SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 17.10.2010, Qupperneq 31

SunnudagsMogginn - 17.10.2010, Qupperneq 31
17. október 2010 31 L eikstjórinn Friðrik Þór Friðriksson er ekki einhamur. Þær eru ótrúlega fjöl- breyttar kvikmyndirnar sem hann hefur leikstýrt í gegnum tíðina og ófáar þeirra á meðal þess besta sem gert hefur verið í íslenskri kvikmyndagerð. Það er eftirtektarvert að Friðrik Þór hefur oft valið sér viðfangsefni þar sem hann lyftir málstað fólks, sem annars hefur takmarkaðan vettvang til að láta í sér heyra. Dæmi um það eru meistaraverkin sem hann vann með Einari Má Guðmundssyni rithöf- undi, annars vegar Börn náttúrunnar, þar sem tekin var fyrir sú óæskilega þróun að út- hýsa eldra fólki úr íslensku samfélagi – það vita allir hvaða afleiðingar það hefur haft í för með sér, lærdómur kynslóðanna tapaðist og þjóðin missti jarðsamband. Og hins vegar má nefna Engla alheimsins, þar sem lýst er samfélagi geðsjúkra á áhrifaríkan hátt. Í báðum myndunum er bent á hið augljósa, að þetta eru manneskjur af holdi og blóði, sem eiga sér einstæða sögu og hafa svo ótalmargt til málanna að leggja. Og dæmin eru fleiri, nú síðast heimildarmyndin Sólskinsdrengurinn, þar sem fylgst er með einhverfum dreng og hetjulegri baráttu móður hans. Lesendur fræddust um fram- hald heimildarmyndarinnar í viðtali Skapta Hallgrímssonar við móðurina, Margréti Dag- mar Ericsdóttur, í Sunnudagsmogganum fyrir hálfum mánuði. „Líf Kela er gjörbreytt, hann á vini og er viðurkenndur sem manneskja. Nú eru gerðar kröfur til hans sem vitsmunaveru,“ segir Margrét meðal annars í viðtalinu. Jafnframt kom fram að Keli er farinn að tjá sig í sögum og ljóðum. Og ekki var laust við að móðir Kela kæmist við þegar hann sýndi henni fyrsta ljóðið. Það hófst svona: I am real. I am nice. Ég er raunverulegur. Ég er viðkunnanlegur. Það er engin tilviljun að Friðrik Þór hefur sópað að sér verðlaunum í gegnum tíðina og er alltaf að hneigja sig, eins og hann segir í gamni í viðtali í Sunnudagsmogganum í dag. Víst er að aðstandendur Sólskinsdrengsins áttu skilið að hreppa „Voice“-verðlaunin, sem veitt voru á miðvikudag. Ekki aðeins öðlast einhverfir rödd í myndinni, heldur er athygli fólks vakin með áhrifaríkri frásögn – og það hlustar! Nýjasta dæmið um áhrifamátt þess boðskapar, sem heimildarmyndin hefur fram að færa, er að hún var sýnd á HBO-sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum, en áskrifendur að henni telja yfir 40 milljónir og eru margir um hverja áskrift. Nú þegar hafa milljónir heyrt sögu Kela. Eflaust hefur áhugi margra vaknað á að beita sér fyrir þennan málstað. Og það munar um hvern liðsmann, eins og sannaðist á úrvalsleikkonunni Kate Winslet, sem les inn á Sólskinsdrenginn. „Núna er það orðið takmark hennar í lífinu að hjálpa einstaklingum með einhverfu – og veitir ekki af,“ sagði Friðrik Þór eftir að viðtalinu lauk við Sunnudagsmoggann. „Ég held að hennar þátttaka í þessari mynd og sjóðnum marki bara upphafið; þetta er snjóbolti sem verður stærri og stærri.“ Snjóbolti sem stækkar og stækkar „Ég hef verið nálægt Guði en einnig Myrkrahöfðingjanum. Guð vann.“ Mario Sepulveda, einn námuverkamannanna sem bjargað var í Chile eftir 68 daga neð- anjarðar. „Þetta er ekki fyrsta sinn sem ég skora úr aukaspyrnu.