SunnudagsMogginn - 17.10.2010, Blaðsíða 48

SunnudagsMogginn - 17.10.2010, Blaðsíða 48
48 17. október 2010 M argir hafa reynt að kasta tölu á fjölda tungumála í heim- inum. Nefndar hafa verið tölur allt frá 3000 upp í 10.000. Þær tölur eru sambland af grófum ágiskunum og samkomulagi um hvað telja skuli tungumál. Ágiskanir manna um fjölda tungna í heiminum eru eðlilega nokkuð ónákvæmar en flestir virðast sáttir við að telja tungumálin á bilinu 4 til 5 þús- und. Lítum á tungumál Evrópu og hvaða sess íslenska skipar þeirra á meðal. Á þessum litla skækli heimsins hafa ver- ið talin 136 tungumál frumbyggja, að með- töldum þeim málum sem töluð eru í Tyrk- landi og konungsríkinu Danmörku. Þessar tungur tilheyra sjö málaættum. Langstærst er hin indóevrópska málaætt en mál þeirr- ar ættar eru 60 talsins um þvera og endi- langa álfuna. Af hinum 136 tungum Evrópu eru 97 tungumál töluð af minna en einni milljón manna. Nokkur indóevrópsk mál í Vestur- Evrópu eru í þessum flokki og ég ætla að nefna þau sem okkur eru næst svo les- endur geti gert sér örlitla grein fyrir í hvaða félagsskap íslenskan er. Fyrst er að nefna færeysku, sem töluð er af um 50 þúsund manns. Í Lúxemburg mæla um 400 þúsund manns á lúxem- búrgsku, í norðanverðu Þýskalandi og í Hollandi mæla um 300 þúsund manns á frísnesku en jiddíska, eitt aðalmál evr- ópskra gyðinga, er talað af allt að hálfri milljón manna. Á Bretlandseyjum hafa fjögur tungumál af keltneskum stofni bar- ist fyrir tilveru sinni. Á Írlandi er giskað á að 260 þúsund manns hafi írsku að móð- urmáli, innan við fjórðungur þjóðarinnar. Um hálf milljón á velsku að móðurmáli, um 60 þúsund skoska gelísku en um korn- ísku í Cornwall eru tölur á reiki. Í Bretagne í Frakklandi getur liðlega ein milljón manna brugðið fyrir sig fimmta málinu af keltnesku ættkvíslinni, bretónsku, en mun færri hafa hana að móðurmáli. Engin þeirra tungna, sem hér hafa verið taldar, er óskorað ríkismál í neinu landi og hvergi eru þessar tungur talaðar á rík- isstjórnarfundum. Hvergi í menntakerfi Evrópu er boðið samfellt nám frá sex ára aldri að æðstu menntagráðu í háskóla á neinu þessara tungumála eingöngu og ekki veit ég neinn háskóla þar sem kennt er á þessum tungum um flest svið vísinda og tækni. Hins vegar eru öll þau lönd, sem hér um ræðir, í Evrópusambandinu og mál- stefna sambandsins hefur orðið til að styrkja þessi tungumál í sessi með því að viðurkenna stöðu þeirra, menningarlegt gildi og rétt fólks til að fá að tala og nota móðurmál sitt í samfélaginu. Á þessum tungum hafa verið skrifaðar bókmenntir en mér þykir ólíklegt að næst- um 400 manns í rithöfundasambandi skrifi bækur á þessum tungum sem 50 bókaút- gefendur gefa út. Vel má vera að til séu þau leikhús sem sýna leikverk á þessum tungum en ekkert þeirra er þjóðleikhús og ég efast um að til séu þrjú atvinnuleikhús sem helga starfsemi sína eingöngu nokkru þessara mála, með samtals sex sviðum, auk fjölda atvinnu- og áhugahópa. Allt þetta hefur íslenskan og meira til. Við skulum hafa í huga að fátítt er að nokkurt tungumál, sem svo fáir tala, skuli að flestu leyti geta borið sig saman við tífalt fjölmennari málsamfélög og þaðan af stærri. Einmitt vegna þessarar sérstöðu íslensk- unnar hefur tölvurisinn Microsoft tekið upp íslensku sem eitt af þeim tungumálum sem talið er sjálfsagt að birtist í notenda- viðmóti á tölvum heimsins, líkt og þýska, franska, danska, norska og finnska. Í all- mörg ár hefur íslenskt viðmót í tölvum staðið landsmönnum til boða – ókeypis – sem sjálfsagður hluti af stýrikerfi og not- endahugbúnaði. Þá bregður svo við að Ís- lendingar kæra sig ekkert um að nota sitt eigið móðurmál. Í nálega gervöllum tölvu- búnaði landsmanna er allt viðmót á ensku. Slíkt þætti frændum vorum Dönum hlálegt afspurnar fyrir þjóð sem telur sjálfri sér og öðrum trú um að hún láti sér sérlega annt um vöxt og viðgang tungu sinnar. Margir í hinum 96 litlu málsamfé- lögunum í Evrópu líta til Íslendinga um fordæmi fyrir því hvernig tunga smáþjóðar getur haldið stöðu sinni í heimsþorpinu. Þegar á reynir kemur í ljós að í brjósti