SunnudagsMogginn

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 2010næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    262728293012
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

SunnudagsMogginn - 17.10.2010, Blaðsíða 7

SunnudagsMogginn - 17.10.2010, Blaðsíða 7
17. október 2010 7 Endurnýjanleg orka á jörðunni á sér nær öll uppruna í sólinni. Geislar hennar valda hitun, uppgufun og vindum og eru grundvöllur alls konar virkjana sem nú nema um tíund orku- notkunar jarðarbúa. En þó er ein tegund end- urnýjanlegrar orku þar sem sól- in ræður ekki ferðinni. Það er orka sjávarfallanna. Þegar mán- inn merlar á hafinu eru miklir kraftar í spilinu. Tunglið fer á sporbaug um jörðu og aðdráttarkraftur þess togar stöðugt í jörðina; svo mik- ið að sjávaryfirborðið bungar út í áttina að tunglinu og stór „flóðbylgja“ fer umhverfis jörð- ina og skapar flóð og fjöru við ströndina. Bylgjan fer umhverfis jörðu á rúmum 24 klukku- stundum og nokkrum tugum mínútna. Sólin og tunglið toga bæði og eftir því hvernig afstöðu þeirra er háttað, verður flóðið hátt og fjaran lág. Á óratíma veldur þetta ósýnilega reiptog því að tungl og jörð fjarlægjast vegna orkutaps með núningi. Pýþeas hafði í öndverðu tekið eftir því hvernig tengsl voru milli sjávarfalla og tunglstöðu. Í Dómsdagsbók Vilhjálms sig- urvegara er sagt frá sjávar- fallamyllum í Dover á Englandi á elleftu öld. Hér á Íslandi byggði Vigfús Hjaltalín (1862-1952) sjávarfallamyllu í Brokey 1901. Hún malaði bygg og korn og var í notkun til 1924. Sjávarfallavirkjanir hafa það fram yfir virkjanir á ám að þær leiða til öðruvísi röskunar á um- hverfinu. Það er kostur. Á hinn bóginn framleiða þær lotubund- ið rafmagn sem er í hástöðu við háflóð og fellur svo niður – er ekkert á liggjandanum, ögur- stundinni milli flóðs og fjöru. Hægt er að virkja bæði inn- og útflæði, en oft er notast við út- flæðið eitt. Hverflar þessara virkjana eru oftast eins og þeir sem nota má við virkjun flæðis í ám þar sem fallhæðin er lítil. Í nýlegri meistararitgerð við Háskólasetur Vestfjarða skoðaði Bjarni Maríus Jónsson nokkra virkjunarkosti þar sem notast var við sterk áhrif flóðs og fjöru, t.d. í Breiðafirði. Hann reiknaði út stærðir nokkurra fjarða þar sem hann gerði ráð fyrir að unnt væri að sameina brú og virkjun. Niðurstöðurnar voru áhuga- verðar. Kolgrafarfjörður hafði heildar ársorku um 38 GWh, Gilsfjörður um 90 GWh og Þorskafjörður um 144 GWh. Til samanburðar má nefna að Mjólkárvirkjun á Vestfjörðum skilar um 54 GWh á ári. Með virkjun Þorskafjarðar og Kol- grafarfjarðar yrðu Vestfirðir sjálfbærir um orku, en þeir flytja inn um 180 GWh árlega. Bjarni skoðaði ýmsa þætti þeirrar röskunar sem slíkar framkvæmdir hefðu í för með sér og bar saman við venjulega árvirkjun. Hann einbeitti sér að ýmsum þáttum líffræðilegra og félagslegra áhrifa á strand- svæðin. Þorskafjarðarvirkjun virðist hafa ýmsa kosti. Hún gerir ráð fyrir þverbrúun fjarð- arins og hefði í för með sér að ný vegagerð inn um Þorskafjörð yrði óþörf og enga röskun skóg- ar og varplanda. Setja yrði upp hverfla sem gæfu um 50MW mesta afl og framkvæmdin myndi kosta um þriðjungi meira á hverja orku- einingu en ráðgerðar fram- kvæmdir í neðri Þjórsá. Þá er aðeins reiknað í útlögðum kostnaði – ekki fórnarkostnaði umhverfisins. Áhugavert væri að sambyggja slíka virkjun og t.d. áburðarframleiðslu, en slík framleiðsla getur vel nýtt lotu- bundna orku. Virkjun sjávarfalla getur orðið áhugaverður valkostur í nán- ustu framtíð og kann að vera mildari umhverfinu en virkjun vatnsfalla. Tækni og menning Merlar máni Brú og virkjun í mynni Þorskafjarðar í grófri útfærslu Sverris Ásgeirs- sonar hjá Húsum og skipulagi. Hverflar og rafbúnaður falin undir brúnni. Þorsteinn Ingi Sigfússon Höfundur er prófessor í eðlisfræði við HÍ og forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. S24 = HAGSTÆÐARI INNLÁNSVEXTIR • Betri innlánsvextir • Enginn binditími • Engin lágmarksupphæð • Óverðtryggður sparnaður • Engin úttektarþóknun • Innlánsvextir 3,45%- 5,35%** Sparnaðarreikningur S24 % Samanburður á innlánsvöxtum* SPARNAÐUR FYRIR FYRIRTÆKI OG EINSTAKLINGA Í meira en 10 ár hafa einstaklingar getað ávaxtað sparnað sinn hjá S24. Nú gerum við betur og bjóðum einnig fyrirtækjum og félögum að nýta sér betri kjör á óverðtryggðum innlánsreikningi okkar. Kynntu þér málið, það kostar ekkert. Kíktu á www.s24.is eða hringdu í síma 533 2424 – og þú hagnast. S24 býður hagstæðari kjör á óbundnum, óverðtryggðum innlánsreikningi. Það kostar ekkert að stofna sparnaðarreikning hjá S24. *Á www.keldan.is er að finna samanburð á sambærilegum innlánsreikningum banka og sparisjóða fyrir 1 milljón til 9.999.999, 10.000.000 til 49.999.999, 50.000.000 – 99.999.999 og 100 milljónir og hærra. Í öllum þessum flokkum býður S24 upp á hagstæðustu kjörin. Myndin í auglýsingunni tekur mið af samanburði m.v. 1 milljón til 9.999.999. Upplýsingar eru teknar af www.keldan.is þann 11.10.2010. D Y N A M O R E Y K JA V ÍK 0 1 2 3 4 5 Arion banki 3,40% Íslandsbanki 3,60% Landsbankinn 3,65% MP banki 3,70% Sparisjóðurinn 4,20% Byr 4,02% S24 4,50% **Skv. vaxtatöflu S24 11.10.2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Gerð af titli:
Flokkur:
Tungumál:
Árgangar:
4
Fjöldi tölublaða/hefta:
148
Gefið út:
2009-2012
Myndað til:
16.09.2012
Útgáfustaðir:
Lýsing:
SunnudagsMogginn kom út undir því nafni á tímabilinu október 2009 til október 2012 en þá var hætt að nota titilinn SunnudagsMogginn og þess í stað kom út nýtt blað Morgunblaðið - Sunnudagur þó án árgangs- og tölublaðsmerkingar.
Styrktaraðili:
Aðalrit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað: 17. október (17.10.2010)
https://timarit.is/issue/336478

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

17. október (17.10.2010)

Aðgerðir: