SunnudagsMogginn - 17.10.2010, Side 44

SunnudagsMogginn - 17.10.2010, Side 44
44 17. október 2010 Hin gagnmerka rokksveit My Morning Jacket snýr brátt aftur með sinn sjötta hljóðversgrip í farteskinu. Segist sveitin ætla aftur til rót- anna en upptökur standa yfir í kirkju í Lou- isville um þessar mundir. Það er Tucker Martine (The Decemberists) sem sér um að snúa tökkum og draga sleða á plötunni. Platan er áætluð til útgáfu næsta vor og seg- ir bassaleikarinn, Tom „Two-Tone Tommy“ Blankenship að platan verði rólegri og af- slappaðri en síðustu verk, minni meira á fyrstu þrjár plötur þessarar gæðasveitar. My Morning Jacket snýr aftur My Morning Jacket er klár í bátana. David Bowie er meistari mikill. Keppendur í X-Factor-þáttaröðinni munu syngja lag Davids Bowie, „Heroes“ og kem- ur það út á smáskífu 7. nóvember. Guð hjálpi okkur. Aðrar, og betri fréttir, eru þær að Bowie mun gefa út bók fyrir jólin sem kall- ast Bowie: Object. Innihaldið er myndir eftir Bowie, af alls konar tagi og hefur útgáfan verið staðfest af opinberri vefsíðu kappans. Mun hún m.a. koma út í margs konar litum þannig að pyngja sannra Bowie-aðdáenda mun léttast þónokkuð í kjölfarið. Fleiri bæk- ur eiga víst að koma út í kjölfarið. En herra Bowie, á ekkert að fara að gera tónlist? (Síð- asta plata, Reality, kom út 2003). Breitt yfir Bowie og bók á leiðinni R obyn og Hercules and Love Affair eru líkast til „stærstu“ bönd Airwaves í ár, Bombay Bicycle Club og Everything Everything ábyggilega þau heitustu en ef við ættum að einblína á tónlistarlega vigt, myndi ég hiklaust sirka út Londonsveitina Tunng. Raf- kennd þjóðlagatónlist hennar (folk-tronica, eins og það er víst kallað) er heillandi, melódísk og framsækin í senn og grefur í enskan þjóðlagaarf á sama tíma og nýjasta tækni og vísindi liggja til grundvallar. „Ég elska þessa tónlist“ „Við erum nú bara að flytja í nýtt æfingahúsnæði,“ segir Mike Lindsay, einn af forsprökkum Tunng. Hann er nett móður og másandi, skvaldur í bak- grunni og maður eiginlega heyrir það í gegnum símann að hann heldur á pappakassa með gítarsn- úrum í einni hendi og á farsíma í hinni. Eftir að hafa skipst á kurteisishjali útskýrir Mike þennan samslátt ólíkra tónlistargeira fyrir blaðamanni „Tjaa … þetta byrjaði hjá mér og Sam (Genders, sem nú er hættur). Hann var að semja lög á kassa- gítar á meðan ég var að fikta við raftónlist. Og þetta þróaðist mjög náttúrlega hjá okkur: áður en við vissum af vorum við búnir að gefa út plötu.“ Lindsay viðurkennir að hann hlusti mikið á gamla enska þjóðlagarokktónlist, eins og Pent- angle og Fairport Convention. „Ég elska þessa tónlist, en þetta er samt ekki eitthvað sem ég ólst upp við. Þessi tónlist er hluti af uppvexti fólks sums staðar í landinu, einkanlega úti á landi.“ Borgar ekki reikningana Lindsay segist vinna við tónlist öllum stundum, hann semji við kvikmyndir m.a. en Tunng nái ekki að borga alla reikninga, ekki enn að minnsta kosti. „Bandið er nú ekki það frægt, en við eigum harðsnúna aðdáendur á ólíklegustu stöðum. Fólk sem kemur á tónleika er líka á öllum aldri. Við er- um ekki mjög svöl hljómsveit (hlær) og er ekki boðið á neinar verðlaunaafhendingar til dæmis. Nei, ég er nú bara að grínast, við erum aðallega að hugsa um að búa til tónlist, það er nú svo einfalt.“ Við þetta kvöddumst við með kurt og pí og ég bað þennan vin minn vel að lifa. Óskaði honum velfarnaðar í nýju æfingahúsnæði og öruggs flugs yfir Atlantsála. Annars treður Tunng upp í Lista- safni Íslands - Hafnarhúsi kl. 21.30 í kvöld, laug- ardagskvöld. Láttu sjá þig, þú sérð ekki eftir því … Lífrænt/rafrænt Enska sveitin Tunng leik- ur á Airwaves, en sam- sláttur hennar á raf- tónlist og þjóðlagatónlist er æði merkilegur Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Nýjasta verk Tunng, And Then We Saw Land, er þeirra fjórða. Á plötunni er meiri áhersla lögð á lífrænu hliðina en áður; sem- sagt stafrænu dútli er ýtt til hliðar á „kostn- að“ lifandi hljóðfæra og meira gert af því að dýrka upp anda enska þjóðlagarokksins. Tunng-sérkennin eru þó yfir og allt um kring sem fyrr, og eiginlega stórmerkilegt að finna megi svona grasvæna tónlist í Austur- London, af öllum stöð- um. Landi náð Tónlist Vertu með röðina í beinni í símanum Taktu stöðuna á m.ring.is áður en þú leggur í hann. Ring myndavélar við helstu tónleikastaðina á Airwaves sýna þér ástandið svo þú eyðir sem minnstum tíma í röð. Hvernig virkar? Á upplýsingasíðum um hvern stað á m.ring.is er hlekkur á myndavélarnar. E N N E M M / S ÍA / N M 4 3 9 9 2 Í boði fyrir alla Ring viðskiptavinir borga ekkert aukagjald fyrir umferð í gegnum m.ring.is en streymi á tónlist telur sem 3G niðurhal. Viðskiptavinir annarra fjarskiptafyrirtækja greiða sínum þjónustuaðila fyrir gagnaumferð skv. þeirra verðskrá.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.