SunnudagsMogginn - 26.06.2011, Blaðsíða 41

SunnudagsMogginn - 26.06.2011, Blaðsíða 41
26. júní 2011 41 LÁRÉTT 1. Bjó til voð úr hár fyrir nægilegt og leitt. (9) 4. Í safal svitni út af óheiðarlegum (9) 7. Tígrisdýr sat aftur með sex á götu. (10) 8. Mjög slæmt líflát. (6) 9. Ílát, ertu form? Nei, mót. (9) 11. Fallerí með gerða en brotna í sýningu. (12) 13. Slys í MR verður til þess að áburður finnst. (6) 14. Meisarnir eru farartækin yfir árnar. (9) 18. Skapvond drulla hjá bráðlyndum (7) 20. Laginn dreng má sjá að varir lengi. (11) 23. Svipað borðaður og bara notaður einu sinni á dag. (9) 27. Áfall, elska og erlent alvarlegt ásigkomulag. (10) 30. Kjaftæði í kokhraustum. (4) 31. Stundaði og liðkaðist. (6) 32. Villidýr er best í fyrstu. (6) 33. Draugur sem er fyrir dýran málm eða skordýr? (12) 34. Háskafarirnar sem sundmaður lendir í. (6) 35. Líkamshlutar fá súrefni þrátt fyrir vera að eyðandi. (7) 36. Ýtnast getur lent í því að tapast. (6) LÓÐRÉTT 1. Við ármynni tað er skorað en það er samt ekki víst (9) 2. Lárviður ann einhvern veginn aðalsmanninum. (11) 3. Grönn fer frá göfugmannlegri í sérstöku farartæki. (9) 4. Flottur klæðaburður fyrir tvöfalt at í fremst hluta Skagfirðingabúðar. (9) 5. Litlu var veittur stuðningur (5) 6. Sjá tvo flækjast um eftir smá áfengissopa til að finna blauta. (6) 10. Muldra þumlarnir? (4) 12. Sé fugl á leigulöndum. (6) 15. Spil og eiturlyfið sjást í andlitinu. (7) 16. Maður fær Spánarfisk. (5) 17. Telst gráleiknastur hafa misst gálur? (8) 19. Náðir ekki að giftast (6) 21. Gull og hnoðrarnir á bómullarefni eru fitan (10) 22. Baðefni tók einhvern veginn fyrir nikótínið. (10) 24. Ferð drepi með höfuðfati. (7) 25. Sundurlaust við lok er kyrrt. (8) 26. Stök með fallegt og tvímælalaust. (7) 28. Forfaðirinn fær bót frá munkinum. (7) 29. Sjá dyntótta vera á mörkunum að slá. (5) Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátttökuseðilinn ásamt úrlausninni í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykja- vík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 26. júní rennur út 30. júní. Nafn vinningshafans birtist í blaðinu 3. júlí. Heppinn þátttakandi hlýtur bók í vinning. Vinningshafi krossgátunnar 19. júní er Ragnhildur Haraldsdóttir, Lynghaga 2, Reykjavík. Hún hlýtur í verðlaun bókina Bankastræti núll eftir Einar Má Guðmundsson. Mál og menning gefur út. Krossgátuverðlaun Magnús Carlsen tyllti sér aftur í efsta sæti heimslistans þegar hann sigraði á skákmótinu í Medias í Rúmeníu sem lauk í vikunni. Magnús deildi raunar efsta sætinu með Úkraínu- manninum Sergei Karjakin en telst sigurvegari ef reiknuð eru Sonneborg-Berger stig. Magnús er eftir mótið með 2821 elo-stig en heimsmeist- arinn Anand er með 2817 elo- stig. Þetta er óverulegur munur en mikilvægur fyrir Norðmann- inn í samhengi við stóran aug- lýsingasamning sem hann hefur gert við tískuhúsið G-Star RAW. Þetta