SunnudagsMogginn - 17.10.2010, Blaðsíða 28

SunnudagsMogginn - 17.10.2010, Blaðsíða 28
28 17. október 2010 H vaaað ertu að gera maður? Ertu orðinn vitlaus, ætlar þú að stoppa hér og taka mynd út um gluggann? Það er ómögulegt, það rignir beint upp í linsuna hjá þér og það verður ekki hægt að þurrka vatnið af henni. Það rignir svo mikið inn í bíl- inn, þetta er nú meeeira ruglið í þér,“ sagði hann gáttaður og dró seiminn. „Hvaaað eru menn að gera,“ hélt hann áfram. „Af hverju náðu þeir ekki í hestana í gær áður en það byrjaði að rigna og hvað eru menn að skilja þá eftir úti í hólm- anum? Þetta er alveg fáááránlegt. Hvaaað ertu að gera núna? Ætlar þú að nota þessa linsu? Það er ómögulegt, Raxi, þú nærð engum myndum með henni, ertu búinn að taka lokið frá linsunni, þú verður að taka það af! Hérna, smelltu einni á mína, ég er með zo- om-linsu, fimmhundruð millimetra linsu, ég sendi mynd- ina bara í bæinn á eftir. Hvaaað er þetta? Ætla þeir ekki að fara að bjarga hest- unum eftir hverju eru þeir eiginlega að bíða, jólunum? Þetta er alveg ómöögulegt.“ Siggi hættu smá stund, þú hristir allan bílinn með röfli, varð mér að orði, loksins þegar ég komst að. „Hvaaða vitleysa er þetta? Ætla þeir á gúmmíbát að bjarga hestunum, þeir bíta bara gat á bátinn og þá þarf að bjarga mönnunum líka, þeeetta er nú meiri vitleysan.“ Sigurður Sigmundsson bóndi og fréttaritari Moggans til margra ára er alveg dásamlegur þegar hann er í þessum ham. Hann getur búið til heila úlfaldahjörð úr einni mý- flugu. Maður brosir ekki út í annað þegar Siggi er í þess- um ham, heldur nær brosið aftur fyrir eyrun, maður er bókstaflega í hláturkasti. Siggi er stórskemmtilegur maður, það verður ekki frá honum tekið, og flinkur ljósmyndari. Allt er þetta vel meint og kappið hjá Sigga er svo mikið þegar hann er að reyna að ná myndum að hann verður al- veg ómögulegur þar til hann er kominn með einhverjar myndir. Alltaf þegar eitthvað stendur til á Suðurlandi hringi ég í Sigga, hann er eins og alfræðiorðabók í sveitinni þegar eitthvað fréttnæmt er á seyði. Oftar en ekki sæki ég Sigga og nota hann sem viðmið og til að sýna stærðarhlutföll á myndum þegar enginn fer út úr húsi í vondum veðrum. Það verður að vera líf á myndunum. Stundum stríðir Sig- tryggur Sigtryggsson fréttastjóri mér á því hvort ég sé með uppblásinn Sigga í skottinu á bílnum til þess að vera viðmið á mynd, ég á svo margar myndir af honum á gangi úti í móa. Við vorum í ausandi rigningu við Litlu-Laxá og um 130 hestar fastir út í miðju stórfljóti. Yfirborð árinnar hafði hækkað um fjóra metra og þetta var eins og að horfa yfir haf, vatnsflaumurinn var svo mikill. Björgunarmenn úr Hrunamannahreppi og frá Laug- arvatni voru að gera sig klára að sigla út í hólmann, þar sem hestarnir stóðu hálfir á kafi í vatni og kólnuðu hratt. Það varð að bjarga þeim, annars færi illa. Bændur og björgunarsveitarmenn höfðu hraðar hend- ur, það var töluverður vindur, nánast skýfall á köflum og ekkert lát á vatnsveðrinu. Við biðum við árbakkann. Það var ekkert annað hægt að gera en bíða og vona að hestarnir næðu landi. Björg- unarmenn reyndu allt sem þeir gátu, drógu folald á eft- ir bátnum, hestarnir eltu og byrjuðu að synda í land. Það var barist á móti veðrinu, birtan hvarf hratt og það Hesta- stóð í háska Undir lok árs 2006 lentu um 130 hross í sjálfheldu vegna vatna- vaxta í Hvítá, Stóru og Litlu-Laxá á Suðurlandi. Ekki var hlaupið að því að koma þeim á þurrt. Brúin eins og eyja í beljandi ánni miðri. Sagan bak við myndina Ragnar Axelsson rax@mbl.is Kristín Erla Ingimarsdóttir frá Unnarkotsholti tekur á móti hestinum sínum, Molda, þegar hann kemur í land. Björgunarsveitarmenn á Molda varð sem betur fer ekki meint af volkinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.