landsmanna slær merarhjarta þegar þeir standa frammi fyrir nývirki á heimsmálinu ensku. Getur hugsast að við þurfum að ganga í Evrópusambandið til að komast að því að fólk á rétt til tungumáls og að tungumál á að njóta réttar og virðingar? Ég skora á yfirmenn íslenskrar stjórn- sýslu, skóla- og menntamála að upplýsa hve stórt hlutfall starfsmanna byrjar vinnudaginn með því að smella á „START and OPEN“ og lýkur honum með „SAVE and CLOSE“. Smámál eða stórmál ’ Getur hugsast að við þurfum að ganga í Evrópusambandið til að komast að því að fólk á rétt til tungumáls og að tungumál á að njóta réttar og virðingar? Notendaviðmót Windows er til á íslensku en Íslendingar sýna því lítinn áhuga. Tungutak Baldur Sigurðsson balsi@hi.is F ornbílar í misgóðu ásigkomulagi eru stór hluti af hinni róm- antísku ímynd Kúbu og það er varla til sá ferðamannabækl- ingur eða ferðaumfjöllun í fjölmiðlum um þessa eyju í Karíbahafinu sem ekki sýnir eins og einn gamlan amerískan kagga frá sjötta áratugnum í fullri notkun á hinum grotnandi götum í Havana. Ástæðuna þekkja flestir, viðskiptahömlur nágrann- ans í norðri en það sem fæstir hafa kannski leitt hugann að er að sömu sögu má segja um hinn lítilláta heimilisísskáp sem er mun mikilvægari græja í heitu loftslagi en átta gata tryllitæki úti á götu. Kúbanir eru stoltir af hæfni sinni í að geta haldið stórum, háværum og orkufrekum ísskápaskrímslum frá sjötta áratugnum gangandi með hugviti og kænsku líkt og hinum forna bílaflota. Þessi skrímsli bera nöfn á borð við Frigidaire, West- inghouse, Philco og Kelvinator en nú er í gangi orkusparnaðarátak á Kúbu og unn- ið að því að skipta hinum öldnu kæli- skápum út og því duttu nokkrir lista- menn niður á þá hugmynd að kjörið væri að gera þá ódauðlega með aðstoð lista- gyðjunnar. „Gömlu amerísku ísskáparnir á Kúbu hafa flestir þjónað mörgum ætt- liðum og eru því eins og hver annar heitt elskaður fjölskyldumeðlimur,“ sagði Eduardo Roca, kúbanskur myndlist- armaður sem dags daglega segist vera kallaður „Choco“. Choco er myndlist- armaður af gamla skólanum, málar yf- irleitt með olíu á striga en að þessu sinni sýnir hann verk sem unnið er með olíu á ísskáp. Ísskápasýningin er nú á flakki um heiminn og er styrkt af kúbönskum lista- sjóði sem nefnist Havana 7 Cultura sem er fínna nafn yfir rommverksmiðjuna og kostunaraðilann Havana Club. Sýningin nefnist einfaldlega 53 Neveras Converti- das En Arte eða 53 ísskápar umbreyttir í list og segir sá titill í raun allt sem segja þarf. Sá sem þetta ritar datt inn á sýn- inguna í glæsilegum miðasölu- og forsal lestarstöðvarinnar Estació de França í Barcelona. Lestarfarþegar sem og list- unnendur og villuráfandi ferðamenn þvældust um á milli skápanna sem voru á víð og dreif um salinn og þar rakst ég einnig á nokkra úr hópi listamannanna, þar á meðal þá Mayito og Choco. Sýn- ingin hafði verið í Sevilla og var á leið heim til Kúbu í stuttan stans áður en för- inni verður haldið áfram til Suður-Kóreu og hugsanlega New York. Hinir svölu Kúbönsku listamennirnir tilheyra hópi listamanna sem búa og starfa í Havana, þeir eru fimmtíu og fimm talsins og kalla sig Hinir svölu eða „Los frios“ og það er hann Mario González, oftast nefndur „Mayito“, sem er leiðtogi þeirra. Hann hóf að vinna með gamla ísskápa árið 2005 í samstarfi við félaga sinn Roberto Fabelo þegar Fidel Castro lét það verða eitt af sínum síðustu embættisverkum (áður en Raoul bróðir hans tók við af honum) að bjóða fólki nýja og sparneytnari kín- verska ísskápa. Kastró keypti ríflega 300 þúsund ísskápa frá Kína og bauð almenn- ingi að kaupa þá með afborgunum í þeirri von að spara orku og hafa gömlu ísskáp- Listrænn kuldi frá Kúbu ,,Gömlu amerísku ísskáparnir á Kúbu hafa flestir þjónað mörgum ættliðum og eru því eins og hver annar heitt elskaður fjölskyldumeðlimur,“ sagði Eduardo Roca, kúbanskur myndlistarmaður, sem dags daglega segist vera kallaður „Choco“. Dagur Gunnarsson dagur@mbl.is Róðrarvél í ísskáp. Ef til vill flóttatæki? Ísskápur kominn í vélar stað. Lesbók
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.