SunnudagsMogginn - 26.06.2011, Blaðsíða 4

SunnudagsMogginn - 26.06.2011, Blaðsíða 4
4 26. júní 2011 Þetta er ekki fyrsta hneykslið í kringum síðuna BeautifulPeople.com því skömmu eftir jól var um 5.000 meðlimum hent þaðan út eftir kvartanir um að þeir hefðu þyngst yfir jólin. Fólkinu var neitað um áframhaldandi aðild að síðunni eftir að hafa sett myndir inn á síðu sína sem sýndu meinta þyngdaraukningu. Fólk frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Kanada var efst á lista þeirra sem hent var út. Frumkvæðið kom víst ekki frá eigendum síðunnar heldur frá með- limunum sjálfum, sem fylgjast vel hver með öðrum til að viðhalda því sem þeir telja vera háan standard síðunnar. „Sem fyrirtæki þá hörmum við þennan missi en staðreyndin er að meðlimir okkar krefjast þess að haldið sé uppi háum fegurðarstandard hér,“ sagði stofnandi síðunnar, Robert Hintze, í samtali við BBC. „Það að leyfa feitu fólki að ganga lausu á síðunni ógnar viðskiptamódeli okkar og hugmyndafræðinni sem BeautifulPeople.com stendur fyrir. Fitnuðu yfir jólin og var hent út af síðunni Einn af sjö umsækjendum fær aðgang að vefsíðunni. S tefnumótasíðan BeautifulPeople.com er eins og nafnið gefur til kynna vett- vangur fallega fólksins sem er að leita sér að maka. Aðeins einn af hverjum sjö umsækjendum er tekinn inn í þetta samfélag. Tölvuvírus olli hins vegar verulegum usla á síð- unni nýverið og gerði það að verkum að 30.000 manns, „of ljótt fólk“, fengu aðgang. Nú hefur þessu fólki verið hent af síðunni, að sjálfsögðu við lítinn fögnuð þess enda niðurlægjandi að vera hafnað með þessum hætti. Sérstök símahjálp- arlína hefur verið sett á laggirnar til að hjálpa fólkinu og er kostnaður eigenda síðunnar um 15 milljónir króna vegna þessa. Vírusinn hefur verið kallaður Shrek, eftir teiknimyndinni þar sem fjallað er um að útlit sé ekki allt, og réðst hann á hugbúnaðinn sem not- ast er við til að takmarka aðgang að síðunni. „Við verðum að halda okkur við þá grundvall- arreglu að taka aðeins við fallegu fólki. Það er það sem okkar fólk borgar fyrir,“ sagði Greg Hodge, framkvæmdastjóri BeautifulPeople.com, í samtali við breska dagblaðið Guardian. Talið er líklegt að óánægður fyrrverandi starfsmaður fyr- irtækisins hafi plantað vírusnum, sem virðist hafa gert það að verkum að allir umsækjendur fengu aðgang að stefnumótasíðunni. „Okkur fór að gruna að eitthvað væri að þegar tugir þúsunda nýrra meðlima fengu aðgang á sex vikna tímapili og margir voru engin olíu- málverk,“ sagði Hodge. Írar reiddust síðunni í síðasta mánuði þegar það kom yfirlýsing frá henni um að írskir karlar væru á meðal þeirra ljótustu í heimi. Það var byggt á því að aðeins um 9% írskra karlkyns umsækjenda fá að jafnaði aðgang. Hlutfallið er 20% hjá írskum konum. Það er ekki mikið miðað við sænskar konur en 70% kvenmanna frá Sví- þjóð sem skrá sig er hleypt þarna inn. Óheppið fólk trúði í stutta stund á eigin fegurð Breskum karlmönnum farnast ekki betur en lík- legast er að þeim verði hafnað. „Mér sárnar þetta svolítið því ég er Breti,“ sagði hann. Líkurnar eru manni hins vegar mjög svo í hag ef viðkom- andi er norsk kona eða sænskur karl en not- endur síðunnar eru jákvæðastir í garð þessara hópa. Brasilískir og danskir karlmenn eru líka vinsælir og sömuleiðs konur frá Svíþjóð og Ís- landi. Hodge viðurkenndi að það að reka fólk af síð- unni hafi verið mjög vandræðilegt og sagðist hann vera miður sín vegna þessa „óheppna fólks sem fékk ranglega aðgang og trúði því, þó í skamman tíma, að það væri fallegt“. Rachel Godfrey, 31 árs áströlsk barnapía sem býr í Los Angeles, fékk höfnunarpóstinn tveimur vikum eftir að hún var samþykkt inn. „Mér kom mjög vel saman við bandarískan mann og við ætluðum á stefnumót en núna er bara búið að henda mér út af síðunni. Ég get því ekki komist í samband við hann,“ sagði hún. Godfrey sagði Guardian að hún ætlaði að fara í allsherjar útlitsyfirhalningu og láta atvinnu- ljósmyndara taka mynd af sér, áður en hún sækti um aðgang að stefnumótasíðu fallega fólksins á ný. „Hvað ef hann er sá rétti? Þetta er eina leiðin sem ég hef til þess að komast í samband við hann. Ef það gengur ekki, þá ætla ég að sjá hvað hægt er að gera með Photoshop.“ Austurvöllur er líka stefnumótavöllur. Íslenskar konur eiga góða mögu- leika á því að komast að á síðunni. Morgunblaðið/Ómar Of ljótur fyrir mig Stefnumótasíða fallega fólks- ins lokar á 30.000 notendur Vikuspegill Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Stofnendur Beautiful- People.com, Greg Hodge og Robert Hintze. Ekki eru allar þjóðir jafn vinsælar á Beautiful- People.com og eiga bresk- ir, rússneskir og pólskir karlar ekki mikla mögu- leika. Norrænum konum gengur hins vegar vel og sömuleiðis karlmönnum frá Brasilíu, Danmörku og Svíþjóð. Elin Nordegren, Svíi og fyrrverandi frú Tiger Woods, ætti áreiðanlega góða möguleika á síðunni. Norrænar konur vinsælar Glæsileg viðhaldsfrí útihúsgögn! Opið: Má. - Fö. 12 - 18 - Lau. 12 - 16 - Sun. 13 - 16 Kauptúni 3 • 210 Garðabær • S 771 3800 • www.signature.is

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.