SunnudagsMogginn - 17.10.2010, Side 50

SunnudagsMogginn - 17.10.2010, Side 50
50 17. október 2010 Lesbókviðtal G ardar Eide er talinn með eft- irtektarverðari listamönnum Norðurlanda og hann hefur hlot- ið alþjóðlega athygli fyrir verk sín. Gardar vinnur í ólíka miðla, tvívíða sem þrívíða, og má þar nefna skúlptúra, ljós- myndir, málverk, skjáverk og umferð- arkeilur. Verk hans eru hrá að sjá, máluð í svörtu og hvítu og má segja að útgangs- punktur verka hans á sýningunni séu ýmsar birtingarmyndir valds og uppreisnar. Blaðamaður hitti Gardar í Hafnarhúsinu í sumar þegar hann var að kynna sér sýning- arrýmið. Power has a Fragrance var sett upp í Astrup Fearnley listasafninu í Osló í maí sl. en tekur einhverjum breytingum í Hafnarhúsi, þar sem þónokkur munur ku vera á þessum tveimur sýningarrýmum. Gardar segir nær öll verkin á sýningunni ný af nálinni, nokkur verk þó fjögurra eða fimm ára en höfð með þar sem þau falli vel inn í heildarmyndina. „Flest verkanna gerði ég sérstaklega fyrir sýninguna en hún var ráðgerð fyrir tveimur árum. Þorra verkanna gerði ég á undanförnum þremur árum,“ segir Gardar. Lag eftir Death in June – Í hvað vísar titill sýningarinnar? „Þetta er titill á lagi eftir hljómsveitina Death in June. Mörg verka minna fjalla um sambandið milli einstaklingins og sam- félagsins, þær hömlur sem samfélagið setur frelsi einstaklingsins. Það sem ég kunni að meta við titilinn er að hann sýnir að vald er ekki bersýnilegt en maður finnur samt greinilega fyrir því. Ég vildi vinna með þessa hugmynd, hvernig vald er gefið í skyn frek- ar en sýnt greinilega.“ – Þú virðist almennt upptekinn af birt- ingarformum valds í verkum þínum og hvers konar öfgahegðun og -hópum. Þú hefur m.a. unnið verk um nýnasista, hug- myndir þeirra um „hvíta valdið“... „Það er einkennilegt að í Bandaríkjunum eru þessir hópar oft tengdir öðrum hópum sem andsnúnir eru alríkinu, vilja leggja al- ríkisstjórnina niður. Þessir hópar og fleiri sem ég nota eru dæmi um þrá mannsins eft- ir einstaklingsfrelsi, tilraunir til að öðlast slíkt frelsi sem fara þó út um þúfur, enda með sorglegum hætti,“ útskýrir Gardar. –Er eitthvert eitt grundvallarþema, ein grunnhugmynd, sem sameinar verkin á þessari sýningu? „Í raun ekki, ég vil ekki vinna þannig. Samtímalist virkar best þegar ákveðnir hlutir eru gefnir í skyn, ákveðið andrúms- loft skapað þannig að bitarnir passa ekki fullkomlega í púsluspilið. Ákveðin þemu má finna í sýningunni, eitt óljóst aðalþema og mörg undirþemu sem virka eins og stef. En þetta snýst um þessa hluti; hvernig frelsi mannsins eru settar hömlur, tenging sjálfs- ins við samfélagið og hvernig menn velja sér samfélag.“ Dagurinn sem breytti öllu Gardar flutti til New York 10. september 2001, degi áður en hryðjuverkaárásirnar voru gerðar á tvíturnana, World Trade Center. Gardar segist upplifa sem ákveðinn áratug tímabilið milli árásanna og þess að Barack Obama varð forseti Bandaríkjanna. Þetta tímabil hafði mikil áhrif á listsköpun hans. „Ég velti áhrifunum ekki fyrir mér á þessum tíma en þegar ég lít til baka held ég að þau séu greinileg. Það var merkilegt að búa í New York á þessum tíma, herbílar á götunum og vopnaðir hermenn í neðanjarð- arlestum. Það er ákveðinn samhljómur með því andrúmslofti og því sem við vorum að tala um, anganina af valdinu. Maður fann að undarlegt áfall var handan við hornið,“ seg- ir