SunnudagsMogginn - 17.10.2010, Blaðsíða 43

SunnudagsMogginn - 17.10.2010, Blaðsíða 43
17. október 2010 43 E rtu með byssu í vasanum eða ertu bara glaður að sjá mig?“ er ein af mörgum óborganlegum setn- ingum sem hrutu af vörum bandarísku leikkon- unnar Mae West. Hún Mae West var alvöru- kynbomba og sannarlega kyn- tákn, alveg sjúklega flott kona fædd í ljónsmerkinu skömmu fyrir aldamótin 1900. Hún hafði lítinn áhuga á því að gangast upp í teprulegri hugmynd þess tíma um að konur ættu að vera „góðar og penar“. Hún var stútfull af kynorku og skammaðist sín ekki fyrir að njóta þess. Hún safnaði mönnum. Og hún vildi ekki hafa þá nein dauðyfli: „Það eru ekki mennirnir í lífi mínu sem skipta máli, heldur lífið í mönnunum mínum.“ Það var því vel við hæfi að hún færi með hlutverk í myndinni I’m no Angel, því hún var sannarlega enginn engill í lifanda lífi hún Mae West. Hún var holdgervingur hinnar lostafullu Femme fatale, eða stórhættulegu konu, sem með ómótstæðilegum sjarma og flæðandi kynþokka leggur hvern elskhugann af öðrum að fótum sér. Hún Mae West átti heilan helling af elskhugum. Og þegar hún stóð á sextugu gerði hún sér lítið fyrir og tók sér þrjátíu árum yngri mann til fylgilags. Þetta var brjáluð ást sem entist allt þar til hún fór yfir móðuna miklu á níræðisaldri. Okkur vantar fleiri svona Mae West-ur. Konur sem eru sterkar fyrirmyndir. Konur sem þora að vera konur og þora að vera kynver- ur. Konur sem fara sínar eigin leiðir. Konur sem hafa húmor og kunna að orða hlutina: „Einn karlmaður í húsinu er virði tveggja á götunni.“ Ertu með byssu í vasanum? Stigið í vænginn Kristín Heiða khk@mbl.is Karlmenn féllu sem flugur fyrir þokkagyðjunni þrýstnu. ’ Það eru ekki menn- irnir í lífi mínu sem skipta máli, heldur lífið í mönnunum mínum.“ Gatan mín S ú var tíðin að hluti norðurbæjarins á Sigl- firði var nefndur Villimannahverfið. Strákar sem þar ólust upp vörðu hverfið með kjafti og klóm og þá sérstaklega rusla- hauga bæjarins þar sem ýmsa gullmola mátti finna. „Líklega var ég um sjö ára þegar ég byrjaði fyrst að fara á haugana. Hernámsliðið sem hér var, breskir og bandarískir dátar, skildi sitthvað eftir sig sem hægt var að koma í verð, svo sem glös sem apótekið keypti og flöskur sem hægt var að fara með í Ríkið og fá einhverjar krónur fyrir. Og þess var síðan allt- af gætt að ágóðinn skiptist jafnt á milli okkar strák- anna, ella hefðu menn verið gerðir brottrækir úr fé- laginu,“ segir Siglfirðingurinn Sveinn Björnsson. Hvanneyrarbraut er ein af lengstu götunum í Siglufjarðarbæ og þau Sveinn og Guðný Guð- mundsdóttir kona hans búa í húsi númer 23. „Mér fannst gott að koma aftur í norðurbæinn þegar við fluttum hingað árið 1989. Raunar er bærinn mér af- skaplega kær. Tæplega tvö ár vorum við fyrir sunn- an vegna veikinda konu minnar og ég var þeirri stund fegnastur þegar við snerum aftur. Kyssti flugvallarhlaðið að hætti múhameðstrúarmanna þegar við komum aftur í bæinn,“ segir Sveinn. Siglfirðingar eru í dag rétt rúmlega 1.200. Bærinn ber þó svip af því að hafa eitt sinn verið mun fjöl- mennari og umsvifin meiri, eins og gerðist til dæm- is á síldarárunum. Þá var