SunnudagsMogginn - 26.06.2011, Blaðsíða 35

SunnudagsMogginn - 26.06.2011, Blaðsíða 35
Fjárhagur Norður-Írlands hefur verið bágborinn undanfarin misseri en nú þykjast menn sjá fram á bjartari tíma. Sigur Rorys McIlroy á Opna bandaríska muni skipta þjóðina miklu máli fjárhagslega. Tilkynnt var í vikunni að ferðamönnum til Norður-Írlands hefði fækkað um 300.000 á milli ára. „Öll umfjöllunin í fjölmiðlum er ómetanleg,“ var haft eftir stjórnmálamanni. Hann benti á að 30 sek- úndna auglýsing í sjónvarpi lokakvöld golfmótsins kostaði 300.000 dollara, andvirði um 35 millj- óna króna, en látlaus umfjöllun hefði verið um McIlroy í fjóra daga samfleytt og héldi áfram. Tekjur Norður-Íra af útlendingum sem koma til að spila golf eru 13-14 milljónir punda árlega, um tveir og hálfur milljarður króna. Heimamenn eru vissir um að vegna McIlroys muni sú tala hækka og tekj- urnar aukast. Svo gerast þær raddir sífellt háværari að Opna breska meistaramótið fari fram á Norður-Írlandi á ný, en þar var það síðast 1951. Er Royal Portrush-völlurinn þó talinn einn sá besti á Bretlandseyjum. „St. Andrews [í Skotlandi] er tiltölulega lítill staður en almenningur er tilbúinn að ferðast töluverðar vegalengdir til að fylgjast með mótinu,“ segir Robert Cully hjá norður-írska ferðamálaráðinu. Skortur á gistingu í grennd við völlinn er meðal þess sem talið er standa í vegi fyrir því að Opna breska fari þar fram. Landið er sjö sinnum minna en Ísland, og Cully segir: „Á Norður-Írlandi er fólk aldrei í meira en tveggja klukkustunda fjarlægð frá neinu. Næga gistingu er að finna í landinu.“ Stórmál fyrir Norður-Írland ’ Ég á enn langt í land, segir Rory McIlroy um samanburð við Tiger Woods og bendir á að goðið hafi sigrað á 13 fleiri risamótum! Rory McIlroy faðmar föður sinn, Gerry, eftir sigurinn á Opna bandaríska meistaramótinu um síðustu helgi. og goðsagnarinnar Jacks Nicklaus, sem vann 18 risamót á ferlinum, og Tigers Wo- ods, besta kylfings heims til margra ára, sem hefur sigrað á 14 risamótum. Strax í æsku leit McIlory mjög upp til Woods. Hann var átrúnargoð stráksins. Það var því skiljanlega stór stund þegar Woods lét hafa eftir sér 2009 að Norður- Írinn ætti eftir að verða sá besti í heimi, en gefa yrði honum tíma. „Ég fékk gæsahúð þegar Tiger sagði þetta. Það er ekki hægt að fá meira hrós en að hann taki svona til orða. En það stígur mér ekki til höfuðs; ég veit ég þarf að æfa vel áfram og einbeita mér að því sem ég er að gera,“ sagði Rory síðar þetta sama ár. Ferskur andblær Þekktir kylfingar hrósuðu McIlroy í há- stert fljótlega eftir að hann varð atvinnu- maður. „Betri en Tiger á þessum aldri,“ sagði Mark O’Meara, sem einu sinni sigr- aði á opna breska. „Rory er langbesti ungi kylfingurinn sem ég hef leikið með,“ sagði Geoff Ogilvy, sigurvegari Opna bandaríska 2006. Sumir spekingar taka svo djúpt í árinni að sigrar Woods á risamótum verði varla mikið fleiri, bæði vegna þess hve McIlroy er orðinn góður og af því að Bandaríkja- maðurinn hefur dalað undanfarin miss- eri, bæði vegna meiðsla og einnig spilar örugglega inn í margfalt framhjáhald hans, skilnaður og allt það fjölmiðlafár sem því fylgdi. Enginn efast reyndar um hæfleika Tígursins á golfvellinum og ekki skyldi afskrifa hann; Tiger er einn fremsti kylfingur sögunnar. En snillingurinn sá þykir heldur þurr á manninn, jafnvel hrokafullur og gefa lítið af sér. Mörgum sem tengjast golfinu þótti framkoma hans í einkalífinu kusk á þann hvítflibba sem íþróttin er jafnan talin, svartur blettur á þessari fáguðu íþrótt, og Norður-Írinn ungi, frjálslegur í fasi, brosmildur og heiðarleikinn uppmálaður, sé nauðsyn- legur, ferskur andblær, stígi jafnvel niður sem frelsandi engill, reiðubúinn að auka hróður golfsins á nýjan leik. „Ég á langt í land“ Rory tekur þó öllum vangaveltum með stóískri ró. „Ég á enn langt í land,“ segir hann um samanburð við Tiger og bendir á að goðið hafi sigrað á 13 fleiri risamótum! „Þegar maður sigrar svona ungur á risa- móti er líklega óhjákvæmilegt að vera borinn saman við Tiger. En hann er Tiger Woods. Ég er ánægður að fá að hampa verðlaunagrip sem nafn hans er letrað á.“ Eftir að írski kylfingurinn Pádraig Harrington sagði Norður-Írann þann sem ætti mesta möguleika á að ná meti Jacks Nicklaus og vinna 18 risamót, setti McIlroy upp hálfgerðan skelfingarsvip. „Það er gaman þegar fólk segir talar svona, en staðreyndin er sú að ég hef bara unnið eitt risamót!“ Rory McIlroy er, eins og nærri má geta, dáðasti sonur Holywood. Nafn plássins, sem er vel að merkja borið fram alveg eins og Hollywood, er komið úr latínu; Sanc- tus Boscus sem þýða mætti sem Heilagur skógur. Það voru Normannar sem fyrst notuðu nafnið um hið skógi vaxna svæði umhverfið klaustrið í St. Laiseran á norð- austurströndinni. Elsta heimildin um enska nafnið Haliwode er á skjali frá 14. öld. Heimamenn kalla bæinn Ard Mhic Nasca á gelísku. Frægasti íþróttamaður Norður-Íra er knattspyrnugoðið George Best. Hann hafði meiri hæfileika en flestir og var einn besti leikmaður heims á hátindi ferilsins, en spilaði rassinn úr buxunum. Nú hefur þessi fámenna þjóð eignast aðra stór- stjörnu. Rory McIlroy er ákafur stuðn- ingsmaður Manchester United, sem Best lék einmitt með á hátindi ferilsins, en Norður-Írar eru vissir um að aðeins það og þjóðernið eigi þeir sameiginlegt.  Byggt á Belfast Telegraph, Guardian og CNN. Reuters 26. júní 2011 35

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.