SunnudagsMogginn - 17.10.2010, Page 13

SunnudagsMogginn - 17.10.2010, Page 13
17. október 2010 13 B andaríska hafnabolta- félagið Boston Red Sox hafði ekki unnið meistaratitilinn þar í landi í 84 ár þegar John W. Henry og viðskiptafélagar hans keyptu það árið 2002. Tveimur árum síðar rættist draumurinn; liðið varð „heimsmeistari“ eins og Bandaríkjamenn nefna lands- meistarana, og aftur fögnuðu þeir Boston-menn sigri 2007. Skylda mín að vinna Félagið New England Sports Ventures (NESV), sem er í meiri- hlutaeigu Henrys þessa, eign- aðist í gær það fornfræga enska knattspyrnufélag Liverpool; hið sigursælasta í sögu ensku knatt- spyrnunnar. „Það er ekki mitt val, það er mitt hlutverk, það er skylda mín,“ sagði Henry, spurður að því, þegar hann keypti Boston Red Sox, hvort stefnan væri sett á að vinna meistaratitilinn. Red Sox veltu erkifjendunum í New York Yankees af stallinum vestan hafs, en svo skemmtilega vill til að Yankees hefur verið í samstarfi í markaðsmálum vest- an hafs við Manchester United, helsta „óvin“ Liverpool í ensku knattspyrnunni. Staða Liverpool er ekki ósvip- uð nú og Red Sox þegar þeir Henry eignuðust félagið, þótt vissulega sé ekki jafnlangt liðið frá meistaratitli. Liverpool hefur ekki orðið Englandsmeistari síð- an 1990, varð reyndar Evr- ópumeistari í fimmta skipti árið 2005 en sá vonarneisti sem þá kviknaði í brjóstum stuðnings- manna liðsins varð fljótlega að engu. Henry, sem auðgaðist mjög á vogunarsjóðum og afleiðu- viðskiptum, er stjórnarformaður John W. Henry & Company, Inc. Auður hans var talinn 860 millj- ónir bandaríkadala fyrir hrun, en fréttir Bloomberg og Wall Street Journal herma að hann hafi tapað gríðarlegum fjár- hæðum. Henry virðist þó alls ekki á flæðiskeri staddur. Harður en þó „mjúkur“ Þegar Henry og hans menn eignuðust Red Sox á sínum tíma óttuðust einhverjir að áhugi þeirra væri sá einn að hagnast vel á skömmum. Að þeir myndu ræna félagið innan frá, eins og sumir orðuðu það. En annað kom í ljós. Henry er sagður harður í við- skiptum en þó „mjúkur“ stjórn- andi sem hugsi ekki aðeins um eigin efnahagsreikning heldur sé umhugað um gott samband við stuðningsmenn og leggi allt í sölurnar til þess að vinna titla. Aðalheimili Henrys var í Flór- ída en þeir viðskiptafélagi hans, Larry Lucciano, fluttust báðir til Boston til að stjórna sjálfir rekstri félagsins. Heimspeki og bassaleikur John William Henry II fæddist 3. september 1949 og er því 61 árs. Hann er af bændum í Illinois kominn en þegar hann var 15 ára flutti fjölskyldan til Kaliforníu. Henry nam heimspeki en lauk reyndar ekki námi; sagan segir að svo mikill tími hafi farið í bassaleik með rokkhljómsveit að hann hafi ekki getað sinnt nám- inu sem skyldi! Henry kvæntist í fyrra Lindu Pizzuti, sem er 29 árum yngri, og þau eignuðust sitt fyrsta barn fyrir skömmu. Henry á þrettán ára dóttur með fyrstu eiginkonu sinni, en eiginkona númer tvö var norsk. skapti@mbl.is Margir stuðningsmenn Liv- erpool biðu spenntir fyrir ut- an dómshúsið í London í vik- unni, þar sem málefni félagsins voru til umfjöll- unar. Á spjaldinu eru skýr skilaboð til þáverandi eig- enda: þeir voru ekki vel- komnir í Liverpool! Reuters John W. Henry, nýr eigandi Liverpool ásamt stjórnarformanninum Martin Broughton. Er Henry þegar farinn að hlusta á raddir stuðningsmanna? Reuters Ameríski draumurinn? –– Meira fyrir lesendur Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað Vertu viðbúinn vetrinum föstudaginn 22. október. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 18. október. Vertu viðbúinn vetrinum sérblað MEÐAL EFNIS: Vetrarklæðnaður Góðir skór fyrir veturinn Snyrtivörur Flensuundirbúningur Ferðalög erlendis Vetrarferðir innanlands Bækur á köldum vetrardögum Námskeið og tómstundir í vetur Bíllinn tekinn í gegn Leikhús og tónleikar Mataruppskriftir Ásamt fullt af öðru spennandi efni                             !                                                 !"#$"      %&"   ' $ ()$ &"' * +  ,  +  " - " & **   . #/* $ 0/     " 1/0"+,   $/  **"'   "2#    &  3"" " / " +)/ " #/ *  / + 4 * 00 -   52+ 6  4  " 77! $ $*  8   8   / 9+:)'0"+'  Tilboðum í skipið skal skila inn til Viðskiptahússins eigi síðar en þriðjudaginn 19. október. 2010 og er áskilin réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.