Gardar. Tilfinningin fyrir yfirvofandi valdbeitingu ríkisins hafi verið áþreifanleg. – En þú gerðir þó ekki verk beinlínis um atburðina 11. september, eða hvað? „Nei, en sá dagur hefur komið við sögu í nokkrum verka minna. Ég gerði t.d. nokkur verk tengd minjagripum sem seldir eru á netinu, þú getur látið prenta fyrir þig á stuttermabol mynd af tvíturnunum með texta að eigin vali,“ segir Gardar og finnst minjagripurinn greinilega nokkuð und- arlegur. – Þú ert líka mjög áhugasamur um karl- mennskuímynd Bandaríkjamanna, ímynd sem þú finnur kannski ekki í heimalandi þínu, Noregi... „Þú getur örugglega fundið hana í Noregi en þetta er bara svo öfgakennt í Bandaríkj- unum. Ég hef valið ákveðnar bandarískar manngerðir og notað sem dæmisögur. Ástæðan fyrir því er sú að mér fannst þær öfgakenndari og skýrari. Ég held þó að þessar langanir eða þrár séu frekar almenn- ar.“ – Þetta er áhugavert í ljósi þessa hversu „karlmannleg“ verkin þín eru; hörkuleg í svart/hvítu, býsna hrátt unnin og sum hver hratt... „Ég reyni að sýna fram á að sumu í gang- verki listastofnunarinnar svipar til gang- verksins utan hennar,“ skýtur Gardar inn í. „Ein af ástæðum þess að ég hef haft mikinn áhuga á hugmyndinni um útlagann er að hún endurspeglast í klisjunni um lista- manninn. Ég hef líka notað listamenn í verk mín, gert verk um Jackson Pollock, t.d, hann er þannig persóna.“ Vegfarendur eyðilögðu verkið – Þú settir upp verk eða sýningu upp á al- menningsvæði í Bergen árið 2000, undir berum himni, með listamanninum Matias Faldbakken en sýningin var eyðilögð af veg- farendum. Hvað gerðist eiginlega? „Hún var eyðilögð á einum degi. Bergen er ansi sérstök borg, á sér langa sögu sem verslunarborg og íbúar hennar eru afar stoltir af henni og afskaplega íhaldssamir. Þetta verk hét „Schlaraffenland“ og var byggt á germanskri þjóðsögu um Schlaraf- fenland, sem er reyndar kallað „land kók- aínsins“ á ensku. Í því landi er allt ókeypis, fólk má ekki vinna, svín ganga um götur og hafa þegar verið grilluð þannig að fólk getur fengið sér bita af þeim. Girðingarnar eru gerðar úr pylsum og þar frameftir götunum. Við unnum út frá sögunni og þegar við sýndum verkið var Bergen ein af menning- arborgum Evrópu. Bergenbúar kunnu alls ekki að meta þetta. Gamlar konur voru að eyðileggja skúlptúra!“ segir Gardar og hlær innilega. – Var matur að úldna á torgum? „Nei, þetta voru skúlptúrar, m.a. af litlum eggjum sem gengu um,“ svarar Gar- dar kíminn. Afar mikil vinna hafi farið í að vinna verkið, einhver sú mesta sem hann hafi nokkurn tíma lagt í eitt verk en svo hafi það aðeins fengið að standa í einn dag. „Við bjuggumst svo sem ekki við því að fólki myndi líka það en alls ekki að það myndi eyðileggja það.“ –Varð verkið betra fyrir vikið? „Að vissu leyti, þetta er skemmtileg saga,“ segir Gardar og hlær enn. Að lokum berst talið að því hvað sé framundan. „Ég tek þátt í nokkrum samsýningum hér og þar í haust, verð með einkasýningu í Japan í desember og aðra í Los Angeles í janúar. Það hefur verið nóg að gera undanfarið,“ segir Gardar og er önnunum feginn. Angan af valdi Power has a Fragrance er titill myndlistarsýningar íslenskættaða Norðmannsins Gardars Eide Einarssonar sem opnuð verður í Hafnarhúsi 21. október nk. Í verkum Gardars gætir meðal annars áhrifa frá götulist og pönktónlist. Myndlist Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.