SunnudagsMogginn - 17.10.2010, Síða 10

SunnudagsMogginn - 17.10.2010, Síða 10
10 17. október 2010 F ræg er bandaríska setningin „There is no such thing as a free lunch“, sem útleggst á okkar ylhýra: „Það er ekki til neitt sem heitir ókeypis hádegisverður.“ Þessi gamla klisja úr bandarísku stjórnmálunum hefur oft komið upp í huga mér að undanförnu, í sambandi við þá umræðu sem hefur skyggt á alla aðra umræðu svo ofurlengi – umræðuna um skuldir heimila, einstaklinga og fyrirtækja. Eins og liggur í augum uppi felur setningin það í sér að það er ekki hægt að fá nein verðmæti fyrir ekkert; það er vitanlega alltaf einhver eða einhverjir sem á endanum borga, peningar eru jú ekkert annað en ávísun á verðmæti. Þessi gamla klisja og sannleiksgildi hennar, sem ég er sannfærð um að er mikið, er held ég nokkuð sem allt of fáir skuldarar á Ís- landi geri sér sér grein fyrir. Vitanlega vita þeir það innst inni, en þeir vilja bara að það sé einhver annar, ekki þeir sjálfir, sem borgi brúsann fyrir þá. Nú liggur t.d. fyrir að ef farin væri sú leið að lækka höfuðstól verðtryggðra lána um 18%, eins og hagsmunasamtök heimilanna hafa gert kröfu um, þýddi það kostnað upp á 222 milljarða króna. Hvar á að taka þá millj- arða? Hver á að borga fyrir slík- an gjörning? Er einhverjum öðr- um til að dreifa en okkur skattgreiðendum þessa lands? Á að taka erlent lán fyrir niður- greiðslunni, sem kemur svo í hlut unga fólksins, barnanna okkar og barnabarna, að borga? Getur verið að það sé eitthvað til í því sem Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagði í Kastljósi sjónvarpsins á miðvikudag í síðustu viku? Þar vakti hann athygli á því að það hefðu svo ótrúlega fáir sem væru í greiðslu- erfiðleikum leitað til banka og lánastofnana til þess að kanna hvort þau úrræði sem þegar hefur verið komið á laggirnar, í sam- vinnu banka, stjórnvalda og Alþingis, um greiðsluaðlögun, fryst- ingu lána, frestun og lengingu í lánum, að hann undraðist það. Hann velti því fyrir sér, hvort stór hópur fólks væri bara að bíða eftir að einhver töfralausn á vandanum birtist handan við hornið. Hann spurði hvort það gæti verið að svo háttaði til og benti um leið á að engar slíkar töfralausnir væru til. Ég er oft og einatt mjög ósammála fjármálaráðherra í málflutn- ingi hans, en í þessum efnum get ég ekki annað en íhugað hvort hann hafi ekki heilmikið til síns máls. Vissulega er ég í hópi skuldara. En ég hvorki get né vil gera kröfu til þess að aðrir axli þær skuldbindingar sem ég hef und- irgengist, með fullri vitund og fullri meðvitund. Með þessu er ég alls ekki að gera lítið úr fjárhagsvanda þess fólks sem sér ekki fram úr því að geta haldið húsnæði sínu, er at- vinnulaust og sér ekki fram á að geta brauðfætt sig og sína. Það er vitanlega ömurleg tilhugsun og enginn skyldi gera lítið úr slíkum erfiðleikum. En er það ekki svo, eins og Gunnar Smári Egilsson skrifaði merka grein um í Viðskiptablað Morgunblaðsins á fimmtudaginn í síðustu viku, að séreignastefna stjórnvalda hvað varðar húsnæðiseign á hér stóran hlut að máli? Það að 85% íbúð- arhúsnæðis á Íslandi séu í séreign og einungis 15% leiguhúsnæði virðist vera gróflega hátt. Sennilega voru fjölmargir láglauna- menn og -konur hvött til þess að kaupa sér eigið húsnæði eftir að lánshlutfallið varð 90% og gerðu það, án þess nokkurn tíma að hafa efni á því. Gunnar Smári benti í grein sinni á að aðeins 52% íbúðar- húsnæðis í Þýskalandi væru í séreign og 48% væru leiguhúsnæði. Getur það ekki orðið hluti af varanlegri lausn á skuldavanda tug- þúsunda Íslendinga að ráðast markvisst gegn séreignarstefnunni og neyða bankana, eins og Gunnar Smári leggur til, til þess að byggja hér upp húsaleigufyrirtæki? Þannig ætti að vera hægt að hjálpa tugþúsundum Íslendinga til þess að komast úr séreigninni í öruggt leiguhúsnæði. Til að slíkt geti orðið verður að tryggja laga- grundvöll slíkra þjóðfélagsbreytinga í bak og fyrir, þannig að hér verði í raun stöðugur og öruggur leigumarkaður. Er þetta ekki eitthvað sem Guðbjartur Hannesson, heilbrigðis- og félagsmála- ráðherra, þarf að skoða sérstaklega? Ókeypis hádegisverður Agnes segir Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Gunnar Smári Egilsson Guðbjartur Hannesson ’ Þannig ætti að vera hægt að hjálpa tugþús- undum Íslendinga til þess að komast úr séreigninni í öruggt leiguhúsnæði. 