mikið byggt á Siglufirði framan af tuttugustu öldinni á lendum og lóðum sem tilheyrðu Hvanneyrarprestakalli sem sr. Bjarni Þorsteinsson þjónaði. Hann lagði línurnar að skipu- lagi bæjarins og gaf götunum jafnframt nafn. Þau eru gjarnan hin sömu og tíðkast í höfuðborginni, svo sem Suðurgata, Laugarvegur, Hverfisgata, Lindargata, Túngata og Mjóstræti og mætti þó fleiri tína til. Vitnar þetta um stórhug. „Á síldarárunum voru hér þúsundir aðkomufólks sem ég tel eiga sinn þátt í því að gestrisni og góðar móttökur gagnvart fólki sem kemur í bæinn hafa alltaf verið áberandi meðal Siglfirðinga. Sé viðkom- andi ekki fyrri til og gefi á kjaftinn er vel tekið á móti öllum sem hingað koma. Þegar mest veiddist af síld voru hér hundruð sjómanna og söltunarfólks sem kom frá Noregi, Svíþjóð og Færeyjum. Einnig sáust hér Þjóðverjar og Hollendingar og Danir í nokkrum mæli sem meðal annars starfræktu hér bakarí. Allt varð þetta til þess að gera Siglufjörð að nánast fjölþjóðlegu samfélagi,“ segir Sveinn sem bætir við að samgöngur við Siglufjörð hafi lengi verið þannig að bæjarbúar hafi orðið að vera sjálfum sér nægir um flest. Eigi það ekki síst við um fé- lagsstarf ýmiss konar. „Vegurinn um Siglufjarðarskarð var opnaður árið 1946 og var eina leiðin hingað þar til Strákagöng voru tekin í notkun um tuttugu árum síðar. Þessi hæsti fjallvegur landsins lokaðist í fyrstu snjóum á haustin og þá varð ekki öðruvísi farið hingað en á sjó; með strandferðaskipunum eða póstbátnum Drangi. Þessi einangrun varð með öðru þess valdandi að hér var lengi fjölbreytt félagsstarf; leik- félag, kórar, skákfélag og fleira,“ segir Sveinn. Hann er sjálfur enn á fullu í félagslífinu þótt hann sé nú hátt á áttræðisaldri. Með félögum sínum heldur hann úti hljómsveit sem leikur gömlu dansana og æfir í bílskúrnum á Hvanneyrarbraut á hverjum laugardagsmorgni – og þá er það Sveinn sem syng- ur. sbs@mbl.is Í villimannahverfi Siglufjörður Hv an ne yr ar br au t Hó lav eg ur 2 1 Ve tra rb ra ut Tú ng at a Su ðu rg at a Sn or ra ga ta Hó la ve gu r Ránargata Gránugata Norðurtangi La ug ar ve gu r 1. Í áratugi var ég sjómaður og þegar í land var komið starfaði ég lengi við löndun úr togurum, síðast hjá eig- in fyrirtæki. Fyrir vikið er hafnarsvæðið mér afar kært og í daglegum gönguferðum mínum fer ég þar alltaf um. Þræði svæðið sem hefur breyst gífurlega mikið frá því ég man fyrst eftir mér. Þá er afskaplega gaman að fylgjast með skipum, hvort sem það eru trillur, tog- arar eða enn stærri skip sem eru þó sjaldséð hér. 2. Ég geng gjarnan hér suður í bæ. Fer þá um Drottningarbrautina sem svo er kölluð, en hún var lögð þegar forsetinn okkar Vigdís Finnbogadóttir heim- sótti okkur fyrir mörgum árum. Mér finnst áberandi hvað fólki á ferð hér um bæinn hefur fjölgað eftir að Héðinsfjarðargöngin voru tekin í notkun. Hingað kom um daginn til dæmis sjötíu manna hópur eldri borgara úr Þingeyjarsýslum og annar stór hópur frá Akureyri. Siglufjörður er kominn í þjóðbraut. Uppáhaldsstaðir Ég kyssti flugvallarhlaðið að hætti Múhameðstúarmanna þegar við komum, segir Sveinn Björnsson Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.