liðnu ári og loftar um
hverja bók. Þetta er því ekki bókamarkaðurinn í Perlunni í hundraðasta veldi. En það tekur
nokkra daga að skoða sýninguna – á hlaupum!
Það er magnað að sjá manngrúann sem sækir sýninguna þegar hún er opnuð almenningi síð-
ustu tvo dagana, en fram að því er fólk í hverju horni að stinga saman nefjum, og semja um út-
gáfurétti á bókum. Einnig er nokkuð um höfunda, sem eru að koma verkum sínum á framfæri.
Og svo eru það blaðamennirnir, sem eru yfir 10 þúsund!
Það var eftirminnileg stund, þegar tilkynnt var í beinni útsendingu í fjölmiðlasetrinu að Mario
Vargas Llosa hreppti Nóbelsverðlaunin. Spennan og eftirvæntingin var eins og þetta væri víta-
spyrnukeppni í úrslitum heimsmeistarakeppninnar. Svo var rokið upp til handa og fóta þegar
úrslitin voru ljós.
Það má öllum ljóst vera, að bókastefnan í Frankfurt er óskastaður bókaþjóðar.
Stærsta bókastefna
í heiminum
Bak við tjöldin
Fólk krúnkaði saman innan um bókarkápur í Frank-
furt fyrir rúmri viku. Hér er forskot tekið á sæluna,
en Ísland verður heiðursgestur á næsta ári.
Ljósmyndir: Kristinn Ingvarsson kring@mbl.is Texti: Pétur Blöndal pebl@mbl.is
Horft inn einn af
hundrað göngum
bókastefnunnar.
Bent á Ísland í stærstu bók í heiminum, sem afhjúpuð var í Frankfurt.
Blaðamenn niðursokknir í samtöl og greinaskrif í fjölmiðlasetrinu.
Herra Wolke er vinsæll hjá yngstu kynslóðinni og sýndi töfrabrögð.
Kristof Magnússon rithöfundur, Kristján B. Jónasson útgefandi, og Yrsa Sigurðardóttir
rithöfundur tóku þátt í pallborði. Stjórnandi var Thomas Wörtche.