SunnudagsMogginn - 17.10.2010, Blaðsíða 41
17. október 2010 41
S
agan á bak við vínhúsið El Coto er nokkur sérstök. Það á sér einungis nokk-
urra áratuga sögu en varð á skömmum tíma að vinsælasta framleiðenda
Rioja-vína á Spáni. Það var hópur einstaklinga úr vínbransanum sem stofn-
aði fyrirtækið árið 1970 og fyrstu vínin sáu dagsins ljós árið 1975. Fljótlega
lenti fyrirtækið hins vegar í fjárhagslegum erfiðleikum og Banco Union, helsti kröfu-
hafinn, valdi þriggja manna teymi til að koma fyrirtækinu á beinu brautina.
Það gekk svo vel að þegar komið var fram á níunda áratuginn var El Coto orðið
leiðandi á spænska markaðnum þegar Riojavín voru annars vegar.
El Coto er að finna í Oyon rétt við bæjarmörk
Logrono, höfuðborgar Rioja. Þar raða sér upp
nokkrir af þekktustu vínframleiðendum Rioja hlið
við hlið. Greinilegt er að Coto hefur verið að
stækka ört því byggingu eftir byggingu hefur ver-
ið bætt við á síðustu árum og fermetrarnir undir
þaki eru orðnir 50 þúsund. Í geymslum fyrirtæk-
isins liggur vín á um 85 þúsund tunnum og um
sex milljónir flaskna hvíla í hillunum og bíða þess
að ná tilhlýðilegum aldri. Árlega þarf að kaupa inn
10-12 þúsund nýjar tunnur sem gerir El Coto einn
stærsta viðskiptavin tunnuframleiðenda í heim-
inum.
Langstærstur hluti tunnanna er smíðaður úr
amerískri eik en fyrir því er löng hefð í Rioja.
Þrátt fyrir látlaust yfirbragð bygginganna kem-
ur fljótt í ljós að hér er um framúrstefnulegt vínfyrirtæki að ræða. Gífurleg áhersla er á
að allir ferlar séu skýrir og fylgt er nákvæmum aðferðum við öll stig framleiðslunnar.
Allar byggingar eru hannaðar til að draga sem mest úr helstu skaðvöldunum: birtu,
hita og raka og sex manna fullkominn rannsóknarstofa sér um að fylgjast með öllum
þróunarstigum vínsins. Sumum nágrönnum El Coto finnst stundum fulllangt gengið í
smámunaseminni og kalla El Coto „þýska vínhúsið“ sín á milli. Meira að segja er
gengið svo langt að merkja hverja flösku með leysigeisla þannig að hægt sé að rekja
hana nákvæmlega ef einhver galli kemur upp. Þá er hægt að sjá nákvæmlega hvaðan
korkurinn kom sem var notaður í flöskuna, hvenær tappað var á hana og úr hvaða
tanki vínið kom.
Töluverð þróun hefur orðið á víngerðinni og það má m.a. merkja á hvítvínum og
rósavínum El Coto, sem hafa breyst mjög til batnaðar á síðustu árum. Ekki síst hefur
verið áberandi merkjanleg breyting frá 2007 árganginum en þá var tekin upp ný að-
ferð við víngerðina þar sem þrúgurnar eru kældar niður strax og þær hafa verið tínd-
ar til að viðhalda ferskleikanum í ávextinum. Þessi sama aðferð er einnig notuð við
rauðvínin Coto Vintage.
Samkvæmt reglum er heimilt að nota sjö þrúgur við ræktun vína í Rioja. Rauðu
þrúgurnar Tempranillo, Graciano, Mazuelo og Garnacha. Hvítu þrúgurnar sem leyfi-
legt hefur verið að nota eru Malvasia, Viura og Garnacha Blanca. Mikið hefur verið
rætt og deilt um það hvort leyfa eigi fleiri þrúgur og ákveðnar tilslakanir hafa verið
gerðar þegar menn nota utanaðkomandi þrúgur í „tilraunaskyni“.
