SunnudagsMogginn - 17.04.2011, Page 32

SunnudagsMogginn - 17.04.2011, Page 32
32 17. apríl 2011 Nú hugsar hann sig um í stutta stund og bætir síðan við: „Ég held að það sé einhver Einar í mér. Útlitslega er ég reyndar frekar ólíkur honum eins og Einari er lýst í bók- inni; hann er mun grennri en ég!“ segir Hjálmar og hlær. „Hann er líka meiri töffari í bókunum en ég geri hann. Ég held ég hafi smollið ágætlega inn í karakterinn í útvarps- leikhúsinu; raddlega finnst mér hann líkur mér en þó ég hafi lengi verið í mynd á ég alltaf jafn erfitt með að hafa eitthvert vit á því hvort ég geri vel þegar ég sé mig. En ég held að vel hafi tekist til í þetta sinn. Mér finnst ég þó allt- af hálfvanhæfur til að tala um það og finnst það satt að segja hálfóþægilegt.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Hjálmar kemur nálægt fréttum. Áður voru það reyndar ekki-fréttir; hann „að- stoðaði“ lengi Hauk Hauksson ekki-fréttamann, þann vinsæla útvarpsmann. Þegar blaðamaður slengir því fram að hann sakni Hauksins, eins og hann var gjarnan kallaður, kemur í ljós að sama má segja um Hjálmar. „Ég sakna hans líka! Og held því fram að slæmt sé fyrir samfélagið að rödd Hauks skuli ekki heyrast lengur. Eins og ástandið hefur verið undanfarið hefði hann þurft að vera á ferli. Ekki bara mín vegna heldur samfélagsins alls.“ Haukur veitti gríðarlegt aðhald, að mati Hjálmars, bæði stjórnmálamönnum og öðrum fjölmiðlamönnum. „Mér finnst þróunin því miður hafa orðið of mikið í þá átt að venjulegir fjölmiðlar séu farnir að segja fullt af ekki- fréttum, sem er ekki þeirra hlutverk.“ Hjálmar verður alvörugefinn: „Þeir eiga að segja fréttir, en ekki-fréttastofur eiga að segja ekki-fréttir!“ Bætir svo við: „Ég held að samfélagið hafi ekki verið tilbúið til þess að höndla sannleikann og þess vegna hafi honum einfaldlega verið ýtt til hliðar; sérstaklega í góð- ærinu og ekki síður eftir að allt hrundi.“ Þeir Haukur kynntust á Rás 2 á sínum tíma „og það var ekki síður tilviljun en þegar ég kynntist Einari“. Þetta var í upphafi tíunda áratugarins. „Davíð Þór Jónsson var í samstarfi við Hauk og ekki-fréttastofuna en þurfti óvænt að hætta, ég var staddur á RÚV fyrir til- viljun, rakst á Haukinn og fór í starfsviðtal. Síðan hafa leiðir okkar oft legið saman. Ég rakst meira að segja á hann á dögunum. Hann sagðist hættur í fréttunum og vera í fínu djobbi hjá skilanefnd Landsbankans. Honum dauðleiðist að vísu og langar aftur í útvarpið, en er á fín- um launum …“ Haukur beinskeyttari en aðrir Hjálmar segir að ekki megi misskilja sig; sá gamalkunni fréttamaður, Páll Benediktsson, sé upplýsingafulltrúi skilanefndar bankans en ekki megi rugla honum saman við Hauk. „Haukurinn segist vera í teyminu og einmitt hafa komið að upplýsingagjöf vegna Icesave, bæði upp- haflega og um daginn þegar kosið var um samninginn …“ Hjálmar segir marga hafa komið að því að skrifa ekki- fréttirnar. „Haukur er dálítill kóngur og honum var illa við ef reynt var að taka ritstjórnarvaldið af honum en það gerðist undir lokin. En margir komu við sögu, sumir virðulegir fjölmiðlamenn, sem kannski vilja ekki láta bendla sig við ekki-fréttamennsku. Ég er hins vegar aldr- ei feiminn að játa samstarf við Hauk. En ég geri ekki neitt án hans; ég er bara verkfæri Hauks …“ Einhvers konar ekki-fréttagrín er fyrir hendi víða um lönd, en þegar spurt er hvernig Haukurinn hafi orðið til segist Hjálmar ekki viss. Spyrja verði þá sem réðu ríkjum á Rás 2 á sínum tíma. „Fjölmiðlar gera gjarnan grín að sjálfum sér,“ segir Hjálmar. Nefnir sígildan, breskan þátt; Not the Nine O’Clock News, og Saturday Night Life hinum megin Atl- antsála. „Ég held reyndar að Haukurinn hafi þróast út í eitthvað annað; hann fór að lifa algjörlega sjálfstæðu lífi og varð miklu beinskeyttari en gengur og gerist með ekki-fréttastofur.“ Hann telur alþýðu manna hérlendis kalla eftir Haukn- um, en stjórnmálaelítan og fjölmiðlaklíkurnar hafi að öll- um líkindum sameinast um að halda honum frá þjóðinni. Talandi um stjórnmál og klíkur; Hjálmar bauð sig óvænt fram, og með nánast engum fyrirvara, fyrir Næst besta flokkinn í sveitarstjórnarkosningunum í fyrra í Kópavogi og náði kjöri. Hvernig þykir honum það hlut- verk? „Það er örugglega ekki best skrifaða hlutverk sem ég hef tekið að mér, en örugglega það erfiðasta af því að maður fær ekkert handrit, það er engin sminka, enginn búningahönnuður og enginn hvíslari. Hlutverkið er því býsna snúið og það eina sem maður getur gert er að henda sér í verkefnin og reyna sitt besta. Oft virðist það reyndar ekki nóg.“ Hjálmar segist hafa áttað sig á því á fyrstu mánuðunum við þetta nýja verkefni að pólitíkin sé langhlaup. „Hlutirnir taka tíma – stundum alltof langan tíma, að því er mér finnst, og það er líklega það erfiðasta við póli- tíkina. Viðbragðsflýtirinn verður að vera meiri en hann er oft.“ Hann segir umræðuna líka snúast allt of mikið um gamaldags pólitík. „Ég er ekki í grónum stjórnmáflokki; Hjálmar á sviði Borgarleikhússins árið 2007 í verkinu Hér og nú. Aðrir leikarar voru Arndís Hrönn Egilsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir, María Heba Þorkelsdóttir og Stefán Stefánsson. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Hjálmar 2008 í Hafnarfjarðarleikhúsinu í nýju íslensku gam- anleikriti, Halla og Kári, eftir Hávar Sigurjónsson. Morgunblaðið/Árni Sæberg Kosninganótt í Kópavogi 2010. Rannveig H. Ásgeirsdóttir, oddviti Lista Kópavogsbúa, Hjálmar Hjálmarsson, oddviti Næst besta flokksins og Ármann Kr. Ólafsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, ræða málin á kosninganóttina. Morgunblaðið/hag Atvinnulaus ekki-fréttamaður árið 2004, en um það bil að stíga á svið eftir sex ára hlé í Meistaranum og Margarítu. Morgunblaðið/Golli

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.