SunnudagsMogginn - 17.10.2010, Blaðsíða 55

SunnudagsMogginn - 17.10.2010, Blaðsíða 55
17. október 2010 55 H neigja mig bara,“ segir leikstjórinn Friðrik Þór Friðriksson og hallar sér aftur í stóln- um, aðspurður hvað hann hafi verið að gera í útlöndum. „Hneigja mig!“ Hann er nýstiginn út úr flugvélinni eftir tólf tíma ferðalag. „Ég var með Mömmu Gógó í Pusan í Suður- Kóreu, stærstu kvikmyndahátíð Asíu. Ég hef farið þang- að með flestar mínar myndir og alltaf fengið gargandi viðtökur.“ – Svo fékkstu verðlaun á miðvikudag! „Já, við fengum Voice-verðlaunin fyrir að ljá hópi rödd, sem annars hefur fá tækifæri til að láta í sér heyra, í þessu tilfelli einhverfum börnum í Sólskinsdrengnum. Verðlaunin voru veitt í Paramount-kvikmyndaverinu í Hollywood, en ég komst ekki af því að ég var í Suður- Kóreu. Í fyrra var þarna mikill stjörnufans, Richard Dreyfuss kynnir og Glenn Close hélt mikla ræðu. Sól- skinsdrengurinn nefnist í Ameríku „Mother’s Courage“ og það hafa milljónir séð hana í Bandaríkjunum, því hún var sýnd á HBO-sjónvarpsstöðinni í apríl. Svo ræðst í janúar hvort myndin verður tilnefnd til Óskars- verðlauna og hún er ein 35 mynda sem koma til greina til evrópsku kvikmyndaverðlaunanna. Ég held að Krist- björg Kjeld eigi líka góða möguleika, fólk hrífst alls staðar af henni, og svo má ekki gleyma Sólskins- drengnum.“ – Hvað er annars títt af þér? „Annars er það bara títt að maður má varla vera að því að hneigja sig,“ segir hann og hlær. „Við erum að hefja tökur á Tíma nornarinnar fyrir RÚV, eftir sam- nefndri bók Árna Þórarinssonar, fjórum 50 mínútna þáttum sem gerast á Akureyri og við ætlum að reyna að klára tökur fyrir jól.“ – Hver leikur Einar blaðamann á Síðdegisblaðinu? „Hjálmar Hjálmarsson.“ – Af hverju þessi bók? „Ja, hún er skemmtileg og samfélagsspegill, tekur til dæmis á álverum, þannig að hún heillaði mig meira en aðrar sögur Árna.“ – Ertu hættur að framleiða? Er það ekki tómt vesen? „Jú, það er tómt vesen,“ segir hann brosandi. „En ég vil framleiða myndir sem mér líkar, þannig að ég er með nokkur verkefni fyrir aðra leikstjóra í gangi. Fallegt handrit eftir Benedikt Erlingsson er lengst komið, sem ég vil endilega sjá sem kvikmynd. Við erum komnir með vilyrði frá kvikmyndasjóði, en ekki er búið að ákveða styrkupphæðina. Hestar eru í aðalhlutverki og hún er væn til útflutnings eins og íslenski hesturinn.“ – Og Benedikt auðvitað! „Og Benni. Hann reyndist mér vel þegar við lékum fyrir Las Von Trier [í Forstjóranum yfir öllu].“ – Þú fórst nú betur úr úr því samstarfi en Björk. „Nei, ég er alveg niðurbrotinn maður, fer til sálfræð- ings þrisvar í viku.“ Hann skellihlær. „Bara flak. Þess vegna er ég líka farinn að gera heilsu- myndir, um einhverfu og alzheimer, far- inn að vinna svo mikið með heilann!“ – Hvernig var að leika fyrir Trier? „Það var bara yndislegt. Það var eng- inn tökumaður á svæðinu, heldur tölva sem ákvað sjónarhornin. Og ég hefði aldrei tekið þetta að mér ef ég hefði vitað að ég þyrfti að leika bak við tökuvélina, því það er miklu erfiðara en að rumpa út úr sér línum fyrir framan hana. En hjá því varð ekki komist því bannað var að klippa í hljóðrásina; það voru enn stífari reglur en í Dogma-myndunum. En við Lars höfum alltaf náð vel saman.“ – Eruð þið með ólíkan leikstjórnarstíl? „Nei, ég myndi ekki segja það. En svo getur maður lent í leikurum sem gera ekki það sem sóst er eftir. Ég hef aldrei lent í því en Lars er víst alltaf að því. En allir höfðu á orði að góður andi væri á tökustaðnum. Mat- urinn var góður og Lars vildi alltaf að ég tæki snafs með sér því hann er með veiki sem líkist parkinson og á sam- kvæmt læknisráði að drekka eitt staup með matnum en ekki meira. Það var bara ljúft. Og það var spurt út í þessa mynd í Suður-Kóreu, því henni var dreift þar.“ – Var ekkert spurt út í Ísland? „Jú, ég fékk þessar venjulegu álfaspurningar. Svo hef ég orðið var við það víða í Asíu að fólk veit allan and- skotann sem maður veit ekki sjálfur, eins og hversu margir ferkílómetrar af hrauni eru á Íslandi. Það hefur líka grafið upp viðtöl, þar sem maður hefur kannski verið misgáfaður, og vitnar í þau þvers og kruss: „Já, en þú sagðir …“ Svo er mikið spurt um drauga, álfa og yf- irnáttúrleg fyrirbæri.“ – Það vita auðvitað allir að þú trúir á drauga og álfa? „Ég segi alltaf: yfirnáttúrlegt er bara náttúrlegt fyrir mér.“ – Hefurðu mætt draug á förnum vegi? „Við skulum bara segja að ég hafi frá fyrstu hendi upplýsingar um það.“ – Heldurðu áfram að skoða einhverfu? „Ég er með til skoðunar ásamt Friðriki Guðmundssyni heimildarmynd um Bobby Fischer, þar sem við vonumst til að bandaríska þjóðin taki hann í sátt. Hann er náttúrlega einhverfur, alveg dæmigerður asperger, og Obama getur ekki verið vondur út í einhverfan mann á sama tíma og hann beitir sér fyrir risa- fjárveitingum til rannsókna á einhverfu! Ég er rétt að kynnast Friðriki og hans efni, en talaði við marga fræðimenn við gerð Sólskinsdrengsins og margir nefndu Fischer sem skólabókardæmi um mann sem ekki hefði greinst með einhverfu, en öll hegðun benti til þess, og Bob Dylan raunar líka. Það eru allir með einkenni, en þau eru mis- sterk og eldast mishratt af fólki. Það vöknuðu til dæmis minningar um það hjá mér úr barnæsku, að ég var of- urnæmur í nöglum og hári. Eitt það sorglegasta við ein- hverfu er þegar börn ná ekki augnsambandi og forðast snertingu, þá finna foreldrarnir að eitthvað er að. Ég brjálaðist alltaf þegar ég var klipptur, hvort sem var neglur eða hár, en svo eltist það af mér.“ Texti Pétur Blöndal pebl@mbl.is Ljósmynd: Kristinn Ingvarsson kring@mbl.is Síðasta orðið á … Friðrik Þór Friðriksson Var Fischer einhverfur? ’ Það vökn- uðu til dæm- is minningar um það hjá mér úr barnæsku, að ég var ofurnæmur í nöglum og hári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.