SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 17.10.2010, Qupperneq 32

SunnudagsMogginn - 17.10.2010, Qupperneq 32
32 17. október 2010 U m miðjan áratuginn úthlutuðu Alþjóðasamtök blaðamanna (API) um 1.300 blaðamanna- skírteinum í Brussel. Sam- bandið var þá á flestra vörum enda um 70 milljónir manna komnar í klúbbinn með inngöngu 10 nýrra aðildarríkja. Mörg fljót hafa síðan runnið til sjávar og duga fé- lagsmönnum nú 750 skírteini. Sú tala segir þó ekki alla söguna. Hluti skírteinshafa er ekki með aðsetur í Brussel og eru jafnvel dæmi um að aðeins fáeinir blaða- menn, ef þá nokkrir, fylgist með því sem fram fer í Brussel fyrir hönd fjölmiðla í nýju aðildarríkjunum. Tölurnar tala sínu máli. Samkvæmt félagaskrá API eiga fjöl- miðlar í Eystrasaltsríkjunum Eistlandi, Lettlandi og Litháen aðeins þrjá fulltrúa í Brussel. Sjá þeir um 23-földum íbúafjölda Íslands fyrir fréttaskýringum um ESB sem sniðnar eru að hagsmunum ríkjanna. Einn blaðamaður fyrir heila þjóð Litháar hafa engan blaðamann, Lettar einn og Eistar þrjá. Fjölmiðlar á Möltu hafa einn blaðamann en pólskir og ungverskir fjöl- miðlar skera sig úr hvað nýju aðildarríkin snertir með 13 fulltrúa hvort land fyrir sig. Ber hér að hafa í huga að blaðamenn eru yfirleitt staðsettir í Brussel til skamms tíma, tveggja til þriggja ára, og má því færa rök fyrir því að hluti blaðamanna sé alltaf í þjálfun. Evrópusambandið er flókið fyrirbæri. Hagsmunanetið liggur víða og reglulega eru á dagskrá mál sem blaðamenn þurfa að setja sig inn í til að geta haldið lesendum upplýstum, svo ekki sé minnst á aðhalds- hlutverkið gagnvart sambandinu og um- ræður um meintan lýðræðishalla þess. Harmar þróunina Griselda Pastor, varaforseti API, fer ekki leynt með áhyggjur sínar. „Við horfum fram á þrjú til fjögur sam- verkandi vandamál. Eitt er fjárhagslegs eðlis. Kreppan hefur leitt til niðurskurðar á fjölmiðlum. Það blasir við. Annað veru- legt vandamál tengist vefnum en í dag má senda blaðamannafundi beint út í gegnum netið. Það er ódýrara fyrir fjölmiðla að láta blaðamenn fylgjast með útsendingum úr fjarlægð en að hafa þá í Brussel. Þriðja vandamálið er stjórnmálalegs eðlis,“ segir Pastor og útskýrir hvernig ótti upplýsingafulltrúa framkvæmdastjórnar- innar í Brussel við að styggja ráðamenn einstakra aðildarríkja eigi sinn þátt í að upplýsingamiðlun sé ófullnægjandi. Máli sínu til stuðnings nefnir Pastor dæmi um hvernig þeirrar tilhneigingar hafi gætt hjá sambandinu að taka blaða- mönnum opnum örmum þegar jákvæð tíðindi eru annars vegar en gefa fá færi á viðtölum er erfið mál koma upp. Þá víki fulltrúar sambandsins sér ósjaldan undan spurningum í fjölmiðla- stofu framkvæmdastjórnarinnar. „Það er fróðlegt að bera saman fjöl- miðlafundi í Brussel og í Hvíta húsinu. Slíkir fundir eru mikilvægur liður í að skapa tengsl á milli bandarískra kjósenda og stjórnmálamanna. Þessi tengsl vilja gleymast í Brussel. Framkvæmdastjórnin gleymir því stundum hvers vegna blaða- menn hafa aðsetur hér í Brussel.“ Hún rekur síðan hvernig þvert á fækk- un í röðum fjölmiðlafólks í Brussel hafi talsmönnum sambandsins fjölgað eftir samþykkt Lissabon-sáttmálans. „Við höfum stundum á tilfinningunni að talsmennirnir séu fleiri.