SunnudagsMogginn

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 2010næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    262728293012
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

SunnudagsMogginn - 17.10.2010, Blaðsíða 42

SunnudagsMogginn - 17.10.2010, Blaðsíða 42
42 17. október 2010 S tjörnustríðið, sem höfundur þess, George Lucas, hefur gert að þekktasta merki kvikmyndasög- unnar og viðskiptalegu stórveldi sem teygir anga sína í nánast hvern af- kjálka jarðar, var ótrúlega fjarri því að hefja göngu sína með lúðrablæstri og söng. Það var árið 1975 sem Lucas fékk hugmyndina að bálkinum, hann var þá um þrítugt, með einn smell, American Graffiti (’73), að baki. Hann dugði lítt til að telja kvikmyndaverunum í Hollywood trú um að mylja bæri undir óhemju dýran og framúrstefnulegan vísindaskáldsögu- legan þriggja mynda bálk, sem Lucas hafði lengi gengið með í kollinum. Hann hét Star Wars og hugmyndin var engri ann- arri lík, sambland af gömlum B-myndum og teiknimyndasögum. Universal, sem framleiddi American Graffiti, vísaði hon- um tafarlaust á dyr með þeim huggunar- orðum að hann væri snælduvitlaus, og svipaðar móttökur fékk hann hjá Warner, Paramount ofl. Seinna kom í ljós að það voru stjórnendur þessara risavera sem voru kolgeggjaðir. Lucas barði upp á hjá 20th Century Fox, og viti menn, þar á bæ ríktu sem oftar framsýnir menn sem fjár- mögnuðu ævintýrið, sem enn teygir lop- ann og hefur malað ómælt gull á fjórða áratug og er við hestaheilsu. Því má skjóta inní til gamans að æ síðan hefur Luca átt í smálegum viðskiptum við aðra dreifing- araðila en Fox og eins og við manninn mælt, allt hefur það efni gengið brösulega. Þá er komið að ástæðunni fyrir þessum greinarstúf, en hún er sú að fyrir skemmstu tilkynnti Lucas að nýr og for- vitnilegur kafli er að bætast við Star Wars-ævintýrið. Hann segist hafa beðið árum saman eftir umtalsverðri byltingu í þrívíddartækni en ekkert gerðist sem kveikti áhuga hans fyrr en hann sá of- ursmell Camerons, Avatar. Þar með gat hann farið í gang með áratugagamlan draum um að endurgera kvikmyndabálk- inn í framúrskarandi þrívídd. Í öðru lagi hefur Lucas verið að bíða eftir nægilegum fjölda kvikmyndasala sem eru útbúnir með umræddri sýningartækni, þeir eiga að vera til staðar 2012. Nú um stundir eru 2-2.500 hús með útbúnaðinum en þeim fjölgar um 500 á mánuði og svipaða sögu er að segja frá öðrum heimshornum. Sem fyrr segir er það samt fullkomnari tækni sem tafið hefur endurvinnsluna. Samsung ræður ferðinni, kóreski hátæknirisinn hefur sett upp rösklega 50.000 tæki í öll- um heimshornum en nú er Sony vænt- anlegt með samkeppnishæfan tæknibún- að sem mun enn flýta þrívíddarvæðingunni. Það er óþarft að velta hugmyndinni lengi fyrir sér, Star Wars myndirnar með öllum sínum bardögum, geimskipum, stríðsmönnum og kynjaverum, auk Hans, Luke, Leiu og Chewbacca, eru sem kjörn- ar fyrir þrívíddina. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Lucas endurskoðar upprunalegu þrenninguna því hann eyddi um tug milljóna dala árið 1997, til að fríska upp á myndirnar sem hann tók á áttunda og níunda ártugnum, með því að bæta við atriðum og persónum þar sem hann tók CGI-tæknina í þjónustu sína. Ákveðið er að fyrsta þrívíddarmyndin verði að sjálfsögðu Episode I: The Phan- tom Menace. Síðan koma þær hver á fætur annarri, allar sex, og er Fox að sjálfsögðu dreifingaraðili þrívíddarmyndanna líkt og frummyndanna. Hefur verið rætt um að sýna eina endurgerða mynd á ári, við eig- um því von á endurnýjuðu Stjörnustríðs- æði sem mun standa allt fram til 2018. Það mun taka um tvö ár að endurgera hverja mynd með þrívíddartækninni. Félagarnir C-3PO, Obi-Wan-Kenobi og Logi geimgengill hressir að vanda. Reuters Stríðið sem aldrei ætlar að linna Þar koma engir talíbanar, Ísraels- eða Palestínumenn eða aðrar þjóðir við sögu, enda Stjörnustríðið – Star Wars, háð á tjaldinu. Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@heimsnet.is 2012-2018: Endurgerðir Star Wars bálksins til sýninga í þrívídd í kvikmyndahúsum. 2011 Star Wars (sjónvarpsþáttaröð, byggð á Episode I.-III., enn nafnlaus og í fram- leiðslu.) 