SunnudagsMogginn - 26.06.2011, Blaðsíða 32

SunnudagsMogginn - 26.06.2011, Blaðsíða 32
32 26. júní 2011 Rúna (Sigrún Guðjónsdóttir), gerði þetta plakat fyrir Happdrætti Há- skóla Íslands en grafísk hönnun fær sitt pláss á sýningunni en safnið leitar nú að plakötum úr hönnunarsögunni. Stóllinn með bláu setunni er hannaður ár- ið 1962 af Sveini Kjarval fyrir Kaffihúsið Tröð, sem var á annarri hæð hússins við Austurstræti 18. Hafin var endurfram- leiðsla á stólnum árið 2003 af húsgagna- framleiðandanum Hansen & Sørensen í Danmörku en slík endurframleiðsla á ís- lenskum húsgögnum 20. aldar er næsta fátíð enn sem komið er. Hinn tréstóllinn er líka eftir Svein og er frá 1952 á meðan sá efsti er borðstofustóll eftir Árna Jón- son frá um 1960. an aðgang að þessari sögu. Þó eigum við auðvelt með að draga upp mynd af mörgu því sem hefur skapað hönnunarvettvanginn á Íslandi, til að mynda af þeirri iðnvæðingu sem hér varð á 20. öldinni við nútímavæðingu íslensks samfélags,“ segir á vef safnsins. Húsgögnin á meðfylgjandi myndum eiga það sammmerkt að vera frá því um eða eftir miðja síðustu öld. „Húsgagnaframleiðsla var gríðarlega stór og sinnti heimamarkaði,“ segir Harpa Þórsdóttir safnstjóri. Hún segir íslensku hönnunarsöguna hefjast með fyrstu menntuðu arkitektunum og húsgagnahönnuðunum en Hönnunarsafn Íslands Húsgögnin okkar Íslensk húsgögn frá því um og upp úr miðri síðustu öld skipa stóran sess í sýningunni Hlutirnir okkar, sem stendur yfir í Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ. Sýn- ingin varpar ljósi á íslenska hönnunarsögu, sem hefur enn ekki verið rannsökuð til hlítar. Texti: Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Myndir: Kjartan Þorbjörnsson golli@mbl.is Gærustóll frá um 1960. Ásgeir Einarsson framvæmdastjóri hús- gagnagerðar Sindra hf. á þeim tíma, hannaði Sindrastólinn eins og hann er gjarnan nefndur. Þennan stól þekkja margir Íslendingar. Hann varð mjög vinsæll og var bæði notaður í unglingaherbergi og stofur Ís- lendinga. Nútímalegt form stólsins er fengið með trefjaplastskel sem gæran klæðir af og má segja að ný formsköpun hafi komið fram í slík- um húsgögnum, þegar stálgrindur og ekki síst ýmis plastefni urðu vin- sæl í húsgagnagerð. Íslensk sauðargæra jók á frumleikann og varð vin- sælt áklæði um tíma. Hengilampi úr áli, Hekla (1962), eftir Jón Ólafsson og Pétur B. Lúth- ersson. Þegar Jón og Pétur voru á öðru ári við nám í Listiðnaðarskól- anum í Kaupmannahöfn tóku þeir þátt í lampasamkeppni. Hugmynd þeirra var að hanna lampa með góðri lýsingu en að hafa hann þannig að hann mætti leggja saman við geymslu til að minnka fyrirferð. Lampinn hlaut fyrstu verðlaun og var framleiddur af Fog & Mörup í Danmörku í 15 ár og seldur víða um heim. Hann fékkst einnig á Íslandi í Rafbúð Do- mus Medica en í dag má helst finna hann hjá antíksölum sem sérhæfa sig í norrænni hönnun. Form lampans hvað lýsingarhönnunina sjálfa varðar er dæmigert fyrir ljósahönnun norrænna hönnuða og arkitekta eins og Alvars Aalto og Pouls Henningsen, þar sem lýsingin dreifist vel niður og skífurnar veita mjúkri birtu til hliðanna og upp. Gunnar H. Guðmundsson hannaði stólinn Höfðingja. Frumgerð stólsins var gerð árið 1959-1960 og annaðist húsgagnasmíðaverkstæði Friðriks Þorsteinssonar við Skólavörðustíg smíðina en Bólstrun Ásgríms P.Lúðvíks- sonar við Bergstaðastræti vann alla leðurvinnu. Kristján Siggeirsson hf. hóf svo framleiðslu á honum og var hann meðal annars notaður lengi á Kjarvalsstöðum. Stóllinn var sýndur á listiðnaðarsýningu í München árið 1961 og hlaut þar gullverðlaun fyrir hugmynd og handverk. S ýningin Hlutirnir okkar hefur verið opnuð í Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ. Sýningin er á völdum gripum úr eigu safnsins en frá stofn- un þess árið 1998 hefur safnið fengið marga góða gripi sem varpa ágætu ljósi á íslenska og erlenda hönnun. Safneignin endurspeglar nú þegar þá miklu fjölbreytni sem hönn- unarsagan samanstendur af en að þessu sinni er lögð áhersla á að sýna íslensk húsgögn og prentgripi. „Íslensk hönnunarsaga er óljós að því leyti að hún hefur ekki enn verið rannsökuð til hlítar og almenningur hefur ekki haft greið-

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.