“ Hveitibrauðsdagarnir að baki Rúmenar fögnuðu aðildinni að Evrópu- sambandinu með pomp og prakt. Löng bið fyrrv. austantjaldsríkis var á enda. Spurður um umfjöllun rúmenskra fjöl- miðla um sambandið svarar Iulian Coma- nescu, ráðgjafi Evrópuþingmannsins Ad- ina Vãlean, því til að málefni þess séu afar sjaldan til umræðu í Rúmeníu. Það sé einna helst sem lýðskrum rúmenskra þingmanna á Evrópuþinginu veki eftirtekt Skrifræði án skrifara Ríflega hálfur milljarður manna býr nú í ríkjum Evrópusambandsins. Sambandið hefur vaxið ört og stefnir í enn frekari fjölgun aðildarríkja. Á sama tíma fer blaðamönnum í Brussel fækkandi. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fjöldi blaðamanna hefur að- setur í blaðamannahöllinni. Handan götunnar í höfuðstöðvum ESB. Frá blaðamannahöllinni, Residence Palace. Ljósmynd/Baldur Arnarson Blaðamannahöllin er í klassískum stíl. Veitingaaðstaða blaðamanna er glæsileg. Hér ræða fulltrúar ESB við blaðamenn. Útsýni frá skrifstofu blaðamanns. Griselda Pastor Tékkneska blaðakonan Johana Grohova hafði staðið vaktina fyrir dag- blaðið Mlada fronta DNES, eitt af þremur stærstu dagblöðum Tékk- lands, í Brussel um þriggja ára skeið þegar niðursveiflan skall á. Líkt og kollegi hennar Strazdina, sem rætt er við hér til hliðar, leit- aði Grohova logandi ljósi að nýju starfi og varð úr að hún gekk til liðs við sjónvarpsstöðina Z1. Átján mánuðum síðar sá stöðin sér ekki lengur fært að halda úti fréttaritara í Brussel og starfar Grohova nú sem fjölmiðlaráðgjafi og sjálfstætt starfandi blaðamaður í borginni. Talið berst fljótt að fækkun blaðamanna í sjálfri stjórnsýsluhöfuð- borg Evrópu, þróun sem hún telur ólíklegt að snúist við á næstunni. Sjálfhverfa sambandsins „Málið snýst ekki aðeins um efnahagsástandið og hversu hart það hafi komið niður á fjölmiðlunum. Vandinn liggur einnig í Evrópusam- bandinu og hvernig málefni þess eru kynnt almenningi. Svo eru það fjölmiðlarnir. Vandinn liggur líka hjá þeim. Mér sýnist sem þeir telji Evr- ópusambandið ekki nógu áhugavert til að gefa málefnum þess nánari gaum. Enn eitt atriði varðar sjálfhverfu sambandsins. Það þarf að leita leiða til að koma málefnum sínum á framfæri á skýrari og ein- faldari hátt svo að almenningur telji sig eiga meiri samleið með því.“ – Var áhuginn meiri í nýju aðildarríkjunum 12 (sjá töflu) í fyrstu? „Já. Það á til dæmis við um kollega mína á fjöl- miðlum ríkjanna sem hafa sótt eða hyggjast sækja um aðild. Sambandið skipar stóran sess hjá þeim. Þetta skipar stóran sess hjá ykkur Íslendingum, löndunum á Balkanskaga og Tyrkjum. Það sama á við um okkur Tékka. Það hefur hins vegar smám saman dregið úr áhuganum eftir inngönguna. Að- ildin er staðreynd sem er út af fyrir sig ágætt [...] Það skortir hins vegar skilning á því að flestar laga- setningar sem varða Tékkland eru teknar til um- ræðu og samþykktar í Brussel. Þeim er ekki breytt heima fyrir eftir á.“ – Er brýnt fyrir hagsmuni Tékka að hafa blaðamenn í Brussel? „Já, ég tel að það sé mikilvægt. Það er erfitt að fjalla um sambandið úr fjarlægð. Þannig nær maður hvorki að mynda tengsl við fólkið né öðlast innsæi í störf sambandsins,“ segir Grohova sem leggur þó áherslu á að fjölga þurfi fréttariturum í Evrópu almennt. Hún ítrekar að sambandið sé sjálfhverft og að í Brussel líti margir svo á að þar sé að finna nafla alheimsins: „Stjórnmálastéttin nennir ekki að útskýra hvað hún er að fást við því henni líður vel í þeirri veröld sem hún hefur skap- að sér. Stjórnmálamenn skilja hverjir aðra. Því ættu þeir að hafa áhuga á að miðla upplýsingum til fólks sem skilur þá ekki?“. Dvínandi áhugi á nafla alheimsins Johana Grohova

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.