SunnudagsMogginn - 26.06.2011, Blaðsíða 17

SunnudagsMogginn - 26.06.2011, Blaðsíða 17
26. júní 2011 17 S vanhildur Anna Sveinsdóttir er ein af þeim Íslendingum sem þjást af samþættri sjón- og heyrnarskerðingu. Svanhildur fæddist heyrnarskert á báðum eyrum, en sjónin virtist vera í lagi framan af. „Sjónin í mér sem barn var ágæt. Upp úr fermingu fæ ég gleraugu og eftir það fer sjóninni að hraka mjög fljótt,“ segir Svanhildur. „Mér var sagt að ég væri með nærsýna sjónskekkju og svo var ég líka náttblind. Ég gerði mér enga grein fyrir náttblindunni þar sem ég bjó í sveit og var ekkert úti á kvöldin. Í kringum tvítugt byjar svo sjónsviðið að þrengjast hægt og rólega. Þetta gerðist svo hægt að það kom eiginlega svolítið aftan að mér að ég væri að verða blind. Ég var allt í einu farin að reka mig utan í horn á borðum, stóla, ljósakrónur í ákveðinni hæð og hina og þessa hluti. En ég hef bara þurft að lært að lifa með þessu. Ég man að fyrsta áfallið sem reið yfir mig var þegar ég fór til augnlæknis til að fá mér sterkari gleraugu. Augnlæknirinn tjáði mér að ég mætti ekki vinna við störf sem reyndu á sjónina.“ Heyrninni hrakar Svanhildur Anna fæddist heyrnarskert, með 50% heyrn á báðum eyrum. Þegar hún var sjö ára fékk hún sín fyrstu heyrnartæki sem urðu til þess að hún fór að greina hljóð betur og ári síðar var hún farin að læra að tala rétt. Skömmu eftir barnaskóla fór heyrninni að hraka mjög hratt þangað til hún var alveg hætt að geta notað eyrun og greindi ekki lengur í sundur hljóð og tal. ,,Ég var orðin heyrnarlaus, en í desember árið 2004 ákvað ég að fara í kuðungsígræðslu á vinstra eyra. Aðgerðin gekk það vel að ég gat farið að greina í sundur hljóð og fór að geta talað aftur,“ segir Svanhildur. Kuðungsígræðslutæki er tæki sem gef- ur heyrnarskertum og heyrnarlausum möguleika á að heyra hljóð. Tækið er samsett úr innri hluta, sem græddur er í eyrað með aðgerð (kuðungsígræðslu) og ytri búnaði sem borinn er fyrir aftan eyrað. Tækið framkallar hljóðáhrif með því að örva heyrnartaugina með raf- magni. Heilaæxli Þremur árum seinna, árið 2007, fór Svanhildur aftur í kuðungsígræðslu en þá á hægra eyra, en aðgerðin tókst ekki eins vel og þremur árum áður þegar vinstra eyrað var lagað. „Ég fann það strax að það var eitthvað að og það kom líka í ljós þegar ég var í tónstillingum að sá grunur reyndist á rökum reistur. Þeg- ar betur var að gáð kom í ljós að ég var með heilaæxli við heyrnartaugina og jafnvægistaugina. Æxlið fannst í rauninni á síðustu stundu. Þetta var orðið svo stórt og mikið og farið að angra mig það mikið að ég var hætt að geta gengið úti vegna lélegs jafnvægis. Hérna heima var ég farin að ganga meðfram veggjum og var mikið veik í marga mánuði,“ segir Svanhildur og bætir við að heyrnin á hægra eyra hafi aldrei jafnað sig og að hún heyri ekkert með því eyra í dag. Heilaæxlið var fjarlægt með aðgerð ár- ið 2008 og þá batnaði líf hennar mikið. „Æxlið hafði mikil áhrif á sjónina og heyrnina og ég var mjög veik í marga mánuði. Eftir aðgerðina hurfu veikindin, heyrnin lagaðist mikið og sjónin, sem var orðin mjög slæm, lagaðist einnig mikið. Blindrahundurinn Exo Fyrir rétt rúmu ári fékk Svanhildur svo blindrahundinn Exo. Exo er rakki af Labrador-kyni sem fékk þjálfun í Nor- egi. „Exo er alveg æðislegur og hefur breytt mínu lífi mikið frá því að ég fékk hann í maí í fyrra. Hann fylgir mér eins og fylgdarmaður um allt og sér til þess að ég verði mér ekki að voða. Hann stoppar við götur og kantsteina og pass- ar upp á það að ég reki mig ekki utan í hluti,“ segir Svanhildur. Svanhildur er varamaður í stjórn Fjólu. Fjóla er félag fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. Markmið fé- lagsins er að vinna að hvers kyns rétt- inda- og hagsmunamálum sjón- og heyrnarskertra á Íslandi. Mánudaginn 27. júní næstkomandi verður haldinn al- þjóðlegur dagur fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. Af því tilefni verður dagskrá á vegum félagsins í höf- uðstöðvum Blindrafélagsins, Hamrahlíð 17 í Reykjavík. Boðið verður upp á fjöl- breytta dagskrá sem hefst klukkan 13:00. Léttar veitingar verða í boði og gestum gefst kostur á að skoða hjálpar- tæki og kynna sér samskiptaleiðir. Heyrnin kom, sjónin fór „Þetta gerðist svo hægt að það kom eiginlega svolítið aftan að mér að ég væri að verða blind. Ég var allt í einu farin að reka mig utan í horn á borðum, stóla, ljósakrónur í ákveðinni hæð og hina og þessa hluti,“ segir Svanhildur Anna Sveinsdóttir sem er sjón- og heyrnarskert. Texti: Róbert B. Róbertsson robert@mbl.is Mynd: Sigurgeir Sigurðsson sigurgeir@mbl.is Svanhildur Anna Sveinsdóttir ásamt blindrahundinum Exo.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.