SunnudagsMogginn - 17.10.2010, Blaðsíða 53
17. október 2010 53
Í
nýjustu ljóðabók sinni, sem
er jafnframt hennar fjórða,
yrkir Gerður Kristný um
nöfnu sína Gerði Gym-
isdóttur úr Skírnismálum. Gerð-
ur Gymisdóttir er jötnamey og
fær Freyr augastað á henni þar
sem hann situr í Hliðskjálf.
Skírnir, skósveinn Freys, sækir
hana til Jötunheima fyrir hús-
bónda sinn og
hefur Gerður
lítið um þenn-
an ráðahag að
segja.
Þar sem ég
þekki ekki
sögu Gerðar
Gymisdóttur
vel finnst mér eini galli bók-
arinnar að það skuli ekki fylgja
útdráttur úr henni í bók-
arbyrjun, aðallega fyrir forvitn-
issakir.
Lítil vitneskja um efni Skírn-
ismála kemur þó ekki í veg fyrir
að maður njóti bókarinnar, yrk-
ingar Gerðar Kristnýjar eru
nefnilega mjög áhrifamiklar.
Hún yrkir í stíl og andrúmslofti
hinna fornu Skírnismála án þess
að falla í þann pytt að yrkja á
þeirra hátt, þetta er á nútíma-
máli.
Í Blóðhófnir dregur Gerður
Kristný upp afar fallega en um
leið ógnvekjandi sögu með fáum
orðum. Þeir sem sjá ekki söguna
birtast í huganum, eins og kvik-
mynd í bíóhúsi, þegar þeir lesa
bókina ættu að láta athuga haus-
inn á sér. Kveðskapurinn er af-
skaplega myndrænn.
Það er Gerður Gymisdóttir
sem segir frá og fangar Gerður
Kristný sorg hennar, gleði og ör-
væntingu vel. Við lesturinn
skynjaði ég ást Gerðar á heimili
sínu, Jötunheimum, náttúrunni,
fjölskyldunni og hversu sátt og
saklaus hún var áður en Freyr
„pantaði“ hana til sín. Þegar
Gerður gerir sér grein fyrir val-
kostum sínum sem eru engir,
það er Freyr eða helvíti, fékk ég
sting í hjartað yfir örvæntingu
hennar. Angist hennar er áþreif-
anleg þegar hún þarf að yfirgefa
föðurhúsin gegn vilja sínum og
hvernig hún tærist í sundur hjá
Frey en örlítinn sólargeisla finn-
ur hún aftur er hún elur son.
Síðu eftir síðu við lesturinn
undraðist ég hversu fá orð geta
haft mikil áhrif. Þetta eru glæsi-
legar og fallegar yrkingar hjá
Gerði Kristnýju. Ljóðabækur
gerast ekki betri en Blóðhófnir.
Áhrifamikil
Ljóðabók
Blóðhófnir bbbbb
Eftir Gerði Kristnýju. Mál og menning
2010.
Ingveldur Geirsdóttir
Í Blóðhófnum fangar Gerður
Kristný sorg, gleði og örvæntingu.
Í væntanlegri sjálfsævisögu sinni
staðfestir Keith Richards, gítar-
leikari og helsti lagasmiður
rokksveitarinnar Rolling Ston-
es, það sem marga hefur grun-
að: Mick Jagger er óþolandi. Bók
Richards, Life, kemur úr 26.
október næstkomandi, en í
henni rekur hann meðal annars
samstarfið við Jagger sem hefur
staðið frá því þeir hittust á
brautarstöðinni í Dartford í
Kent fyrir hálfri öld. Í kjölfar
þess fundar stofnuðu þeir
hljómsveit sem hefur starfað
nánast sleitulaust síðan.
Eins og Richards rekur söguna
slettist upp á vinskap þeirra fyr-
ir áratugum og samskiptin eru
engin nema þau sem varða
hljómsveitina. Hvað hana varð-
ar þá sitja þeir nú við samninga-
borð samstarfsmennirnir og
skipuleggja næstu tónleikaferð,
en ekki er ljóst hvort og þá hve-
nær verður af henni.
Richards hefur áður sent Jag-
ger sneið og nægir að nefna
sólóskífuna Talk is Cheap (Gasp-
ur fæst frítt) sem flestir telja að
sé fast skot á félaga hans.
Í bókinni kemur einnig fram
að Richards er hættur allri
vímuefnaneyslu; hann hætti
þegar hann féll úr tré á Fídji-
eyjum fyrir fjórum árum.
Keith Richards er ekki frýnilegur, en hann er hreinskiptinn.