2011 Star Tours: The Adventures Continue (Teiknimynda-sjónvarpsþáttaröð með CP3O, Darth Vader og Chewbacca.) 2008-2010 Star Wars: The Clone Wars (Sjónvarpsþáttaröð, 66 þættir.) 2009 Star Wars: The Force Unleashed – Ul- timate Sith Edition (Tölvuleikur) 2008 Star Wars: The Force Unleashed (Tölvuleikur) 2005 Star Wars: Episode III – Revenge of the Sith (Bíómyndin) 2002 Star Wars: Episode II – Attack of the Clones (Bíómyndin) 1999 Star Wars: Episode I – The Phantom Menace (Bíómyndin) 1987 Star Tours (Stuttmynd) 1985-1986 Ewoks (Sjónvarpsþáttaröð byggð á Star Wars, 26 talsins.) 1985 Ewoks: The Battle for Endor (Sjón- varpsmynd) 1984 The Ewok Adventure (Sjónvarpsmynd) 1983 Star Wars: – Return of the Jedi (Bíó- myndin, síðar auðkennd Episode VI) 1980 The Empire Strikes Back (Bíómyndin, síðar auðkennd Episode V.) 1977 Star Wars – Stjörnustríð (Bíómyndin, síðar kölluð Star Wars IV. – A New Hope) Þá eru ótaldar fjölmargar aukabúgreinar sem Lucasfilm hefur byggt á Stjörnustríðs- bálkinum, líkt og spil, leikir og bylting í fram- leiðslu fjölmargra leikfanga í tengslum við merkið. Ýmis fyrirtæki, ráðandi á sínu svið, líkt og ILM (Industrial Light and Magic og THX hljóðkerfið sem varð til sökum krafna um fullkomnari tækni í tengslum við tækni- vinnu og hljóðrás kvikmyndahúsa með til- komu tímamótaverkanna, Stjörnustríðs- myndanna. Viðskipta- veldið Star Wars Breski leikstjórinn John McTiernan má muna sinn fífil fegurri, en þessi heimskunni höfundur úrvals hasarmynda á borð við Die Hard, hefur verið sekur fundinn um að ljúga fyrir dómi í máli einkaspæjarans Anthony Pellicano, sem hefur viðurkennt hleranir og fjárglæfra í hneykslismáli sem skók kvik- myndaborgina. McTiernan var að hljóta árs fangelsisdóm en það er vægast sagt óvenjulegt að menn af hans stærðargráðu lendi í slíkri óhæfu. Hinn 59 ára gamli McTiernan laug að alríkislögreglunni árið 2006 um viðskipti sín við Pellicano, sem var réttnefndur einkaspæjari stórstjarn- anna í Hollywood. Pellic- ano viðurkenndi m.a. að hafa hlerað síma fram- leiðandans Chucks Ro- ven á sama tíma og McTiernan vann fyrir hann að gerð Rollerball, árið 2002. Samkvæmt fréttum er McTiernan talinn hafa sloppið ansi ódýrt frá málinu því hann harðneitaði allri ábyrgð þó hann ætti þess engan kost að afsanna sak- argiftir fyrir réttinum. Þessi eftirsótti kvik- myndagerðarmaður á að baki stórvirki og kassastykki í hrönnum, þ. á m., hina upp- haflegu Predator, The Hunt for Red October, The Thomas Crown Affair endurgerðina: The Last Action Hero, Die Hard (hans vin- sælasta verk), og Die Hard With Ven- geance, svo eitthvað sé nefnt. Dómarinn dæmdi leikstjórann að auki til greiðslu á 100 þúsund dala sekt og þriggja ára skilorð auk fangelsisvistarinnar. Pellicano var dæmdur fyrir tveimur árum fyrir 76 af 77 ákærum og hljóðaði dóms- orðið upp á 15 ár bak við múrinn. Þannig lauk einu umtalaðasta dómsmáli í kvik- myndaheiminum í áraraðir. McTiernan er eftirsóttur og virtur leikstjóri, sem hóf fer- ilinn á meistaraverkinu The Long Good Friday (’80), (sem Paul W. Anderson er að endurgera), og var sjálfur að hefja end- urgerð spennumyndarinnar Chase, sem Arthur heitinn Penn gerði á sínum tíma. Pel- licano var í innstu klíku fræga fólksins, sem leitaði ósjaldan til hans ef skítverka var þörf, símahlerana, persónunjósna osfrv. Hætt er við að ferill beggja sé í rúst, en þess má geta að lokum að stjarna McTiernans hefur farið heldur lækkandi undanfarin ár. saebjorn@heimsnet.is Af kvikmyndafólki John McTiernan Frægur leikstjóri sviptur frelsinu Kvikmyndir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Gerð af titli:
Flokkur:
Tungumál:
Árgangar:
4
Fjöldi tölublaða/hefta:
148
Gefið út:
2009-2012
Myndað til:
16.09.2012
Útgáfustaðir:
Lýsing:
SunnudagsMogginn kom út undir því nafni á tímabilinu október 2009 til október 2012 en þá var hætt að nota titilinn SunnudagsMogginn og þess í stað kom út nýtt blað Morgunblaðið - Sunnudagur þó án árgangs- og tölublaðsmerkingar.
Styrktaraðili:
Aðalrit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað: 17. október (17.10.2010)
https://timarit.is/issue/336478

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

17. október (17.10.2010)

Aðgerðir: