SunnudagsMogginn - 17.10.2010, Blaðsíða 14

SunnudagsMogginn - 17.10.2010, Blaðsíða 14
14 17. október 2010 Æ tli það sé ekki best að vera sæmilega uppfærður í myndatökunni.“ Gissur Ó. Erlingsson beinir tali sínu að langafastráknum sínum, sem brýnir raustina þegar hann samþykkir, enda við- mælandinn farinn að tapa heyrn: Jú, vissulega, þótt það sé kannski óþarfi að vera alveg dragfínn, falleg peysa myndi duga, eða hvað? Nei, gamli maðurinn er harður á því að við svona tækifæri sé jakki hið eina rétta. Hann veit sem er að myndatakan er ein- stök – nú á að mynda sex ættliði sam- ankomna í fyrsta sinn en vegna útlegðar langafabarnsins og nýbakaðs afa, Ólafs Kjartans Sigurðarsonar óperusöngvara, hefur það ekki verið hægt síðan nýjasti ættliðurinn, Bragi litli, leit dagsins ljós í febrúar. Það er undarleg tilhugsun að afinn fyrir framan mig eigi langafa á lífi, en sú stað- reynd gerir þann síðarnefnda lengri en flesta. Gissur er enda eini íslenski langa- langalangafinn sem vitað er um að hafi náð að hitta barnabarnabarnabarnabarn sitt síðustu áratugi og þótt lengra væri leitað aftur í aldir. Hann hlær líka sam- sinnandi þegar það dettur upp úr mér að þetta sé nú orðin meiri langavitleysan! „Ég er fæddur 21. mars 1909, svo ég er kominn vel á 102. árið,“ segir Gissur þegar við höfum komið okkur fyrir í góðum stólum í herberginu hans á Seljahlíð. „Fæðingarstaðurinn var Brúnavík, sem er fyrsta víkin sunnan við Borgarfjörð eystra og dálítið krummaskuð. Borgarfjörðurinn sjálfur er hins vegar afskaplega falleg sveit. Mamma mín, Kristín Jónsdóttir, fæddist þar, á Gilsárvöllum í miðri sveitinni, beint á móti Desjarmýri sem er frægur kirkju- staður. Hún var í hópi þriggja systra sem áttu einn bróður, bráðefnilegan mann, en hann drukknaði í Seltjörn þegar hann var 18 ára. Hann var að slá niður staur þegar Hef ekki sóst eftir langlífi Það er ekki daglegt brauð að sex ættliðir komi sam- an til myndatöku. Það gerðist þó í síðustu viku þegar lengsti afi á Ís- landi, Gissur Ó. Erlings- son og fimm afkomendur hans létu mynda sig saman, en 101 ár er milli þess yngsta og ættar- höfðingjans sem rifjar upp tímana tvenna í samtali við Sunnudags- moggann. Texti: Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is Ljósmyndir: Ómar Óskarsson omar@mbl.is Þeir félagar, Gissur og Bragi eiga ekki í nokkr- um vandræðum með samskiptin, þótt 101 ár skilji þá að í aldri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.