SunnudagsMogginn - 17.10.2010, Blaðsíða 7
17. október 2010 7
Endurnýjanleg orka á jörðunni á
sér nær öll uppruna í sólinni.
Geislar hennar valda hitun,
uppgufun og vindum og eru
grundvöllur alls konar virkjana
sem nú nema um tíund orku-
notkunar jarðarbúa.
En þó er ein tegund end-
urnýjanlegrar orku þar sem sól-
in ræður ekki ferðinni. Það er
orka sjávarfallanna. Þegar mán-
inn merlar á hafinu eru miklir
kraftar í spilinu.
Tunglið fer á sporbaug um
jörðu og aðdráttarkraftur þess
togar stöðugt í jörðina; svo mik-
ið að sjávaryfirborðið bungar út
í áttina að tunglinu og stór
„flóðbylgja“ fer umhverfis jörð-
ina og skapar flóð og fjöru við
ströndina. Bylgjan fer umhverfis
jörðu á rúmum 24 klukku-
stundum og nokkrum tugum
mínútna.
Sólin og tunglið toga bæði og
eftir því hvernig afstöðu þeirra
er háttað, verður flóðið hátt og
fjaran lág. Á óratíma veldur
þetta ósýnilega reiptog því að
tungl og jörð fjarlægjast vegna
orkutaps með núningi.
Pýþeas hafði í öndverðu tekið
eftir því hvernig tengsl voru
milli sjávarfalla og tunglstöðu. Í
Dómsdagsbók Vilhjálms sig-
urvegara er sagt frá sjávar-
fallamyllum í Dover á Englandi á
elleftu öld. Hér á Íslandi byggði
Vigfús Hjaltalín (1862-1952)
sjávarfallamyllu í Brokey 1901.
Hún malaði bygg og korn og var
í notkun til 1924.
Sjávarfallavirkjanir hafa það
fram yfir virkjanir á ám að þær
leiða til öðruvísi röskunar á um-
hverfinu. Það er kostur. Á hinn
bóginn framleiða þær lotubund-
ið rafmagn sem er í hástöðu við
háflóð og fellur svo niður – er
ekkert á liggjandanum, ögur-
stundinni milli flóðs og fjöru.
Hægt er að virkja bæði inn- og
útflæði, en oft er notast við út-
flæðið eitt. Hverflar þessara
virkjana eru oftast eins og þeir
sem nota má við virkjun flæðis í
ám þar sem fallhæðin er lítil.
Í nýlegri meistararitgerð við
Háskólasetur Vestfjarða skoðaði
Bjarni Maríus Jónsson nokkra
virkjunarkosti þar sem notast
var við sterk áhrif flóðs og fjöru,
t.d. í Breiðafirði. Hann reiknaði
út stærðir nokkurra fjarða þar
sem hann gerði ráð fyrir að unnt
væri að sameina brú og virkjun.
Niðurstöðurnar voru áhuga-
verðar. Kolgrafarfjörður hafði
heildar ársorku um 38 GWh,
Gilsfjörður um 90 GWh og
Þorskafjörður um 144 GWh. Til
samanburðar má nefna að
Mjólkárvirkjun á Vestfjörðum
skilar um 54 GWh á ári. Með
virkjun Þorskafjarðar og Kol-
grafarfjarðar yrðu Vestfirðir
sjálfbærir um orku, en þeir flytja
inn um 180 GWh árlega.
Bjarni skoðaði ýmsa þætti
þeirrar röskunar sem slíkar
framkvæmdir hefðu í för með
sér og bar saman við venjulega
árvirkjun. Hann einbeitti sér að
ýmsum þáttum líffræðilegra og
félagslegra áhrifa á strand-
svæðin. Þorskafjarðarvirkjun
virðist hafa ýmsa kosti. Hún
gerir ráð fyrir þverbrúun fjarð-
arins og hefði í för með sér að ný
vegagerð inn um Þorskafjörð
yrði óþörf og enga röskun skóg-
ar og varplanda.
Setja yrði upp hverfla sem
gæfu um 50MW mesta afl og
framkvæmdin myndi kosta um
þriðjungi meira á hverja orku-
einingu en ráðgerðar fram-
kvæmdir í neðri Þjórsá. Þá er
aðeins reiknað í útlögðum
kostnaði – ekki fórnarkostnaði
umhverfisins. Áhugavert væri
að sambyggja slíka virkjun og
t.d. áburðarframleiðslu, en slík
framleiðsla getur vel nýtt lotu-
bundna orku.
Virkjun sjávarfalla getur orðið
áhugaverður valkostur í nán-
ustu framtíð og kann að vera
mildari umhverfinu en virkjun
vatnsfalla.
Tækni og menning
Merlar máni
Brú og virkjun í mynni Þorskafjarðar í grófri útfærslu Sverris Ásgeirs-
sonar hjá Húsum og skipulagi. Hverflar og rafbúnaður falin undir brúnni.
Þorsteinn Ingi Sigfússon
Höfundur er prófessor í eðlisfræði við
HÍ og forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar
Íslands.
S24 = HAGSTÆÐARI
INNLÁNSVEXTIR
• Betri innlánsvextir
• Enginn binditími
• Engin lágmarksupphæð
• Óverðtryggður sparnaður
• Engin úttektarþóknun
• Innlánsvextir 3,45%- 5,35%**
Sparnaðarreikningur S24
% Samanburður á innlánsvöxtum*
SPARNAÐUR FYRIR FYRIRTÆKI
OG EINSTAKLINGA
Í meira en 10 ár hafa einstaklingar getað ávaxtað sparnað sinn hjá S24.
Nú gerum við betur og bjóðum einnig fyrirtækjum og félögum að nýta sér
betri kjör á óverðtryggðum innlánsreikningi okkar.
Kynntu þér málið, það kostar ekkert.
Kíktu á www.s24.is eða hringdu í síma 533 2424 – og þú hagnast.
S24 býður hagstæðari kjör á óbundnum, óverðtryggðum innlánsreikningi.
Það kostar ekkert að stofna sparnaðarreikning hjá S24.
*Á www.keldan.is er að finna samanburð á sambærilegum innlánsreikningum banka og sparisjóða
fyrir 1 milljón til 9.999.999, 10.000.000 til 49.999.999, 50.000.000 – 99.999.999 og 100 milljónir og hærra.
Í öllum þessum flokkum býður S24 upp á hagstæðustu kjörin. Myndin í auglýsingunni tekur mið af
samanburði m.v. 1 milljón til 9.999.999. Upplýsingar eru teknar af www.keldan.is þann 11.10.2010.
D
Y
N
A
M
O
R
E
Y
K
JA
V
ÍK
0
1
2
3
4
5
Arion banki
3,40%
Íslandsbanki
3,60%
Landsbankinn
3,65%
MP banki
3,70%
Sparisjóðurinn
4,20%
Byr
4,02%
S24
4,50%
**Skv. vaxtatöflu S24 11.10.2010