SunnudagsMogginn - 17.10.2010, Blaðsíða 8

SunnudagsMogginn - 17.10.2010, Blaðsíða 8
8 17. október 2010 Ítalska landsliðið bað serbneska andstæð- inga sína að fara og reyna að róa serbnesku áhangendurna á vellinum í Genúu á þriðju- dagskvöldið, en allt kom fyrir ekki. Í ítölsk- um blöðum var því haldið fram að serb- nesku leikmennirnir og þar á meðal fyrirliðinn, Dejan Stankovic, miðvallar- leikmaður Inter Milan, hefðu frekar æst þá með því að gefa merki í anda þjóðernis- hyggju með fingrunum. Cesare Prandelli varði serbnesku leik- mennina og sagði að þeir hefðu greinilega verið hræddir og óttuðust að snúa heim. „Þeir voru milli steins og sleggju,“ sagði Prandelli. „Þeir eiga heimili og fjölskyldur og þurfa að fara heim, þeir eru hræddir.“ Hann sagði að fótboltinn ætti ekki að óttast öfgamennina. Prandelli sat á vara- mannabekknum hjá Juventus þegar liðið mætti Liverpool á Heysel-leikvanginum í Brussel 1985 og 39 manns létu lífið þegar veggur hrundi við það að ítalskir áhangend- ur flúðu undan bullum úr röðum stuðnings- manna enska liðsins. „Þegar ég sá að serb- nesku bullurnar reyndu að brjótast í gegnum skilrúm á milli þeirra og ítölsku áhangendanna varð ég mjög hræddur,“ sagði hann. „Ég sá margt fólk með börn flýja í ofboði. Þegar ástandið er svona getur allt gerst. Það þarf ekki mikið til að ástand- ið breytist í harmleik.“ Eftir að leikurinn var blásinn af voru serb- nesku áhangendurnir látnir bíða á meðan aðrir áhorfendur héldu á braut. Eftir á brut- ust út átök milli Serbanna og lögreglu. 14 enduðu á sjúkrahúsi. Veist var að serb- nesku leikmönnunum og voru serbnesku áhangendurnir einnig þar að verki. Varð markmaðurinn Vladimir Stojkovic fyrir árás. Serbnesku landsliðsmennirnir voru hræddir við eigin stuðningsmenn Lögregla á Ítalíu leiðir Ivan Bogdanov, sem talinn er hafa verið einn forsprakka óeirðanna, í fangelsi. Fram kom að ítalska lögreglan hefði þekkt hann á húðflúrinu. Reuters R auða stjarnan í Belgrað er það knattspyrnulið, sem náð hefur mestri hylli og mestum árangri í Serbíu. Eins og næstum hvert ein- asta félag í Evrópu og Rómönsku-Ameríku á það óstýriláta stuðningsmenn, sem eru fær- ir um að beita hryllilegu ofbeldi. En hjá Rauðu stjörnunni skipa hinir ofbeldisfullu stuðningsmenn heiðurssess og rúmlega það. Þeir funda með embættismönnum félagsins til að straumlínulaga skipurit gengja sinna. Leiðtogar þeirra fá styrki. Sem hluta af þessum pakka fá þeir aðgang að skrif- stofurými í höfuðstöðvum liðsins í efri millistéttarhverfinu Topcider.“ Þannig hefst kafli um Rauðu stjörnuna í bók Franklins Foers, How Soccer Explains the World, sem kom út fyrir hálfum áratug. Foer lýsir því hvernig áhangendaklúbbar Rauðu stjörnunnar réðust inn á æfingu hjá félaginu og lömdu þrjá leikmanna þess með kylfum, stöngum og öðrum bareflum. Að barsmíðunum loknum sögðu bullurnar við blaðamenn að þeir gætu „ekki lengur þolað áhugaleysið inni á leikvellinum“. Bullurnar voru fúsar til að veita viðtöl um þennan verknað. Aðeins þurfti eitt símtal til að kalla þá saman og þeir tóku á móti blaða- mönnum í fundarherbergi í höfuðstöðvum Rauðu stjörnunnar. Ofbeldi stuðningsmanna Rauðu stjörn- unnar á sér djúpar rætur og samtök þeirra léku stórt hlutverk í að endurvekja serb- neska þjóðernishyggju á síðasta áratug lið- innar aldar. Einn illræmdasti stríðsherra