Jagger er óþolandi
Verið velkomin
LISTASAFN ÍSLANDS
Söfn • Setur • Sýningar
27. ágúst – 24. október 2010
Að elta fólk og
drekka mjólk
Húmor í íslenskri myndlist
Fjölskylduratleikur sunnudag
17. október kl. 14
Opið 12-17, fimmtudaga 12-21,
lokað þriðjudaga
www.hafnarborg.is
sími 585 5790
Aðgangur ókeypis
ÁR: málverkið á tímum
straumvatna
Sigtryggur Bjarni Baldvinsson
Þorvaldur Skúlason
Síðasta sýningarhelgi
sunnud. 17. okt. kl. 13
Gönguferð meðfram Varmá
Leiðsögn og upplestur kl. 15
OPIÐ: fi.-su. kl. 12-18
AÐGANGUR ÓKEYPIS
www.listasafnarnesinga.is
HveragerðiCars in rivers - ÓLAFUR ELÍASSON 16.9. - 7.11. 2010
Aðflutt landslag - PÉTUR THOMSEN 16.9. - 7.11. 2010
ÁFANGAR, verk úr safneign 16.5. 2010 - 31.12. 2012
Ókeypis aðgangur á sýninguna
SUNNUDAGSLEIÐSÖGN kl. 14
EFNI OG ÁSTÆÐUR - Ólafur Ingi Jónsson forvörður.
Ókeypis aðgangur í safnið alla miðvikudaga.
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600
OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga
Allir velkomnir! www.listasafn.is
ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ
Handritin – Saga þeirra og hlutverk um aldir.
ÍSLAND::KVIKMYNDIR 1904-2009. Þróun kvikmyndagerðar á Íslandi.
Um 100 íslenskar kvikmyndir, sem hægt er að skoða í fullri lengd.
„Íslendingar“. Ljósmyndasýning Sigurgeirs Sigurjónssonar og Unnar
Jökulsdóttur.
Þjóðarsálin fönguð í myndum og texta.
Þjóðin og náttúran. Íslensk dýralífsmynd fyrir börn og fullorðna.
Myndgerð: Páll Steingrímsson.
Í ljósi næsta dags. Sýning um þýðingarstörf, skáldverk og baráttumál
Sigurðar A. Magnússonar, rithöfundar.
ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ, Hverfisgötu 15, Reykjavík
Opið daglega kl. 11.00 -17.00. www.thjodmenning.is
Listasafn Reykjanesbæjar
LJÓS // NÓTT. Vinsamlega snertið.
Verk Guðmundar R. Lúðvíkssonar
Byggðasafn Reykjanesbæjar
Bátasafn Gríms Karlssonar
Opið virka daga 11.00-17.00
helgar 13.00-17.00
Aðgangur ókeypis
reykjanesbaer.is/listasafn
VÍKINGAHEIMAR
Skipið Íslendingur og
sögusýning
- Söguleg skemmtun
VÍKINGABRAUT 1
- REYKJANESBÆ
Opið alla daga
frá 11:00 til 18:00
Sími 422 2000
www.vikingaheimar.com
info@vikingaheimar.com
„SIGGA HEIMIS“
11.9.2010 - 30.1. 2011
Leiðsögn sunnudag 17. okt.
kl. 14.
Sýnishorn úr Safneign
Opið alla daga nema mánudaga
kl. 12-17.
Verslunin Kraum í anddyri
og kaffiveitingar.
Garðatorgi 1, Garðabær
www.honnunarsafn.is
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
LISTASAFN ASÍ
2.-24. október 2010
SPOR
Listhjúkkurnar Anna Hallin og
Ósk Vilhjálmsdóttir opna
sýninguna SPOR laugardaginn
2. október klukkan 15:00.
Opið 13-17 alla daga
nema mánud.
Aðgangur ókeypis
Freyjugötu 41, 101 Rvk
www.listasafnasi.is
GEYSISSTOFA –
MARGMIÐLUNARSÝNING
Í nútímalegu margmiðlunar-
safni á Geysi er að finna
margskonar fróðleik um
náttúru Íslands.
OPIÐ: alla daga 10.00-17.00.
AÐGANGSEYRIR: 1.000 KR.
Afsláttur fyrir námsmenn,
eldri borgara og hópa
Geysir í Haukadal, sími 480 6800
www.geysircenter.is
Fjölbreyttar sýningar:
Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár
Sögustaðir – í fótspor W.G. Collingwoods
Endurfundir – fornleifasýning fyrir alla fjölskylduna
Klippt og skorið – um skegg og rakstur
Fram til fortíðar – frá Byggðasafninu Hvoli, Dalvík
Fjarskiptasafnið við Suðurgötu
Opið sunnudaga 11-17
Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200,
www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is