SunnudagsMogginn - 17.10.2010, Blaðsíða 23
17. október 2010 23
Hrossakjöt
er herra-
mannsmatur
Þ
á er komið að árlegu hrossablóti okkar
Skagfirðinga hjá Svönu og Tótu á Hótel
Varmahlíð í samstarfi við Sögusetur ís-
lenska hestsins. Það er við hæfi að aðrir
landsmenn taki þátt í þessari skemmtilegu veislu
sem löngu er orðið uppselt í með því að elda fol-
aldakjöt á grillinu sem fer nú væntanlega von
bráðar að fá hvíld eftir gott grillsumar. Einhverjum
gæti þótt það skrítið að Skagfirðingar sem oft eru
taldir bestu vinir hestsins geri þetta, en það sýnir
vel hvað Skagfirðingar eru opnir og jákvæðir, þeir
flykkjast á hverju ári til að borða margrétta kvöld-
verð sem búinn er til úr afurðum íslenska hestsins.
Sumir hér á höfuðborgarsvæðinu eru með glósur
á hestamenn um að þeir séu að leika sér með mat-
inn en ég held að þetta fari bara vel saman og rétt
sé að njóta matarins til fullnustu eins og garð-
yrkjubændur sem nostra við matjurtirnar sum-
arlangt og uppskera síðan að hausti.
Hrossakjöt er og hefur lengi verið herramanns-
matur hér á Íslandi sem og annars staðar, til dæmis
borga Norður-Ítalir meira fyrir kílóið af góðu
hrossakjöti en nautakjöti. Einnig má nefna að í As-
íu þykir vel feitt hrossakjöt sérlega góður matur.
Ég hef oft baunað því á Húsvíkinga að þeir ættu að
taka Skagfirðinga sér til fyrirmyndar og halda al-
mennilega hvalaveislu þar sem hvalaskoðun,
hvalaréttir, hvalasögur, hvalarímur, hvalasöngvar
og annað tengt ræður ríkjum, en það er önnur
saga.
Hér á eftir kemur skemmtileg grilluppskrift fyrir
lengra komna:
Beikonvafðar heilgrillaðar hrossalundir með
perlulauk, sveppum, grilluðum kartöflum og
rauðvínssósu
fyrir 4 til 6 manns
1,5 kg hrossalundir
½ kg beikon (fitulítið)
6 stk. bökunarkartöflur (stórar)
200 g sveppir (litlir)
250 g perlulaukur (ferskur)
2 msk. rósmarín (ferskt)
3 msk. timjan ( ferskt)
1 fl rauðvín
100 g smjör
1 dl ólífuolía
½ dl rauðvínsedik
½ l nautasoð
Hreinsið sinina af lundunum og vefjið beik-
onsneiðunum þétt utan um kjötið. Gott er að gera
þetta kvöldið áður og pakka lundunum þá vel inn í
plastfilmu. Hitið upp að suðu helminginn af rauð-
víninu ásamt helmingnum af edikinu, ögn af
rósmarín og salti. Setjið perlulaukinn (óflysjaðan)
út í rauðvínsblönduna og geymið í kæli yfir nótt.
Matarþankar
Friðrik V.
Morgunblaðið/Skapti
Tveimur dögum fyrir kosningar gafst blaðamanni færi á að sækja fram-
boðsfund stærsta flokksins í Republika Srpska, SNSD, sem hefur ver-
ið að færa sig upp á skaftið með harðri aðskilnaðarstefnu. Um 20.000
manns sóttu útifundinn og hlýddu á frambjóðendur hafna Sarajevó
sem höfuðborg og boða aðskilnað frá Bosníu og Hersegóvínu.
Síðasti ræðumaður kvöldsins var Milorad Dodik, þá forsætisráð-
herra Republika Srbska og nú forseti, eftir kosningarnar. Dodik hefur
ítrekað ýjað að því að halda eigi þjóðaratkvæðagreiðslu meðal Bosníu-
Serba um sjálfstæði frá Bosníu og í febrúar á þessu ári samþykkti
serbneska þingið lög sem greiða leiðina að þjóðaratkvæðagreiðslu. Í
þessu felst talsverð ögrun gagnvart sambandsríkinu en hingað til hafa
yfirlýsingar Dodiks þó verið orðin tóm. Ef af slíkri þjóðaratkvæða-
greiðslu verður gæti það kveikt ófriðarbál að nýju. Dodik var mátulega
fagnað á framboðsfundinum og ljóst að boðskapur hans um aðskilnað
á góðan hljómgrunn meðal Bosníu-Serba. Stjórnmálaáhugi almennings
er þó ekki meiri en svo að flestir fundargestir voru í raun mættir til að
berja augum poppsöngkonuna Svetlönu Ražnatovic eða Cecu, sem
tróð upp í lokin.
Ceca er vinsælasti tónlistarmaður Bosníu-Serba og ekkja serbneska
stríðsherrans Željkos Ražnatovic, öðru nafni Arkan. Herflokkur hans,
Tígrarnir, vann mörg voðaverk í Bosníu og Króatíu í nafni „þjóðern-
ishreinsana“ og var Arkan eftirlýstur af stríðsglæpadómstól Samein-
uðu þjóðanna (ICTY) fyrir glæpi gegn mannkyni. Hann var myrtur árið
2000 áður en kom til réttarhalda. Stríðsglæpir hans eru öllum kunnir
en það breytir engu um vinsældir ekkju hans. Á framboðsfundinum nú
í byrjun október uppskar Ceca mun meiri fagnaðarlæti en stjórn-
málamennirnir, sem fengu þó að baða sig í frægðarljóma hennar.
Hvort sem það var henni að þakka eða ekki vann SNSD kosninga-
sigur í Republika Srpska. Í kjölfarið gaf Dodik þá yfirlýsingu til fjölmiðla
að hann hefði engan hug á því að vinna að vegsemd Bosníu-
Hersegóvínu á kostnað serbneska hlutans. Niðurstöður kosninganna
urðu Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tilefni til að
sækja landið heim. Átti hún fundi með nýkjörnum ráðamönnum í vik-
unni og hvatti þá til að láta af þjóðernishyggju til að hraða framþróun
landsins.
Aðskilnaðarsinnar unnu sigur
landflótta. Á síðustu árum hefur mikill
árangur náðst í uppbyggingu samfélags-
ins en afleiðingar stríðsins eru samt enn
alltumlykjandi. Sveitir landsins eru með
ólíkindum fallegar en hálfhrunin, yf-
irgefin hús og virk jarðsprengjusvæði
setja mark sitt á fegurðina. Alþjóðleg við-
vera er enn mikil í landinu og Evrópu-
sambandið og Nató hafa virkt eftirlit með
framgangi mála. Þegar allt kemur til alls
vilja íbúar Bosníu og Hersegóvínu þó fá að
ákveða framtíð sína sjálfir án inngrips.
Minningu stríðsins halda þeir hátt á lofti í
þeirri von að það endurtaki sig aldrei.
stríðslok. Það er dapurlegt að ganga á milli legsteina mörghundruð ungra manna sem allir dóu á tímabilinu frá 1992-1995.
REUTERS
Selena Celovic hefur fengið nóg af stríði en
segir suma telja að það brjótist aftur út.