SunnudagsMogginn - 17.10.2010, Blaðsíða 11

SunnudagsMogginn - 17.10.2010, Blaðsíða 11
17. október 2010 11 Þessi mynd af Braga Ólafssyni, Sigtryggi Baldurssyni og Sig- urjóni Sighvatssyni var tekin 30. október 1992 á Dodgers Stadium í Los Angeles. Þar spiluðu Sykurmolarnir fyrir 55 þúsund áheyrendur en þau voru á þess- um tíma á 6 vikna tónleika- ferðalagi um Bandaríkin með írsku æringjunum í U2. Meðal fræga fólksins sem fjölmennti á tónleikana voru Jack Nicholson, Sean Penn og Julian Lennon. Úr myndasafni Á ferðalagi með U2 Morgunblaðið/Einar Falur Á rið 1985 var Judd Nelson draumur allra uppreisnargjarnra unglingsstúlkna. Það árið birtist hann á hvíta tjald- inu í unglingamyndinni The Breakfast Club sem John Ben- der, hinn svartklæddi ut- angarðsmaður eftirsetuklúbbs- ins og St. Elmo’s Fire, þar sem hann lék Alec Newbary. Nelson tilheyrði þeim hópi leikara sem hefur verið kall- aður The Brat Pack en meðlimir hópsins eiga það sameiginlegt að hafa leikið í annarri eða báðum fyrrnefndum myndum og voru áberandi á skemmti- stöðum Hollywood á gullald- arárum sínum á 8. áratug síð- ustu aldar. Ýmsir hafa verið kenndir við þennan hóp en oft- ast eru upp talin Nelson, Rob Lowe, Andrew McCarthy, Emi- lio Esteves, Anthony Michael Hall, Demi Moore, Molly Ring- wald og Ally Sheedy. Í dag mega flest þeirra muna fífil sinn fegri. Eftir að Brat Pack-árunum lauk lék hann í nokkrum myndum sem fengu ágæta dóma, t.d. Billionaire Boys Club og New Jack City en það fór lítið fyrir honum þar til hann birtist á sjónvarps- skjánum í hlutverki yfirmanns Brooke Shields í Suddenly Sus- an. Þar kom ímynd „slæma stráksins“ honum aftur að góðu og Nelson þótti standa sig með prýði sem hinn hrokafulli og sjarmerandi Jack Richmond. Eftir það hvarf hann aftur af sjónarsviðinu og lék mest- megnis í annars flokks sjón- varpsmyndum en birtist þó í litlu hlutverki í myndinni Jay and Silent Bob Strike Back sem naut þokkalegra vinsælda og fór með gestahlutverk í CSI og CSI:NY. Síðast var Nelson í sviðsljós- inu á óskarsverðlaunahátíðinni í ár þegar leikstjórinn John Hughes var heiðraður en hann á einmitt heiðurinn af því að hafa komið meðlimum The Brat Pack í sviðsljósið. Nelson var fölur og fár þegar hann minnt- ist læriföður síns og þótti meira en lítið undarlegur í fasi. Aðdá- endur hans geta næst barið hann augum í gestahlutverki þáttaraðarinnar Two and a Half Men seinna á þessu ári. Judd Nelson Hvað varð um … Nelson sló í gegn á 8. áratugnum en má muna fífil sinn fegri. Er þitt barn barn? OKKAR líftryggingar hf. • Sóltúni 26 • 105 Reykjavík • Sími 540 1400 • Fax 540 1401 • www.okkar.is Öll börn og ungmenni eiga sér drauma um framtíðina. Undan sumum þeirra er fótunum kippt fyrirvaralaust vegna slysa eða sjúkdóma í æsku sem haft geta í för með sér ævilanga örorku. Þeir sem ekki hafa fest sig í sessi á vinnumarkaði standa utan lífeyriskerfisins og njóta því einungis bóta Tryggingastofnunar. OKKAR framtíð er ný og kærkomin framtíðartrygging barna og ungmenna sem skipt getur sköpum fyrir fjárhagslegt sjálfstæði þeirra á fullorðinsárum. Með OKKAR sparnaði, sem laus er til útborgunar við átján ára aldur, má treysta undirstöðurnar enn frekar. Framtíð - framtíðartrygging barna fyrir „efin” í lífinu og fjárhag fullorðinsáranna „…Maður gæti jafnvel splæst í fjölskyldu einn góðan veðurdag – og kannski hús og bíl.” Draumurinn er að geta fyrst og fremst lifað á loftinu og listinni. Ég er til í einfalt og ódýrt líf og gæti alveg hugsað mér að búa einhvers staðar í kvistherbergi undir súð ef ég fæ góðan tíma til að skrifa og hef pláss fyrir penslana og strigann í einu horninu. Ég þarf líka að eiga fyrir bókum, myndum, músík og fjölmiðlunum. ...Jú, og kannski geta skroppið öðru hvoru í leikhús og bíó. Og svo þarf maður auðvitað að eiga fyrir bolla á kaffihúsunum og rauðvínsglasi ef maður býður einhverri með sér út að borða. Hm… þetta er kannski ekkert rosalega einfalt og ódýrt líf. Góðu fréttirnar eru samt að það er hægt að hafa fínt upp úr almennilegri listsköpun. Maður gæti jafnvel splæst í fjölskyldu einn góðan veðurdag – og kannski hús og bíl. Og jafnvel húsbíl. ZE BR A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.