SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 17.04.2011, Qupperneq 6

SunnudagsMogginn - 17.04.2011, Qupperneq 6
6 17. apríl 2011 Lashanda Armstrong og Jean Pierre kynntust í gagnfræðaskóla. Þau bjuggu ekki saman en um- gengust mikið enda áttu þau þrjú börn saman. Heimildum ber ekki saman um hvort þau hafi verið par eður ei. Nágranni þeirra, Steve Sheehan að nafni, tjáði The New York Times að þau hefðu gert flesta hluti sam- an eins og hjón en leigusalinn, John Boubaris, segir Armstrong í tvígang hafa beðið sig að skipta um lás á íbúðinni til að halda Pierre í skefjum, síðast fyrir tveim- ur mánuðum. „Hún kvaðst ekki vilja neitt með hann hafa, eigi að síður var hann hérna öllum stund- um,“ segir Boubaris. Þá ræðir blaðið við konu, Sharon Ramirez, sem gengst við því að hafa átt í sambandi við Pierre. Það var meðan systir hans bjó í sömu íbúð og Armstrong flutti í með börnin fyrir um ári. „Hann sagði mér að hann ætti börn en neitaði að vera í sambandi við móður þeirra,“ segir hún. Lögregla í Newburgh hefur stað- fest að hún hafi ekki í annan tíma haft afskipti af Jean Pierre, hvorki fyrir heimilisofbeldi né aðrar sakir. Bjuggu ekki saman – og þó Bangsi flýtur á Hudson-ánni til minningar um litlu systkinin þrjú. Reuters H jálp, hjálp. Mamma ók bílnum bara út í vatnið,“ veinaði hinn tíu ára gamli La’Shaun Armstrong þegar honum tókst loksins að stöðva bíl á hraðbraut við Hudson-ána í borginni Newburgh, norður af New York, að kvöldi síðastliðins þriðjudags. Konan sem nam staðar, Meave Ryan, bað drenginn, sem var holdvotur, að hoppa upp í bíl- inn. Því næst ók hún sem leið lá niður að staðnum, þar sem drengurinn sagði að móðir sín hefði ekið út í ána. Ekkert var að sjá, þannig að Ryan ók rak- leiðis á næstu slökkviliðsstöð og gerði viðvart. Ekki tók langan tíma að fá frásögn La’Shauns litla staðfesta. Móðir hans, hin 25 ára gamla Lashanda Armstrong, hafði ekið út í ána með börn sín fjögur innanborðs. La’Shaun komst út úr bílnum af sjálfsdáðum og synti í land í ísköldu vatninu en móðir hans og þrjú yngri systkini, Landen (5 ára), Lance (2 ára) og Lainaina Pierre (11 mánaða), voru öll drukknuð þegar að var komið. Þau voru öll inni í bílnum. Bíllinn var ekki á miklu dýpi, skammt frá bakk- anum en á móti kemur að vatnið á þessum slóðum er afar gruggugt. Fyrir vikið dregur lögregla þá ályktun að hefði drengurinn ekki sloppið út hefði málið örugglega verið flokkað sem mannshvarf og jafnvel ekki verið upplýst í bráð. Engin önnur vitni en La’Shaun litli virðast hafa verið að atburðinum. Deildi við barnsföður sinn Meave Ryan tjáði The New York Times að dreng- urinn hefði upplýst sig um að móðir sín hefði verið í miklu uppnámi þetta kvöld. Hún hefði verið staðráðin í að svipta sig og börn sín lífi. „Fyrst ég dey, þá deyið þið með mér,“ á hún að hafa sagt. Þegar út í vatnið var komið mun La’Shaun hafa sagt Meave að móðir sín hefði fengið bakþanka. „Guð minn góður, ég er að gera mistök, ég er að gera mistök.