SunnudagsMogginn - 17.10.2010, Blaðsíða 20

SunnudagsMogginn - 17.10.2010, Blaðsíða 20
20 17. október 2010 Þ egar Cynthia Enloe var í doktorsnámi í stjórn- málafræði rannsakaði hún heri og hvarflaði ekki að henni að hugsa um konur í því sam- bandi. Nú er hún prófessor í stjórnmálafræði við Clark-háskóla í Worcester í Massachusetts og leggur áherslu á konur í rannsóknum sínum. „Ég hef einfaldlega áhuga á öllum eftirmálum stríðs, reynslu almennings, fjölskyldna og því, sem gerist í huga fólks, og einnig uppbyggingunni svo horft sé á víðara samhengi. Ég vil tengja fortíð og nútíð vegna þess að ég held að reynslan úr fortíðinni hafi áhrif á það hvernig við meðhöndlum eftirmál stríðs á okkar tímum.“ Þegar fjallað er um stríð í sögubókum sjást varla konur. „Þær hverfa,“ segir hún. „Ég held að það hafi vakið áhuga minn. Ég lærði stjórnmálafræði og þegar ég var að vinna doktorsverkefnið mitt stóð Víetnamstríðið yfir. Ég sér- hæfði mig í Suðaustur-Asíu og horfði þar einkum á stríð, pólitík á stríðstímum, pólitík í herjum, þá sérstaklega í sambandi við uppruna, hver fær að verða yfirmaður og hver ekki, hverjir eru kvaddir í heri og hverjir eru útilok- aðir. Í sjö ár rannsakaði ég pólitíkina á bak við uppruna og kynþætti í herjum og ég tók aldrei eftir því að ég væri að rannsaka karla,“ segir hún og hlær eins og hún trúi ekki eigin orðum. „Það var ekki eins og ég hefði tekið meðvit- aða ákvörðun um að konur skiptu ekki máli, ég hugsaði bara ekki út í það.“ Afhjúpuð með atriðisorðaskrá Enloe segir að það hafi ekki verið fyrr en hún fór að vinna atriðisorðaskrá bókar, sem hún var að vinna 1980 að augu hennar opnuðust. „Ég var að vinna við friðarrann- sóknastofnunina í Ósló og var farin að eignast vini sem voru femínistar,“ segir hún. „Ég sat á kaffihúsi síðdegis að haustlagi og það var farið að skyggja eins og núna og þurfti að fara að skila af mér. Allt í einu áttaði ég mig á að femínistunum vinum mínum yrði ofboðið þegar þeir sæju að ekki væri ein einasta kona í atriðisorðaskránni. Þegar þessir vinir mínir fara í bókabúð og velta fyrir sér hvort þeir eigi að eyða peningum í bók, skoða þeir atrið- isorðaskrána til að athuga hvort konur séu nefndar. Ef ekki er ástæðulaust að eyða peningunum. Ég sá þær fyrir mér í bókabúðinni að fletta í skránni í bókinni minni án þess að finna konur neins staðar.“ Enloe kembdi bókina í leit að björgunarhring og fann tvo staði þar sem konur voru nefndar, annars vegar í tengslum við her Ródesíu og hins vegar suðurafríska her- inn. Eftir þetta varð ekki aftur snúið auk þess sem nem- endur hennar í Clark-háskóla þrýstu á hana og aðrar konur í deildinni að bjóða upp á námskeið í kvennafræð- um og fjalla um konur og heri. Falinn hlutur kvenna í stríði Enloe byrjaði að skoða hlut kvenna í herjum. Þá var lítið farið að skrifa um efnið, en eitthvað til í skjalasöfnum. „Það var mikið efni að hafa um heimsstyrjöldina síðari og borgarastríðið í Bandaríkjunum þar sem margar konur dulbjuggu sig sem karla beggja vegna víglínunnar,“ segir hún. „Ég komst að því að ríkisstjórnir, karlar, sem móta stefnuna, notuðu konur mjög markvisst í flestum stríð- um. Þeir gerðu það hikandi, tóku aðeins ógiftar konur, notuðu þær aðeins í ákveðin hlutverk, sem þeir töldu kvenlegri en önnur. Saga kvenna í stríðshjúkrun var heil- mikil, en ég hafði aldrei veitt henni neina athygli. Nú vit- um við hins vegar að sjúkraþjónusta er grundvallarhluti þess hvernig stríð eru nú háð. Þetta hefur verið ljóst síðan á nítjándu öld, einkum frá stríðinu á Krímskaga um miðja öldina. Þar lét hin nafntogaða Florence Nightingale að sér kveða. Ég hafði aldrei tekið hana alvarlega, en komst að því að hún var mjög klár og gerbylti sjúkraþjónustu á víg- vellinum. Hún var alvörustjórnandi.“ Enloe segir að hún hafi ekki bara komist að ýmsu um þátt kvenna, heldur einnig hvernig karlarnir á bak við stríðin notuð konur til að heyja þau. „Konurnar höfðu þrátt fyrir þetta ekkert um stríðs- reksturinn að segja,“ segir hún. „Það er farið með þær eins og þær séu „bara konur“, það er hægt að nota þær sem hjúkrunakonur eða þegar komið var fram í seinni heimsstyrjöld sem ritara til að reka hernaðarvélina, en karlarnir stjórnuðu stríðsrekstrinum.“ Bardaginn vígi karlmannsins Enloe segir að það sé mjög misjafnt hvað konur gegni veigamiklu hlutverki í stríði. „Ég hef meðal annars spurt mig hvað felist í þessu furðufyrirbæri, bardaga, sem konur mega ekki taka þátt í, og komist að því að skilgreiningin er eins og harm- onika,“ segir hún. „Þegar þeir sem stjórna stríðinu – karlar – telja að þeir hafi yfir nógu mörgum körlum að ráða er skilgreiningin á bardaga, sem konur geta ekki tekið þátt í, höfð mjög víð. Þegar hins vegar hallar undan fæti og þeir eru búnir með nýliðana snýst dæmið við og skilgreiningin á bardaga verður þröng vegna þess að þeir þurfa á konum að halda til að gera nánast allt. Þeir geta samt sagt: Ekki hafa áhyggjur, við erum að vernda kven- leikann, konum er ekki teflt fram í bardögum.“ Enloe bendir á að stefna þeirra herja, sem nú eru í Afg- anistan undir merkjum Atlantshafsbandalagsins, sé mjög mismunandi. „Bandaríkjaher er staðráðnastur í að halda konum frá öllu því, sem kallast bardagi. En síðan endurskilgreina þeir öll þessi hlutverk, sem geta verið mjög hættuleg, og segja að þau séu ekki bardagahlutverk. Þetta er mjög stofnanalegt og allt til þess gert að vernda kvenleikann. Hollendingar hafa hins vegar gefist upp á því að útiloka konur frá bardaga og sömuleiðis Kanadamenn. Á borði er þetta ekki þannig, en samkvæmt lögum og reglugerðum er ekki gert upp á milli hlutverka kynjanna í þessum löndum. Í Bandaríkjunum ræður þingið ferðinni. Íhalds- menn á þingi fylgjast með varnarmálaráðuneytinu og passa upp á að það fari ekki yfir strikið. Oft reyna hins vegar yfirmenn á vettvangi að sneiða fram hjá skilgrein- ingunum og nota konur þar sem þeir geta og það veldur þingmönnunum heima fyrir áhyggjum.“ Áhyggjur af karlmennskunni Enloe hugsar sig um þegar hún er spurð hvað valdi þing- mönnunum þessum áhyggjum. „Það eru kynjamálin, er það ekki?“ spyr hún. „Þeir hafa miklar áhyggjur af karlmennskunni. Þeir vilja ekki að ekki sé til neitt afmarkað svæði þar sem þeir geta sannað karlmennsku sína og það er þegar allt kemur til alls bardagi, föðurhlutverkið og hermennska. Þetta er það sem er eftir í mörgum af okkar samfélögum sem þeir geta bent á og sagt: Þetta geta konur ekki gert.“ Svo er hin hliðin á peningnum: „Ég held að þeir hafi einnig áhyggjur af hinu kvenlega. Það er mikið í húfi að Kvenleikinn og síðasta vígi karlmennskunnar Cynthia Enloe hefur rannsakað konur og stríð, þátt kvenna í hernaði og hlutverk þeirra á stríðstímum og eins þegar átök- unum er lokið. Enloe ræddi við Morgunblaðið um það hvernig glíman við eftirstöðvar stríða í löskuðum samfélögum hefur verið einkavædd og sett í hendur kvenna og sjálfskipaða útverði síðasta vígis karlmennskunnar. Karl Blöndal kbl@mbl.is Árið 2000 samþykkti öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ályktun 1325 um konur, frið og öryggi. Markmiðið með ályktuninni er að auka hlut kvenna í að koma á friði eftir átök. „Kvennréttindakonur, sem höfðu unnið á átakasvæðum, stóðu að baki því að semja ályktunina,“ segir Enloe. „Þessar konur höfðu fylgst með atburðarásinni á meðan stríð stóðu yfir og hvernig þeim lauk með krampakenndum hætti. Þær fóru að ræða hvernig horft var framhjá þörfum og hæfileikum kvenna þegar átökum var að ljúka og verið var að koma á friði. Þetta átti sérstaklega við í frið- arviðræðum. Viðtekið er að við samningaborðið séu allar hinar stríðandi fylkingar. Menn gefa sér að mest þurfi á fólkinu, sem hrapaði í stríð, að halda til að koma á friði. En þessar kvenréttindakonur sögðu að þetta væri rangt, konurnar, sem hefðu séð um að halda samfélaginu sam- an og koma á friði í grasrótinni þyrftu að vera við borðið. Þær hefðu hæfileika, sem nýttust í friðarviðræðum. Álykt- un 1325 felur því ýmislegt í sér og öll löndin, sem sitja í öryggisráðinu, samþykktu hana þannig að það öll aðild- arríki Sameinuðu þjóðanna ættu að fara eftir henni.“ Í ályktuninni er kveðið á um að konur eigi að vera virkir þátttakendur í friðarferlinu og reynsla kvenna í stríði verði að vera á borðinu þegar rætt sé um uppbyggingu að stríði loknu og er þar ekki aðeins átt við kynferðisglæpi gegn konum. Í þriðja lagi er kveðið á um að konur verði að vera virkar í stjórnkerfinu þegar farið verður að byggja upp, í ráðuneytum, hjá lögregluembættum, herjum og svo fram- vegis. Sjaldnast er farið eftir ályktuninni en Enloe bendir þó á Líberíu þar sem Ellen Sirleaf Johnson er forseti. „Ástæðan er ekki bara sú að hún er forseti heldur er hún með femíníska vitund, sem hún nýtir við að koma á sátt í samfélaginu og byggja upp,“ segir hún. „Það er erfitt að fylgja þessu eftir í Líberíu, en þar er mikið að gerast, ekki bara vegna þess að Sirleaf er forseti, heldur vegna þess að í stríðinu léku konur svo stórt hlutverk í að halda þjóðfélaginu gangandi.“ „Nú í október eru tíu ár liðin frá því að ályktunin var samþykkt og kvennasamtök eru nú að skipuleggja ým- islegt til að vekja athygli á tíu ára afmæli hennar, fara yfir hvað hafi unnist, hvað hafi ekki tekist og spyrja hvers vegna það sé svona erfitt að framkvæma ályktun 1325 og gera konur að raunverulegum þátttakendum í að koma á friði.“ Konur, friður og öryggi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.