7.30 Ég vaknaði við klukkuna en ákvað samt að taka tvö til þrjú „snooze“ þar sem ég fór seint að sofa kvöldið áður. Er bara nokkuð ánægður þennan morguninn og renni aðeins yfir verkefni dagsins í huganum yfir morgunmatnum. 8.22 Brunaði af stað í Lónið, með smá viðkomu á tveimur stöðum þar sem ég þurfti að ná í kokkajakka sem áttu að vera til- búnir og plexígler sem var verið að laga fyrir mig. Mér til mikilla vonbrigða voru jakkarnir vit- laust merktir og þeir gleymdu að laga plexíglerið fyrir mig. Það fauk aðeins í mig, trúði nú ekki að þessi dagur myndi verða svona. 9.10 Sem betur fer tók það hálftíma að koma sér í vinnuna, þannig að maður mætti skæl- brosandi og tilbúinn í átök dagsins. Alveg brjálað að gera í dag þar sem íslenska kokka- landsliðið er með 270 manna styrktarkvöldverð í kvöld og fullt af veislum yfir daginn. Svona dag þarf að skipuleggja vel svo allt gangi upp. Bara gaman. 11.30 Landsliðið byrjað að tínast í hús og vel farið að þrengja að mannskapnum í eldhúsinu. Allt er þó á áætlun en ekki laust við smá stress vegna 200 manna veislu sem byrjar um tvöleytið. 13.45 Allt er komið á yf- irsnúning. 15 mínútur í gestina og við eigum eftir að stilla upp öllum forréttunum. En eins og alltaf í eldhúsum þá reddast þetta og allt var klárt þegar gestirnir mættu. 15.14 Fékk mér tvöfaldan latte og fór inn í apabúr (skrif- stofan) til að gera lista yfir þau verkefni sem eftir voru, allt er þó á áætlun enda heill her af matreiðslumönnum í eldhús- inu. 16.00 Byrjuðum að stilla upp þeim réttum sem áttu að vera kaldir á diska og setja þá á diskarekka og inn á kæli. Það tók dágóðan tíma að telja diskana enda um 1400 stykki að ræða. Það er eins gott að eiga nóg af diskum fyrir svona al- vöru partí. 17.54 Allt klárt. Fengum okkur kaffi og byrjuðum að stilla upp eldhúsinu og keyrsluborð- inu. Eyþór og Gunni þjálfarar í landsliðinu fóru í að skrifa niður keyrsluplön svo allt færi nú rétt og fagmannlega fram. 20.00 Stressið farið að minnka enda allt búið að ganga samkvæmt áætlun og réttirnir farnir að tínast út hver af öðrum og veislugestirnir mjög ánægðir með allt saman. 23:30 Nú er fjör í húsinu, síðasti rétturinn farinn og bara eftir að þrífa og ganga frá áður en við í liðinu kíkjum aðeins fram og heilsum upp á gestina. Sumir gestirnir hafa aðeins fengið sér neðan í því og vilja endilega segja okkur hvernig maturinn hjá kokkalandsliðinu eigi að vera. 02.10 Pantaði mér lummu á leiðinni heim þar sem ég áttaði mig á því að ég var ekki búinn að borða bita yfir daginn. Kíkti á sjónvarpið yfir matnum, fékk mér svo einn kaldan áður en ég fór að sofa. Steinsofnaði svo áður en ég lagðist á koddann enda langur dagur að baki. Dagur í lífi Viktors Arnar Andréssonar, yfirmatreiðslumanns Bláa lónsins Morgunblaðið/Golli Landsliðið í Lóninu Ekki er heiglum hent að vefja ljónum um fingur sér. Starfs- menn dýragarðsins í Berlín létu sig þó ekki muna um það á föstudag, þegar þeir bræður Mi- ron og Nathan voru kynntir fyr- ir almenningi. Þeir eru af afrísku ljónakyni og fæddust í téðum dýragarði 26. ágúst síðastliðinn. Ekki verður annað séð en þeir bræður dafni vel en hætt er við að þeir styggist með aldrinum. Veröldin Ljúfir ljónhnoðrar Reuters

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.