SunnudagsMogginn - 26.06.2011, Blaðsíða 34

SunnudagsMogginn - 26.06.2011, Blaðsíða 34
34 26. júní 2011 Rory McIlroy var öruggur á Opna banda- ríska meistaramótinu eftir að hafa misstígið sig illilega á lokadegi Mast- ersmótsins nýverið. G jörvöll heimsbyggðin þekkir kvikmyndaplássið Hollywood vestur í Kaliforníu en bærinn Holywood á Norður-Írlandi, skrifaður með einu l-i, var á fárra vitorði þar til fyrir nokkrum dögum. Það er að öllum líkindum breytt til frambúðar og eflaust bara spurning um tíma hvenær handritið sem þar hefur verið í vinnslu síðustu tvo áratugi verður að bíómynd. Í þessu rúmlega 12.000 manna sam- félagi skammt norðan við höfuðborgina Belfast er borin og barnfædd nýjasta stjarna íþróttaheimsins, kylfingurinn Rory McIlroy sem sigraði með fádæma glæsibrag á opna bandaríska meist- aramótinu um síðustu helgi, rúmum mánuði eftir 22. afmælisdaginn. Hann varð þar með sá yngsti til að fagna sigri á Opna bandaríska síðan 1923. Rory lék holurnar 72 á 16 höggum undir pari, færri höggum en nokkrum hefur áður tekist. Byrjaði ungur Íbúar Norður-Írlands eru ekki nema um 1,8 milljónir og með ólíkindum að tvö ár í röð skuli kylfingur þaðan fagna sigri á US Open, einu af risamótunum fjórum og því sem jafnan er talið það erfiðasta. Graeme McDowell, sem bar sigur úr býtum í fyrra, er áratug eldri en Rory en tók strákinn snemma undir sinn vernd- arvæng, gaf honum góð ráð og þeir leika gjarnan saman æfingahring fyrir mót. Rory er einkabarn foreldranna, Gerrys og Rose McIlroy. Faðirinn er afbragðs- kylfingur og sögur herma að hann hafi byrjað að segja stráknum til þegar hann var 18 mánaða! Rory litli varð strax áhugasamur, bað föður sinn nær daglega um að fara með sér á völl Holywood- klúbbsins og hæfileikarnir þóttu koma snemma í ljós; hann sló til að mynda 40 metra langt högg aðeins tveggja ára og var fljótur að ná tökum á tækninni. Strax í grunnskóla fékk Rory viður- nefnið Makki hnífur; ekki að hann þætti jafn ófyrirleitinn og sú persóna í Tú- skildingsóperunni; og þó: hann gekk jafn fljótt og auðveldlega frá andstæðingum sínum, en í tilfelli McIlroys var um að ræða skólafélagana á golfvellinum. Einmitt nú er honum hrósað fyrir „drápseðli“ í keppni, sem hann virtist þó skorta á US Masters-mótinu í Augusta í apríl á þessu ári. Þar kastaði hann frá sér sigri á síðasta degi eftir frábæra byrjun. Fyrstu 18 holur mótsins lék hann á 65 höggum og fyrir síðasta dag hafði hann fjögurra högga forskot. En síðasta hringinn lék Rory á 80 höggum og féll niður í 15. sæti. Enginn forystusauður hefur leikið síðasta hring á Masters jafn illa og gríðarlega mikið var fjallað um málið í heimspress- unni. Margir óttuðust að niðurstaðan yrði honum mikið áfall en svo var ekki. Tíu dögum eftir mótið hittust Rory og um- boðsmaður hans, Andrew „þykki“ Chandler, og ræddu málin. Umbinn segir svo frá að eftir fáeinar mínútur hafi hann áttað sig á því að „áfallið“ myndi ekki hafa nein sál- ræn áhrif á kylfing- inn. Á næstu mótum gekk honum reyndar illa en kom, sá og sigraði á US Open eins og frægt er orðið. Gefum Chandler orðið: „[Rory] leit á mig og sagði: Ég skil satt að segja ekki öll þessi læti, Þykki, vegna þess að þetta var golf- mót – og ég er bara tuttugu og eins. Hann missti af græna jakkanum en hann missti ekki sjónar á heildarmyndinni.“ Rory var strax á unga aldri sá besti í sínum aldursflokki á heimaslóðunum og fyrsta alþjóðlega sigurinn vann hann á heimsmeistaramóti á Miami í Flórída í flokki 9-10 ára. Í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina CNN árið 2009 sagði skólastjóri McIlroys í grunnskóla að snemma hefði verið ljóst hvert ævistarf drengsins yrði. Hann hefði staðið sig mjög vel í námi og því hefði hann ekki þurft að mæta í alla tíma, svo honum gæfist meiri tími á golfvellinum en ella. „Við sáum strax að framtíð hans væri í golfinu og ég vildi ekki að skólinn yrði honum Þrándur í Götu,“ sagði skólastjórinn. Ef allir skóla- stjórnendur væru svona skilningsríkir! Stórskemmtileg upptaka er til úr norð- ur-írskum sjónvarpsþætti frá 1999, skömmu áður en Rory náði 10 ára aldri. Hann kom þá fram í viðtalsþættinum The Kelly Show og þótti aðdáun- arvert hve hann kom vel fyrir og sýndi síðan hvernig hann æfði sig heima; vippaði boltanum inn í þvotta- vél móður sinnar af nokkurra metra færi! Í fyrstu þremur til- raununum var hann nálægt því að hitta í opið og það tókst í þeirri fjórðu. Glæsileg tilþrif. Þeir sem til þekkja segja foreldrana hafa alið Rory ákaflega vel upp, hann sé ákveðinn en þó jarðbundinn og framkoma hans ætíð til fyr- irmyndar. Það kostaði skildinginn að drengurinn æfði sig jafn mikið og raun ber vitni og þvældist um til að keppa. Foreldrarnir lögðu sig alla fram til að son- urinn mætti æfa við sem bestar aðstæður. Móðir hans vann í verksmiðju og faðirinn stóð gjarnan tvöfaldar vaktir á barnum þar sem hann starf- aði, til að þéna sem mest. Nú er kominn tími til að borga til baka, segir Rory. „Ég sagði þeim á sínum tíma að ef ég yrði góð- ur og þénaði peninga á golfinu myndi ég sjá um þau.“ Á grænni grein Fyrir sigurinn á US Open um síðustu helgi fékk hann tæpar 170 milljónir króna og norður-írskir fjölmiðlar spá því að þess verði ekki langt að bíða að Rory verði tekjuhæsti íþróttamaður á Bretlandi – skjótist fram úr knattspyrnukappanum David Beckam og Formula 1 ökuþórnum Lewis Hamilton. Norður-Írinn var í liði Evrópu sem sigraði í Ryder-bikarkeppni ungmenna árið 2004 og hann varð Evrópumeistari áhugamanna 2006. Árið áður, 16 ára, setti hann vallarmet á Dunluce-vellinum, öðr- um tveggja valla Royal Portrush í heima- landinu. Rory var í eina viku efstur á heimslista áhugamanna 2007, þá 17 ára, en ári síðar skráði hann sig atvinnumann í íþróttinni, vann fyrsta mótið sem slíkur á Evróputúrnum 2009 og ári síðar á PGA. Rory McIlroy er spáð slíkum frama að nafn hans er nú þegar nefnt í sömu andrá Hetjan frá Holywood Norður-Írinn Rory McIlroy þykir sem ferskur andblær, jafnvel frelsandi engill fyrir golfið eftir að hneykslismál Tigers Woods tröllriðu íþróttinni. McIlory er heiðarleikinn holdi klæddur, brosmildur og frjálslegur í fasi. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Sigur McIlroy á Opna bandaríska meist- aramótinu vakti heimsathygli. Belfast Tele- graph birti á forsíðu á þriðjudaginn forsíður blaða víðs vegar um heiminn daginn áður.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.