SunnudagsMogginn

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 2010næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    262728293012
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

SunnudagsMogginn - 17.10.2010, Blaðsíða 49

SunnudagsMogginn - 17.10.2010, Blaðsíða 49
17. október 2010 49 arnir verið teknir upp í þá nýju og settir í endurvinnsluna. Mayito segist vonast til þess að eitt- hvert safn eða listunnandi kaupi sýn- inguna í heild sinni. Hann segir að það væri synd að selja skápana sem einstök listaverk, þeir eigi heima sem ein heild í sýningu sem sé stolt verk sem segi margt um kúbanska arfleifð. Ísskáparnir á sýn- ingunni taka á sig ýmsar myndir og um- breytast í hin ótrúlegustu farartæki sem og áróðursvélar, óræðar eggjavélar, lík- kistur, glymskratta og abstrakt skrímsli og fræg kennileiti frá Havana. „Ískáp- urinn er mikilvægt tæki í heitu landi og oft snýst fjölskyldulífið meira og minna í kringum ísskápinn og innihald hans. Á hverjum degi sótti fólk sér svalandi drykki og næringu úr þessum skápum og við viljum heiðra þessa vinnujálka með því að segja eitthvað um Kúbu á listrænan hátt með þá sem okkar miðil,“ sagði Choco og brosti út í bæði. En hvað finnst listamönnunum um að ganga til sam- starfs við kostunaraðila og stórfyrirtæki á borð við rommframleiðandann? „Við settum þessa sýningu saman óháð öllum kostunaraðilum og síðan gerir romm- verksmiðjan okkur kleift að sýna verkin úti um allan heim. Sýningin vekur at- hygli og allir njóta góðs af. Ég finn enga togstreitu innra með mér sökum þessa samstarfs. Það er gott fyrir alla sem hlut eiga að máli,“ sagði Choco og brosti enn breiðar en áður sem stingur ögn í stúf við hinn alvarlega svip sem hann setur upp fyrir myndatökuna. „Verkin voru öll unnin í stórum sal sem við höfðum afnot af og komu lista- mennirnir saman og hjálpuðust að við hugmyndavinnuna og útfærslu á hug- myndunum og einnig komu okkur til að- stoðar færir vélsmiðir og tæknimenn,“ sagði Mayito. „Það myndaðist skemmti- leg stemning, við hittumst á föstudögum og létum sköpunargleðina taka öll völd. Sumir skápanna eru samstarfsverkefni tveggja eða fleiri listamanna,“ sagði hann að lokum. ’ Á hverjum degi sótti fólk sér svalandi drykki og næringu úr þessum skápum og við vilj- um heiðra þessa vinnujálka með því að segja eitthvað um Kúbu á listrænan hátt með þá sem okkar miðil. „Við hittumst á föstudögum og létum sköpunargleðina taka öll völd,“ segir Kúbanski listamaðurinn Eduardo Roca um ísskápaskúlptúrana. Óvenjuleg ísskápaverkin frá Havana vekja athygli í Barcelona. Morgunblaðið/Dagur Gunnarsson Sjö heimsálfur jafn mörg heimshöf undir gljáandi álvængjum sjóndeildarhringurinn boginn öll veröldin undir ár eftir ár aldrei hlé nema til að hvílast helst fyrir nýjan áfanga annan vinnudag fleiri flugstundir en samt verður þessi borg þetta sundurleita sambýli manna og náttúru þessi óhreini ávöxtur þessi tilraun æ oftar á vegi þínum Hringferð Ari Trausti Guðmundsson Ljóðið er úr nýrri bók höfundar, Blindhæðir. Uppheimar gefa út. Að burðast með svo mikla reiði kallar aðeins yfir þig óhamingju fjötrar sálina Þú bindur sjálfur fyrir augu þín gengur fram fyrir aftökusveitina Á síðustu stundu hringir síminn beiðni um náðun samþykkt En þú ert vitanlega annars hugar skynjun þín öll utan þjónustusvæðis Að burðast Bjarni Gunnarsson Ljóð er úr nýrri bók höfundar, Moldarauki. Uppheimar gefa út.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað: 17. október (17.10.2010)
https://timarit.is/issue/336478

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

17. október (17.10.2010)

Aðgerðir: