SunnudagsMogginn - 17.10.2010, Blaðsíða 4

SunnudagsMogginn - 17.10.2010, Blaðsíða 4
4 17. október 2010 „Sú kynslóð fótboltamanna sem nú er að koma fram á Íslandi er öðruvísi en við höfum átt að venj- ast. Við höfum alltaf átt marga mjög kröftuga stráka; algjöra nagla, en þessir eru öðruvísi enda hafa sumir þeirra farið mjög ungir út og fengið góða þjálfun allt árið. Tækni og móttaka bolta er til dæmis miklu betri en almennt hefur verið í gegnum árin,“ segir Ásgeir Sigurvinsson um landslið 21 árs og yngri, hópinn sem í vik- unni tryggði sér sæti í úr- slitakeppni Evrópumótsins. Ásgeir bendir líka á að nú sé bygging knattspyrnuhúsanna að skila sér. Þótt menn fari ekki utan geti þeir æft við mjög góðar að- stæður allan ársins hring. „Ég hef séð marga stráka sem eru frábær- ir með boltann, á námskeiðum í Knattspyrnuakademíunni.“ Ásgeir segir greinilegt að ís- lensku landsliðsstrákarnir séu jarðbundnir. „Þeir vita að þótt lið- ið komist á EM er ekki þar með sagt að Ísland muni rústa lið ann- arra þjóða í framtíðinni! Landinn er stundum dálítið fljótur á flug … En þessi árangur eflir að sjálf- sögðu starfið hér heima og bjart getur verið framundan.“ „Öðruvísi leikmenn en við höfum átt að venjast“ Gylfi hleypir af í Edinborg og stuttu síðar flaug boltinn efst í markhornið. Ljósmynd/SNS Group G ylfi konungur var blekktur illilega í Snorra-Eddu Sturlusonar en Gylfaginn- ing hin síðari er með öðrum formerkj- um; Gylfi dagsins í dag er ekki fáfróður eins og sá sem skrapp til Valhallar. Gylfi Sigurðsson kann ýmislegt fyrir sér í knattspyrnufræðunum sem öðrum er hulið; unun er að sjá hann líða framhjá mótherjunum og hann er þegar orðinn þekktur fyrir sín föstu en hnitmiðuðu skot. Síðara mark Gylfa í sigri ungmennalandsliðsins gegn Skotum á þriðjudaginn er eflaust með þeim glæsilegri sem leikmaður skrýddur landsliðstreyju Íslands hefur gert. Einsdæmi? Ásgeir Sigurvinsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði og síðar landsliðsþjálfari, átti glæsilegan feril í Vest- ur-Þýskalandi; varð meistari með VfB Stuttgart vorið 1984 og kjörinn leikmaður ársins það keppn- istímabil. Frábær leikmaður og útnefndur besti knattspyrnumaður Íslands frá upphafi í kjöri á veg- um KSÍ og Stöðvar 2 fyrir nokkrum misserum. Ásgeir var þekktur fyrir þrumufleyga á sínum tíma. „Gylfi er hörkustrákur. Hann sýndi flotta takta með Reading en ég bjóst samt satt að segja ekki við honum svona öflugum í Þýskalandi. Hann hefur byrjað ótrúlega vel með Hoffenheim; að koma inn á í tveimur leikjum í þýsku deildinni og skora beint úr aukaspyrnu í þeim báðum er frábært!“ sagði Ásgeir í samtali við Sunnudagsmoggann en Gylfi gekk til liðs við þýska liðið á dögunum. „Gylfi sýndi það hjá Reading að hann er ekki bara góður skotmaður með hægri því hann er líka með frábæran vinstri fót. Það er sjaldgæfur hæfileiki að vera svona góð skytta með báðum fótum og mjög merkilegt hjá jafnungum leikmanni. Ég held það sé hreinlega einsdæmi,“ segir Ásgeir. Gylfi er ekki sérlega fljótur en er einkar laginn við að skipta um gír á réttum tíma, segir Ásgeir. Hann hefur góðar hraðabreytingar eins og það heitir á fótboltamáli. „Það sést vel þegar hann tekur á móti bolta og fer framhjá mönnum,“ segir Sigi, eins og Sigurvinsson var kallaður á sínum tíma. Aldrei að vita nema stuðningsmenn Hoffenheim noti sama gælunafn á Sigurðsson. „Það er greinilega bjart framundan hjá honum en fólk verður að passa sig á því að búa ekki til of mikl- ar væntingar strax.“ Gylfi í frábærum höndum Hugarfarið skiptir miklu máli, segir Ásgeir; að leik- maðurinn sé reiðubúinn að vinna stöðugt í því að bæta sig. „Þó að hann sé orðinn góður núna er mik- ið eftir. Gylfi er ekki orðinn fullþroskaður fótbolta- maður en ég veit að hann er í frábærum höndum hjá Ralf Rangnick.“ Ralf þessi er þjálfari 1899 Hoffenheim en sá á sín- um tíma um unglingastarfið hjá VfB Stuttgart og þeir Ásgeir þekkjast því vel. „Hoffenheim er fjöl- skylduvænn klúbbur í litlu bæjarfélagi, sem ég held að henti Gylfa mjög vel núna. Það er mikil áskorun fyrir hann að spila í Þýskalandi en ef hann kemst ekki í byrjunarliðið alveg strax verða menn að hafa í huga að hjá félaginu eru hörkuleikmenn; landsliðs- menn víða að. En það verður mjög spennandi að fylgjast með Gylfa. Hann er greinilega agaður leik- maður og ég er viss um að það hentar honum vel að spila í þýsku deildinni,“ segir Ásgeir. Gylfaginning hin síðari Mjög hæfileikaríkur en ekki gera of miklar væntingar strax Gylfi Sigurðsson fagnar fyrra markinu í sigurleiknum í Edinborg í vikunni. Ljósmynd/SNS Group Ásgeir Sigurvinsson í síðasta landsleiknum; 2:1 sigri á Tyrkjum á Laugardalsvelli í september 1989. Morgunblaðið/Bjarni Eiríksson Vikuspegill Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is „Ég hitti boltann ansi vel og hann bara söng í „sammar- anum“ sagði Gylfi eftir seinna markið sitt í Edinborg. Annar talaði um Samma frænda. Þar er átt við samskeytin; þar sem þversláin og stöngin mætast, efst í markhorninu. Hér fagnar Aron Einar Gunn- arsson Almari Ormarssyni eft- ir sigurmark hans gegn Skot- um hér heima. Það var líka skot í “Sammarann“... „Sammarinn“ www.noatun.is Nóatúni Nýttu þér nóttina í Verslanir Nóatúns eru opnar allan sólarhringinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.