“ Cristiano Ronaldo, fyrirliði Portúgala, eftir lands- leikinn gegn Íslendingum á Laugardalsvellinum. „Er kannski ráð að hafa hverf- ispöbba svo fólk geti gubbað í garð- inum heima hjá sér? Ef því líkar ekki að fólk gubbi í garðinum heima, þá er spurning hvort ásætt- anlegt sé að það sé gert niðri í miðbæ.“ Einar Örn Benediktsson borgarfulltrúi. „Ég hef áhyggjur af því að dómstólar sveiflist eins og all- ir aðrir pendúlar með almennings- áliti. Það er al- veg ljóst að það hefði verið þúsund sinnum erfiðara fyrir saksóknara að taka ákvörðun um að ákæra Baldur ekki en að ákæra hann.“ Karl Axelsson verjandi Baldurs Guðlaugssonar fv. ráðuneytisstjóra sem ákærður hefur verið fyr- ir innherjasvik og brot í opinberu starfi. „Við náum ekki alltaf öllum og höf- um verið að finna krakka uppi á 13. og 14. hæð.“ Starfskona Grand hótels, þar sem Ronaldo og félagar í portúgalska landsliðinu gistu. „Er kannski kominn tími á tvo borg- arstjóra?“ Jón Gnarr borgarstjóri. „Við löptum dauðann úr skel í góðærinu 2007, en okkar tæki- færi kom eftir hrunið.“ Þröstur Jónsson sem sérhæfir sig í orkusparnaði. Ummæli vikunnar Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Stofnað 1913 Útgefandi: Óskar Magnússon Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal hún að fram sé komið eftir fundahöldin miklu að ýmsir séu andsnúnir slíkum hugmyndum eða sjái á þeim annmarka. Það hefur legið fyrir allan tím- ann. Það er ekki bara ábyrgðarhluti að gefa fólki í þrengingum falskar vonir. Það er beinlínis ljótt. Það hefur hvert barn vitað lengi að standi einn maður í skuld þá á annar maður kröfu. Krafan verður ekki gefin eftir að kröfuhafanum for- spurðum. Það liggur ekki bara í augum uppi, það er beinlínis varið og það af sjálfri stjórnarskránni. Kröfuhafinn getur gefið sína kröfu eftir við skuld- ara. En er eitthvað sem bendir til þess að hann ljái máls á því? Lífeyrissjóðirnir hafa ekki stöðu til að gera slíkt.Það er ekki flóknara. Núverandi rík- isstjórn sagðist hafa fengið erlenda fjárfesta inn í tvo af stærstu bönkunum eftir hrun. Það eru ósannindi. Hún fékk reiðum erlendum kröfu- höfum og villtum vogunarsjóðum síðasta orðið í þeim bönkum, án þess að bera það mál nokkru sinni undir þing eða þjóð. Slíkir eru síðastir allra til að gefa nokkra kröfu eftir á meðan þeir sjá glitta í veð. Ríkisstjórnin getur sjálfsagt gefið eftir með samþykki Alþingis fimmtung af kröfum Íbúða- lánasjóðs. En hún verður þá að borga beint úr rík- issjóði þá 200 milljarða sem á hann falla sam- stundis. Þetta hlýtur Jóhanna Sigurðardóttir að hafa vitað allan tímann. Af hverju leyfði hún sér þá að draga Hagsmunasamtök heimilanna og ör- væntingarfulla skjólstæðinga þeirra svona á asna- eyrunum? Hvers konar framkoma er þetta af for- sætisráðherra einnar þjóðar? Jóhanna var á barmi örvæntingar eftir útifundinn segja stuðningsmenn hennar. Jú, það má til sanns vegar færa. Auðvitað varð hún skelfingu lostin á þingsetningardaginn. Og auðvitað varð hún viðþolslaus af ótta stefnu- ræðukvöldið. En hugleysi og heigulsháttur eru ekki frambærilegar skýringar þegar afsaka þarf lúalega framgöngu gagnvart þeim sem veikast standa. Haust í Öskjuhlíð. Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.