SunnudagsMogginn - 17.10.2010, Blaðsíða 14
14 17. október 2010
Æ
tli það sé ekki best að vera
sæmilega uppfærður í
myndatökunni.“ Gissur Ó.
Erlingsson beinir tali sínu að
langafastráknum sínum, sem brýnir
raustina þegar hann samþykkir, enda við-
mælandinn farinn að tapa heyrn: Jú,
vissulega, þótt það sé kannski óþarfi að
vera alveg dragfínn, falleg peysa myndi
duga, eða hvað?
Nei, gamli maðurinn er harður á því að
við svona tækifæri sé jakki hið eina rétta.
Hann veit sem er að myndatakan er ein-
stök – nú á að mynda sex ættliði sam-
ankomna í fyrsta sinn en vegna útlegðar
langafabarnsins og nýbakaðs afa, Ólafs
Kjartans Sigurðarsonar óperusöngvara,
hefur það ekki verið hægt síðan nýjasti
ættliðurinn, Bragi litli, leit dagsins ljós í
febrúar.
Það er undarleg tilhugsun að afinn fyrir
framan mig eigi langafa á lífi, en sú stað-
reynd gerir þann síðarnefnda lengri en
flesta. Gissur er enda eini íslenski langa-
langalangafinn sem vitað er um að hafi
náð að hitta barnabarnabarnabarnabarn
sitt síðustu áratugi og þótt lengra væri
leitað aftur í aldir. Hann hlær líka sam-
sinnandi þegar það dettur upp úr mér að
þetta sé nú orðin meiri langavitleysan!
„Ég er fæddur 21. mars 1909, svo ég er
kominn vel á 102. árið,“ segir Gissur þegar
við höfum komið okkur fyrir í góðum
stólum í herberginu hans á Seljahlíð.
„Fæðingarstaðurinn var Brúnavík, sem er
fyrsta víkin sunnan við Borgarfjörð eystra
og dálítið krummaskuð. Borgarfjörðurinn
sjálfur er hins vegar afskaplega falleg sveit.
Mamma mín, Kristín Jónsdóttir, fæddist
þar, á Gilsárvöllum í miðri sveitinni, beint
á móti Desjarmýri sem er frægur kirkju-
staður. Hún var í hópi þriggja systra sem
áttu einn bróður, bráðefnilegan mann, en
hann drukknaði í Seltjörn þegar hann var
18 ára. Hann var að slá niður staur þegar
Hef ekki
sóst eftir
langlífi
Það er ekki daglegt brauð
að sex ættliðir komi sam-
an til myndatöku. Það
gerðist þó í síðustu viku
þegar lengsti afi á Ís-
landi, Gissur Ó. Erlings-
son og fimm afkomendur
hans létu mynda sig
saman, en 101 ár er milli
þess yngsta og ættar-
höfðingjans sem rifjar
upp tímana tvenna í
samtali við Sunnudags-
moggann.
Texti: Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is
Ljósmyndir: Ómar Óskarsson omar@mbl.is
Þeir félagar,
Gissur og Bragi
eiga ekki í nokkr-
um vandræðum
með samskiptin,
þótt 101 ár skilji
þá að í aldri.