er annað stórmót Magnúsar í ár en síðast tefldi hann á Cours-mótinu í Wijk aan Zee í janúar sl. Sigurvegarinn þaðan, Nakamura, var mættur til leiks og einnig stjarna síðasta Ólympíumóts, Vasilí Ivantsjúk. En þeir náðu sér þó aldrei á strik en Karjakin tókst með góðum endaspretti að ná Magnúsi. Lokastaðan varð þessi: 1. – 2. Magnús Carlsen og Ser- gei Karjakin 6 ½ v. (af 10) 3. - 4. Teimur Radjabov og Hikaru Na- kamura 4 ½ v. 5 - 6. Vasilí Ivant- sjúk og Liviu Nisipeanu 4 v. Magnús Carlsen tók ekki þátt í áskorendakeppninni sem lauk með sigri Boris Gelfands í maí sl. Keppnisfyrirkomulagið þar var ekki gott og þarfnast róttækra breytinga. Um taflmennsku sig- urvegarans er það að segja, að heilmikið vantaði upp á tilþrifin. Magnúsi tókst að snúa Ivantsjúk og Nisipeanu niður í jafnteflis- legum endatöflum en strax í fyrstu umferð lagði hann sig- urvegarann frá Wijk aan Zee í snarpri sóknarskák. Magnús Carlsen – Hikaru Na- kamura Drottningarbragð 1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rc3 Be7 4. cxd5 exd5 5. Bf4 c6 6. Dc2 Algengara er 6. e3 Bf5 7. g4!? Hér kemur sterklega til greina að leika 6. … Ra6. 6. … Bg4 7. e3 Bh5 8. Bd3 Bg6 9. Bxg6 hxg6 10. O-O-O Rf6 11. f3 Rbd7 12. Rge2 b5 13. e4 b4 14. Ra4 dxe4 15. fxe4 Da5 16. Kb1 O-O 17. h4! Kasparov hefði verið full- sæmdur af þessum leik sem minnir á að peð geta líka verið öflugir sóknarmenn. 17. … Hfe8 18. e5 Rd5? Liggur beinast við en betra var 18. … Rg4 sem hótar 19. … Rf2. 19. h5 g5 20. h6! Óþægilegur hnykkur. Ekki gengur 20. … gxf4 vegna 21. hxg7 og vinnur. 20. … g6 21. Bc1 R7b6 22. Rc5 Bxc5 23. dxc5 b3!? Nakamura er mikill snillingur í að hrista upp í erfiðum stöðum. Nú strandar 24. axb3 á 24. … Rb4 og vinnur. 24. Dxb3 Dxc5 25. Rd4! Hxe5 26. Rf3 He2 27. Rxg5! Þessi riddari er stórhættulegur með h-peðið sér við hlið. Varn- arstaðan á drottningarvæng minnir á reglu Capablanca: sé liðsaflinn til varnar a.m.k. jafn – og kóngurinn er tekinn með – dugar það oftast. 27. … De7 28. Dd3 Hf8 29. Hdf1 f5 Hvítur hótaði 30. Rxf7 o.s.frv. 30. g4! Aftur leggur peð til sóknar. 30. … Ra4 31. Dd4 De5 32. Dxe5 Hxe5 33. gxf5 gxf5 34. Rf3! He7 35. Hfg1+ Kh7 Eða 35. … Kh8 36. Rh4 og vinn- ur. - sjá stöðumynd - 36. Hg7+! Kh8 37. Hhg1 Hfe8 38. Rh4 Hxg7 - og gafst upp m leið. Fram- haldið gæti orðið: 39. hxg7 He7 40. Rg6+ og vinnur. Rúnar sigraði í Djúpavík Rúnar Sigurpálsson sigraði á aðalmóti Skákhátíðarinnar á Ströndum sem Hrókurinn stóð fyrir. Þetta var í fjórða sinn sem þessi skákhátíð er haldin. Rúnar fékk 8 ½ vinning úr níu skákum og skaut aftur fyrir sig sigurveg- ara mótsins 2010, Jóhanni Hjart- arsyni. Alls tóku 43 skákmenn þátt í mótinu sem að þessu sinni fór fram í Trékyllisvík. Helgi Ólafsson helol@simnet.is Magnús Carlsen endurheimti efsta sæti heimslistans Skák Nafn Heimilisfang Póstfang Krossgáta

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.