og glæpamaður í sögu Serbíu, Zeljko Raznato- vic Arkan, sem myrtur var í skotárás árið 2000, stjórnaði bullunum á sínum tíma. Ofbeldið í kringum knattspyrnuna í Serb- íu kom rækilega upp á yfirborðið þegar landsleikur Ítala og Serba í Genúu á Ítalíu var blásinn af eftir sex mínútna leik á þriðjudag. Áður höfðu stuðningsmenn serb- neska landsliðsins hent blysum inn á völl- inn og reynt að brjótast í gegnum hindr- anir. Einn áhangandi klifraði upp í girðingu til að klippa niður net, sem á að taka við boltum, án þess að vallarstarfsmenn gætu aðhafst. Serbnesku bullunum tókst að kveikja í ítölskum vallargesti í næsta hólfi með því að henda í hann blysi. Manninum tókst að slökkva eldinn áður en hann brenndist. Serbnesk stjórnvöld hafa sagt að þessi uppákoma sé „hneyksli“ og „árás á ríki okkar“. Innanríkisráðherra Serbíu lýsti yfir fullum stuðningi við ítölsku lögregluna. Í ítölskum fjölmiðlum hafa hins vegar komið fram vísbendingar um að ítalska lög- reglan hafi vanmetið ábendingar serbnesku lögreglunnar um að 400 hægri öfgamenn og bullur væru á leiðinni til Ítalíu. Serbnesk stjórnvöld hafa verið að reyna að breyta ímynd landsins. Aleksandar Vucic var upplýsingaráðherra í stjórn Slobodans Milosevic. Á þeim tíma lét hann sekta óháða blaðamenn, sem leyfðu sér að vera í and- stöðu við stjórnvöld. Flokkur hans hélt úti- fundi þar sem þjóðernishyggjan réð ríkjum og eftirlýstir stríðsglæpamenn komu fram. Sungnir voru söngvar þar sem því var heitið að barist yrði til síðasta blóðdropa út af Kosovo. Nú er Vucic búinn að skipta um frakka og orðinn hófsamur. „Við getum ekki dafnað án Evrópusambandsins og aðlögunarferl- isins að Evrópusambandinu,“ sagði hann í viðtali við International Herald Tribune. „Kosovo er ekki stærsta vandamálið í Serb- íu. Það er serbneskur efnahagur, atvinnu- leysi, spilling og léleg lífskjör.“ En það er hægara sagt en gert að hemja skrímslið þegar því hefur verið sleppt lausu. Tveimur dögum áður en serbnesku bull- urnar yfirtóku Genúu börðust sex þúsund óeirðaseggir við lögreglumenn, sem voru að reyna að verja Gay Pride-göngu í Belgrað. Þegar Kosovo lýsti yfir sjálfstæði í febrúar 2008 brutust ítrekað út óeirðir, verslanir voru rændar og kveikt í bandaríska sendi- ráðinu. Aftur braust út ofbeldi þegar Ra- dovan Karadzic var handtekinn, ákærður um stríðsglæpi sumarið 2008. „Stjórnarskrárbundin regla er í stöðugri hættu [í Serbíu],“ sagði Zoran Dragisic, sér- fræðingur í öryggismálum, í samtali við AFP. „Það sem við höfum orðið vitni að [í Belgrað og Genúu] sýnir okkur hvers þessir hópar eru megnugir. Bullur ógna öryggi Ógeðfelld mynd serbneskrar þjóðernishyggju Serbnesk bulla sendir merki með fingrunum á leik Ítalíu og Serbíu á Luigi Ferraris-vellinum í Genúu á þriðjudag. ReutersVikuspegill Karl Blöndal kbl@mbl.is Zeljko Raznatovic Arkan var höfuðpaur ofbeldisfullra stuðn- ingsmanna samtaka Rauðu stjörnunnar í Belgrað í lok 20. ald- ar. Þegar ÍBV lék við FK Obilic í Belgrað ár- ið 1998 tók Arkan á móti forsvars- mönnum Eyjaliðsins. Í fréttum á þeim tíma kom fram að Arkan hafi ekki getað gegnt stöðu forseta félags- ins vegna þess að hann hafi verið eft- irlýstur stríðs- glæpamaður og því hafi það komið í hlut konu hans, Svetlönu. Eyjamenn í Belgrað Zeljko Raznatovic Arkan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.