Fyrir skömmu var hins vegar ákveðið að slaka á reglunum og leyfa notkun á ut-
angarðsþrúgum upp í allt að 49% af blöndunni. El Coto hefur ákveðið að nýta sér
þetta og verður eitt fyrsta vínhúsið til að setja ný vín á markaðinn þegar breytingin
tekur gildi árið 2013.
Verið er að rækta upp ekrur með þrúgunum Chardonnay, Sauvignon Blanc og Ver-
dejo. Vínið úr þeim verður hins vegar ekki notað til að leysa hið klassíska Coto Blanco
af hólmi heldur verður sett á laggirnar nýtt hvítvín sem mun endurspegla hinar nýju
þrúgur. Þótt það liggi ekki fyrir er hugsanlegt að notað verði sama konsept og liggur
að baki víninu Coto Vintage, sem kom á markaðinn fyrir nokkrum árum.
Því var ætlað að koma til móts við neytendur sem vildu ferskar og ávaxtadrifnari
Rioja, það er vín sem væri meira í stíl við Nýjaheimsvín en hefðbundin Rioja.
Næst: Einnar ekru Rioja
Vín
Coto-vínin eru í senn klassísk og nútímaleg. Þau eru flest hver úr
amerískri eik og hafa fengið langa geymslu. Hér eru þrjú dæmi um
ólíka stíla El Coto.
Coto Crianza 2007. Þetta er grunnvínið sem Spánverjar sjálfir
drekka í ómældu magni ár hvert. Þrúgurnar koma frá Rioja Ala-
vesa, ávöxturinn hreinn, ungur og djúpur. Einfaldur og vel gerður
standard Rioja. 1.899 krónur
Coto Vintage 2005. Þessu víni er ætlað að höfða til þeirra
sem drekka ekki vín mjög oft og sækjast meira eftir mjúkum,
ávaxtadrifnum vínum en eikuðum og þroskuðum. Þetta er mjúk-
ur og þægilegur Rioja. Ameríska eikin er ekkert að fela sig en
hún er öll á mýktina og sætleikann í þessu víni, sem var víst
fyrsta Rioja-vínið sem var tappað á flöskur með skrúfutappa.
1.899 krónur.
Coto de Imaz Reserva 2004 er massíft og mjúkt vín úr þrúgum
frá Rioja Alta. Vínið hefur legið 24 mánuði á amerískri eik. Djúpt,
tannískt og kryddað með þroskuðum dökkum berjum og balsamvið í nefi. Dæmigerður
nautasteikur-Rioja, sem borgar sig að umhella. 2.549 krónur.
Risi í Rioja
Vín 101
Þrítugasti hluti
Steingrímur Sigurgeirsson
El Coto: Vinsæll vínframleiðandi.
Fyrir tvo, eldunartími 30-40 mínútur
400 g lamb
1 meðalstór laukur
½" engiferrót
4 hvítlauksblöð
10 kóríanderlauf
2 stk. grænn chili
10 skeiðar olía
3 msk. rautt/hvítt edik
175 ml vatn
1 msk. tómatpaste
½ sesamfræ
½ skeið misted seed
2 bay-lauf
1" kanill
4 stk. negull
8 svört piparkorn
3 kardimommur
100 g jógúrt
Bætið við salti eftir smekk, blandið kryddið og
berið á kjötið. Marinerið í kæli í þrjár klukku-
stundir.
Setjið olíu á pönnu. Bætið lauknum, bay-
laufunum, negulnum, engiferinu og hvítlauknum
við þegar pannan er orðin heit. Stillið á með-
alhita. Hrærið vel í þangað til laukurinn er orðinn
mjúkur.
Bætið kjötinu út á og eldið með laukblöndunni
þangað til það er orðið brúnt. Bætið vatni út á og
eldið með lokið á þangað til suðan kemur upp.
Látið krauma þangað til kjötið er orðið mjúkt.
Stillið aftur á meðalhita, eldið í 3-4 mínútur og
hrærið stöðugt, bætið chili og kóríander við.
Berið fram heitt með basmati-hrísgrjónum.
Masala-kjöt
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fiskrétturinn Tawa Macha er vinsæll.