“ Drengurinn sagði að hún hefði reynt að setja bílinn í bakkgír en það hefði verið um seinan. Þá braut La’Shaun sér leið út úr bílnum. Meave hefur eftir drengnum að móðir hans hafi verið í uppnámi eftir deilur við föður yngri barnanna þriggja, Jean Pierre, en þau bjuggu ekki saman. Deilan mun hafa staðið um framhjáhald. Armstrong hringdi í föður sinn skömmu áður en hún framdi voðaverkið og hótaði að vinna sér mein. Hann var staddur hjá systur sinni og hringdi hún í neyðarlínuna. Í framhaldinu var lögregla send að heimili fjölskyldunnar. Hún greip í tómt. Lögreglustjóri Newburgh, Michael Ferrara, staðfestir þetta og bætir við að föðursystir Arms- trong sem hringdi hafi óttast að hún ætti í harð- vítugum heimiliserjum, jafnvel átökum. „Ég heyrði ópin í börnunum í bakgrunninum,“ segir föðursystirin, Angie Gilliam. Nágrannar staðfesta við The New York Times að Armstrong og Pierre hafi deilt heiftarlega áður en hún ók á brott með börnin. Gilliam fór ásamt hópi ættingja að staðnum, þar sem Armstrong ók út í ána, í vikunni og lagði þar blóm og leikföng til minningar um frænku sína og börnin. Hún var í mikilli geðshræringu og var að vonum ekki spennt fyrir að úttala sig við fjöl- miðla, staðfesti þó að La’Shaun litli myndi dveljast hjá henni. Þá mælti Gilliam stuttlega eftir frænku sína: „Hún var góð móðir. Enginn veit hvað frænka mín gekk í gegnum.“ Fyrst ég dey, þá deyið þið líka! Móðir drekkti sér og þremur börnum sínum, eitt slapp Angie Gilliam, föðursystir Armstrong, og fleiri ættingjar syrgja. Reuters Staðurinn, þar sem Armstrong ók út í Hudson-ána. Reuters Vikuspegill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Fólk er að vonum harmi slegið í Newburgh og hefur borgar- stjórinn, Nicholas Valentine, lýst því yfir að um sé að ræða mesta harmleik sem um get- ur þar um slóðir. Borgin er tæpa eitt hundrað km norður af New York-borg og kemst sjaldan í heimsfrétt- irnar. Þar búa um þrjátíu þús- und manns að staðaldri. Borgarbúar harmi slegnir Að greinast aftur og aftur og aftur... Að lifa með krabbameini Örráðstefna mánudaginn 18. apríl 2011 kl. 16:30-18:00 í Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8. Sími 540 1900 www.krabb.is krabb@krabb.is 16:30-16:35 Ráðstefnan sett. Ragnheiður Haraldsdóttir forstjóri Krabbameinsfélags Íslands. 16:35-16:45 Af hverju er krabbamein sjúkdómur en ekki dauðadómur? Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár. 16:45-17:00 Að reikna með lífinu Gunnhildur Óskarsdóttir lýsir sinni reynslu. 17:00-17:10 Ótuktin Valgeir Skagfjörð og Katla Margrét Þorgeirsdóttir kynna Ótuktina, einleik byggðan á bók Önnu Pálínu Árnadóttur sem fer á svið í Iðnó í lok apríl. 17:10–17:50 Ekki bara að þrauka heldur lifa með krabbameini. Mary Schnack sem greinst hefur 7 sinnum með krabbamein segir frá því hvernig hún hefur sigrað hverja orustuna á fætur annarri. 17:50-18:00 Ráðgjöf, spurningar og svör. Ragnheiður Alfreðsdóttir hjúkrunar- fræðingur segir frá starfi Ráðgjafar- þjónustu Krabbameinsfélagsins, stuðning- shópum félagsins og svæðafélögum. 18:00-18:30 Kaffi og spjall. Sókn í sextíu ár • 1951-2011 Allir velkomnir - Aðgangur ókeypis

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.