SunnudagsMogginn

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 2010næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    262728293012
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

SunnudagsMogginn - 17.10.2010, Blaðsíða 53

SunnudagsMogginn - 17.10.2010, Blaðsíða 53
17. október 2010 53 Í nýjustu ljóðabók sinni, sem er jafnframt hennar fjórða, yrkir Gerður Kristný um nöfnu sína Gerði Gym- isdóttur úr Skírnismálum. Gerð- ur Gymisdóttir er jötnamey og fær Freyr augastað á henni þar sem hann situr í Hliðskjálf. Skírnir, skósveinn Freys, sækir hana til Jötunheima fyrir hús- bónda sinn og hefur Gerður lítið um þenn- an ráðahag að segja. Þar sem ég þekki ekki sögu Gerðar Gymisdóttur vel finnst mér eini galli bók- arinnar að það skuli ekki fylgja útdráttur úr henni í bók- arbyrjun, aðallega fyrir forvitn- issakir. Lítil vitneskja um efni Skírn- ismála kemur þó ekki í veg fyrir að maður njóti bókarinnar, yrk- ingar Gerðar Kristnýjar eru nefnilega mjög áhrifamiklar. Hún yrkir í stíl og andrúmslofti hinna fornu Skírnismála án þess að falla í þann pytt að yrkja á þeirra hátt, þetta er á nútíma- máli. Í Blóðhófnir dregur Gerður Kristný upp afar fallega en um leið ógnvekjandi sögu með fáum orðum. Þeir sem sjá ekki söguna birtast í huganum, eins og kvik- mynd í bíóhúsi, þegar þeir lesa bókina ættu að láta athuga haus- inn á sér. Kveðskapurinn er af- skaplega myndrænn. Það er Gerður Gymisdóttir sem segir frá og fangar Gerður Kristný sorg hennar, gleði og ör- væntingu vel. Við lesturinn skynjaði ég ást Gerðar á heimili sínu, Jötunheimum, náttúrunni, fjölskyldunni og hversu sátt og saklaus hún var áður en Freyr „pantaði“ hana til sín. Þegar Gerður gerir sér grein fyrir val- kostum sínum sem eru engir, það er Freyr eða helvíti, fékk ég sting í hjartað yfir örvæntingu hennar. Angist hennar er áþreif- anleg þegar hún þarf að yfirgefa föðurhúsin gegn vilja sínum og hvernig hún tærist í sundur hjá Frey en örlítinn sólargeisla finn- ur hún aftur er hún elur son. Síðu eftir síðu við lesturinn undraðist ég hversu fá orð geta haft mikil áhrif. Þetta eru glæsi- legar og fallegar yrkingar hjá Gerði Kristnýju. Ljóðabækur gerast ekki betri en Blóðhófnir. Áhrifamikil Ljóðabók Blóðhófnir bbbbb Eftir Gerði Kristnýju. Mál og menning 2010. Ingveldur Geirsdóttir Í Blóðhófnum fangar Gerður Kristný sorg, gleði og örvæntingu. Í væntanlegri sjálfsævisögu sinni staðfestir Keith Richards, gítar- leikari og helsti lagasmiður rokksveitarinnar Rolling Ston- es, það sem marga hefur grun- að: Mick Jagger er óþolandi. Bók Richards, Life, kemur úr 26. október næstkomandi, en í henni rekur hann meðal annars samstarfið við Jagger sem hefur staðið frá því þeir hittust á brautarstöðinni í Dartford í Kent fyrir hálfri öld. Í kjölfar þess fundar stofnuðu þeir hljómsveit sem hefur starfað nánast sleitulaust síðan. Eins og Richards rekur söguna slettist upp á vinskap þeirra fyr- ir áratugum og samskiptin eru engin nema þau sem varða hljómsveitina. Hvað hana varð- ar þá sitja þeir nú við samninga- borð samstarfsmennirnir og skipuleggja næstu tónleikaferð, en ekki er ljóst hvort og þá hve- nær verður af henni. Richards hefur áður sent Jag- ger sneið og nægir að nefna sólóskífuna Talk is Cheap (Gasp- ur fæst frítt) sem flestir telja að sé fast skot á félaga hans. Í bókinni kemur einnig fram að Richards er hættur allri vímuefnaneyslu; hann hætti þegar hann féll úr tré á Fídji- eyjum fyrir fjórum árum. Keith Richards er ekki frýnilegur, en hann er hreinskiptinn. Jagger er óþolandi Verið velkomin LISTASAFN ÍSLANDS Söfn • Setur • Sýningar 27. ágúst – 24. október 2010 Að elta fólk og drekka mjólk Húmor í íslenskri myndlist Fjölskylduratleikur sunnudag 17. október kl. 14 Opið 12-17, fimmtudaga 12-21, lokað þriðjudaga www.hafnarborg.is sími 585 5790 Aðgangur ókeypis ÁR: málverkið á tímum straumvatna Sigtryggur Bjarni Baldvinsson Þorvaldur Skúlason Síðasta sýningarhelgi sunnud. 17. okt. kl. 13 Gönguferð meðfram Varmá Leiðsögn og upplestur kl. 15 OPIÐ: fi.-su. kl. 12-18 AÐGANGUR ÓKEYPIS www.listasafnarnesinga.is HveragerðiCars in rivers - ÓLAFUR ELÍASSON 16.9. - 7.11. 2010 Aðflutt landslag - PÉTUR THOMSEN 16.9. - 7.11. 2010 ÁFANGAR, verk úr safneign 16.5. 2010 - 31.12. 2012 Ókeypis aðgangur á sýninguna SUNNUDAGSLEIÐSÖGN kl. 14 EFNI OG ÁSTÆÐUR - Ólafur Ingi Jónsson forvörður. Ókeypis aðgangur í safnið alla miðvikudaga. Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600 OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga Allir velkomnir! www.listasafn.is ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ Handritin – Saga þeirra og hlutverk um aldir. ÍSLAND::KVIKMYNDIR 1904-2009. Þróun kvikmyndagerðar á Íslandi. Um 100 íslenskar kvikmyndir, sem hægt er að skoða í fullri lengd. „Íslendingar“. Ljósmyndasýning Sigurgeirs Sigurjónssonar og Unnar Jökulsdóttur. Þjóðarsálin fönguð í myndum og texta. Þjóðin og náttúran. Íslensk dýralífsmynd fyrir börn og fullorðna. Myndgerð: Páll Steingrímsson. Í ljósi næsta dags. Sýning um þýðingarstörf, skáldverk og baráttumál Sigurðar A. Magnússonar, rithöfundar. ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ, Hverfisgötu 15, Reykjavík Opið daglega kl. 11.00 -17.00. www.thjodmenning.is Listasafn Reykjanesbæjar LJÓS // NÓTT. Vinsamlega snertið. Verk Guðmundar R. Lúðvíkssonar Byggðasafn Reykjanesbæjar Bátasafn Gríms Karlssonar Opið virka daga 11.00-17.00 helgar 13.00-17.00 Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn VÍKINGAHEIMAR Skipið Íslendingur og sögusýning - Söguleg skemmtun VÍKINGABRAUT 1 - REYKJANESBÆ Opið alla daga frá 11:00 til 18:00 Sími 422 2000 www.vikingaheimar.com info@vikingaheimar.com „SIGGA HEIMIS“ 11.9.2010 - 30.1. 2011 Leiðsögn sunnudag 17. okt. kl. 14. Sýnishorn úr Safneign Opið alla daga nema mánudaga kl. 12-17. Verslunin Kraum í anddyri og kaffiveitingar. Garðatorgi 1, Garðabær www.honnunarsafn.is ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS LISTASAFN ASÍ 2.-24. október 2010 SPOR Listhjúkkurnar Anna Hallin og Ósk Vilhjálmsdóttir opna sýninguna SPOR laugardaginn 2. október klukkan 15:00. Opið 13-17 alla daga nema mánud. Aðgangur ókeypis Freyjugötu 41, 101 Rvk www.listasafnasi.is GEYSISSTOFA – MARGMIÐLUNARSÝNING Í nútímalegu margmiðlunar- safni á Geysi er að finna margskonar fróðleik um náttúru Íslands. OPIÐ: alla daga 10.00-17.00. AÐGANGSEYRIR: 1.000 KR. Afsláttur fyrir námsmenn, eldri borgara og hópa Geysir í Haukadal, sími 480 6800 www.geysircenter.is Fjölbreyttar sýningar: Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár Sögustaðir – í fótspor W.G. Collingwoods Endurfundir – fornleifasýning fyrir alla fjölskylduna Klippt og skorið – um skegg og rakstur Fram til fortíðar – frá Byggðasafninu Hvoli, Dalvík Fjarskiptasafnið við Suðurgötu Opið sunnudaga 11-17 Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað: 17. október (17.10.2010)
https://timarit.is/issue/336478

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

17. október (17.10.2010)

Aðgerðir: