SunnudagsMogginn - 26.06.2011, Blaðsíða 37

SunnudagsMogginn - 26.06.2011, Blaðsíða 37
26. júní 2011 37 1,5 lítri rjómi 1,5 lítri kókosmjólk 100 gr villisveppir, þurrkaðir eða ferskir 1 lítri vatn 1 msk turmenik 2 tsk dill Kjúklingakraftur 1 tsk engifer 1 msk dijon-sinnep 2-3 slettur tabasco Maizena Suðan látin koma upp. Súpan er svo þykkt og pipruð/söltuð eftir behag. Ferskum fiski er bætt út í, helst skorinn í smábita t.d. lax, þorsk- ur og hörpuskel. Berist fram með ferskum kryddjurtum. Fiskisúpa að hætti Matstofunnar í Árnesi sem selt er á bændamarkaðnum og er úr sveitinni í kring. Nautið kemur frá Koti, grísinn frá Laxárdal og grænmetið frá Flúðum og bæjunum í kring. „Hér er ekk- ert fjöldaframleitt,“ segir Íris. „Maturinn sem við bjóðum upp á kemur beint frá býlum hérna í grendinni. Það er svo gam- an að geta sagt að allt hráefni sem við not- um sé búið til á næstu bæjum. Við getum bent á að þetta komi frá þessum manni eða þessari konu sem er á bæ hérna í sveitinni, og okkur finnst það frábært.“ Þau Arnór og Íris hafa þróað ýmsar nýj- ungar í matargerð og ber þar helst að nefna anisgrafinn lax og bollabrauð. „Það var til svo mikið af bollum sem við erfðum frá fyrri eigendum. Mér datt í hug að nýta þá í að búa til svona bollabrauð. Bolla- brauðið er skemmtileg nýjung sem hefur vakið mikla athygli og lukku hjá gestum okkar.“ Mikil ásókn í Samkomusalinn Samkomusalurinn tekur um 260 manns í sæti, en hægt er að stækka hann þannig að hann rúmi 300 manns. Hann er notaður við stórar veislur svo sem brúðkaup, af- mæli, þorrablót og annað slíkt. Mikil ásókn er í hann í sumar og eru fjórar veisl- ur á döfinni í júlí. Veisluþjónusta matstof- unnar einskorðast ekki einungis við sam- komusalinn því hægt er að panta mat frá matstofunni ásamt því að fá kokkinn á staðinn með þjónum. Veitingastaðurinn er opinn sunnudaga – fimmtudaga kl. 11.30-22.00 og föstu- daga og laugardaga til kl. 01.00. Bændamarkaðurinn er opinn alla daga frá klukkan 9.00 og veisluþjónustan er allt árið. Það sem er helst á dagskrá í sumar er salsaball sem allri geta keypt sig inn á, kanarýhátíð og Brjóstsykursgerð Svandís- ar verður með sýnikennslu á því hvernig á að búa til brjóstsykur. Borðapantanir og almennar upplýsingar er hægt að fá í síma 844-5262 eða með því að senda skilaboð á matstofaarnes@sim- net.is. Þá er einnig hægt að sjá almennar upplýsingar um stofuna á heimasíðu Þjórsárstofu, thjorsarstofa.is, eða á fés- bókarsíðu Matstofunnar. Þjórsárdalurinn er staðsettur í Árnes- sýslu. Dalurinn er sléttlendur, en eftir fjölmörg eldgos úr Heklu er hann nokkuð vikurborinn. Mörg fögur kennileiti og merka staði er að finna í Þjórsárdal s.s. Gjána, Háafoss, Hjálparfoss, Stöng, Þjóð- veldisbæinn, Gaukshöfða og Vegghamra, svo dæmi séu tekin. Á bænum Stöng bjó Gaukur Trandilsson á 10. öld. Stöng fór í eyði þegar Hekla gaus árið 1104. Stöng er fyrirmynd Þjóðveldisbæjarins sem reistur var á árunum 1974 -1977 vegna 1100 ára afmælis Íslandsbyggðar. Gaukshöfði dreg- ur nafn sitt af fyrrnefndum Gauki (Gaukur á Stöng) en Gaukur var veginn í Gauks- höfða af fóstbróður sínum Ásgrími Elliða- grímssyni. Gjáin, Háifoss og Hjálparfoss eru af mörgum talin feikilega fögur nátt- úruvin sem gaman er að skoða. Þá er fjörugt dýralíf og fuglalíf á svæðinu sem og falleg fjöll. hann lærði kokkinn og hún þjóninn. Gamaldags rabbabarakaka með rjóma. Bollabrauðið er borið fram í rjúkandi bolla. Sýnishorn af því sem boðið er upp á á bændamarkaðnum. ’ Ef fólk vill komast úr ösinni og stressinu í bænum, er svo lítið mál að renna hingað upp- eftir og njóta náttúrunnar, fá góðan íslenskan mat í góðu andrúmslofti

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.