SunnudagsMogginn - 26.06.2011, Blaðsíða 14

SunnudagsMogginn - 26.06.2011, Blaðsíða 14
14 26. júní 2011 G uð minn góður, hvað er ég að gera þarna?“ spyr Sæunn Þor- steinsdóttir hvumsa þegar ég sýni henni kynningarbækling Sinfóníuhljómsveitar Íslands (SÍ) fyrir næsta starfsár. Hún er nýstigin út úr flug- vélinni frá New York og hefur ekki séð téðan bækling í annan tíma. Sæunni er al- veg ljóst að hún á að leika einleik með hljómsveitinni í nóvember næstkomandi en sá ekki fyrir að henni yrði stillt upp á milli Ilans Volkovs, aðalhljómsveitarstjóra SÍ, og goðsagnarinnar Gennadíjs Rosdest- venskíjs á mynd í bæklingnum. „Þetta er bara eitt af þessum „mómentum“ á ferl- inum,“ segir hún og hlær. Sellistinn ungi er sannarlega ekki í ama- legum félagsskap, aðeins fáir gestir SÍ eru teknir út með þessum hætti í bækl- ingnum. Það staðfestir ekki aðeins að hús- bændur í Hörpunni hafa trú á hæfileikum Sæunnar heldur eru þeir líka sannfærðir um að hún hafi burði til að draga fólk að. Ilan Volkov boðaði breyttar áherslur í viðtali hér í Sunnudagsmogganum fyrir hálfum mánuði og hluti af þeim er að gefa ungum og upprennandi tónlistarmönnum tækifæri til að leika einleik með hljóm- sveitinni. Þurfum nákvæmlega svona fólk Sæunn hefur ekki enn hitt Volkov en brennur í skinninu að vinna með honum í haust. „Ég hef bara heyrt góða hluti um hann, meðal annars frá fólki sem ég þekki í New York. Hann virðist vera á hraðri uppleið og mér líst mjög vel á áherslur hans. Það er frábært að Sinfóníuhljómsveit Íslands fái að njóta krafta Volkovs. Það er nákvæmlega svona fólk sem við þurfum,“ segir hún. Sæunn þreytti frumraun sína sem ein- leikari með SÍ á nýliðnu starfsári og þegar hljómsveitin hafði aftur samband þurfti hún ekki að hugsa sig um tvisvar. „Núna var mér boðið að velja verk og ég ákvað að stinga upp á Tout un monde lontain … eft- ir Henri Dutilleux. Stórkostlegt verk en ef til vill ekki það frægasta fyrir selló og hljómsveit. Ég varð hins vegar mjög glöð þegar hljómsveitin samþykkti valið með þeim orðum að þetta væri alveg í anda nýja aðalstjórnandans. Verkið er mjög lit- ríkt og ætti að njóta sín vel í Hörpunni.“ Sæunn á raunar enn eftir að skoða Hörpuna og njóta tónlistarflutnings þar en vonast til að ná því meðan hún dvelst hér á landi í þessari lotu. „Ég er mjög spennt fyrir þessu nýja húsi og get ekki beðið eftir að heyra hvernig sinfóníuhljómsveitin hljómar þar.“ Eftirvæntingin leynir sér ekki og raunar þarf aðeins að sitja stutta stund með Sæ- unni Þorsteinsdóttur til að skynja að hún hefur brennandi áhuga á því sem hún er að gera. Sæunn er aukinheldur glaðlynd ung kona – brosmild og jafnan stutt í hlát- urinn. Henni þykir bersýnilega gaman að vera til. Sú tilvera hófst í Reykjavík árið 1984 en Sæunn er dóttir hjónanna Þorsteins Skúlasonar húðsjúkdómalæknis og Ólafar Jónsdóttur Suzuki-fiðlukennara. Hún ólst að mestu upp í Reykjavík til sjö ára aldurs, bjó þó eitt ár á Akureyri, en þá axlaði fjöl- skyldan föggur sínar og hélt til Iowa í Bandaríkjunum, þar sem faðir Sæunnar fór í sérfræðinám. Þau sneru aftur til Ak- ureyrar þegar Sæunn var þrettán ára og bjuggu nyrðra í tvö ár í þeirri törn. Þá lá leiðin aftur vestur um haf, til Iowa. „Þetta er allt mömmu að kenna,“ svarar Sæunn, spurð hvernig tónlistarnámið hafi byrjað. Hún hlær dátt. „Ég byrjaði að fara á æfingar með mömmu og eitt leiddi af öðru.“ Hún byrjaði að læra á blokkflautu en tók sellóið fyrst í fangið fimm ára. „Raunar langaði mig mest að læra á hörpu, fannst hún svo falleg. Það voru líka bara strákar sem spiluðu á selló. Það gekk hins vegar ekki upp og ég harma það ekkert. Sé mig ekki fyrir mér sem hörpuleikara í dag.“ Er hægt að gera eitthvað annað? Sæunn segir foreldra sína alla tíð hafa stutt dyggilega við bakið á sér og lagt mikið á sig til að koma henni á æfingar. Eitt árið ók Ólöf dóttur sinni til Chicago á hverjum sunnudagsmorgni, tveggja og hálfrar Tónlistin endist manni ævina ... Sæunn Þorsteinsdóttir sellóleikari er í hópi okkar fremstu einleikara af ungu kynslóðinni. Hún býr og starfar í hringiðunni í New York en leggur sig í framkróka um vera í góðu sambandi við Ísland og íslenskt listalíf. Mun til að mynda leika einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Hörpunni í haust. Þessa dagana heiðrar hún aftur á móti íbúa við Djúpið með nærveru sinni. Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Myndir: Ernir Eyjólfsson ernir@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.