SunnudagsMogginn - 26.06.2011, Blaðsíða 30

SunnudagsMogginn - 26.06.2011, Blaðsíða 30
30 26. júní 2011 S töndum við andspænis faraldri geðrænna sjúkdóma og ef svo, hvers vegna? Þessari spurningu er varpað fram og fjallað um í umsögn Marciu Angell, fyrirlesara við læknadeild Harvardháskóla, um þrjár nýjar bækur, sem út hafa komið að und- anförnu um geðsjúkdóma og lyfjameðferð en umsögnin birtist í New York Review of Books nú fyrir skömmu. Eru lyfjafyrir- tækin farin að hafa áhrif á hvernig geð- sjúkdómar eru skilgreindir og hver sé bezta meðferðin við þeim? Hafa læknar gengið í bandalag við lyfjafyrirtækin? Virka geðlyfin? Þetta eru spurningar, sem fjallað er um í bókunum og umsögn Mar- ciu Angell. Svo vill til að sömu daga og þessi at- hyglisverða bókaumsögn birtist í hinu virta bandaríska bókatímariti var staddur hér á landi Daniel Fisher, bandarískur geðlæknir, sem sjálfur var greindur með geðklofa en náði fullum bata, ekki með lyfjameðferð heldur samtalameðferð og öðrum hætti. Hann flutti fyrirlestur á vegum grasrótarsamtakanna Hugarafls, Maníu og Unghuga sl. mánudag. Það vakti athygli mína hvað fundurinn var vel sótt- ur og að yfirgnæfandi meirihluti fundar- manna var konur. Af hverju hafa þær meiri áhuga á geðsjúkdómum en karlar? Aðsóknin bendir til þess að þörf sé fyrir umræður um þetta efni hér. Kjarninn í málflutningi Daniels Fishers, Irvings Kirsch, sálfræðings við Háskólann í Hull, sem skrifaði bókina The Emperor’s New Drugs: Exploding the Antidepressant Myth, Roberts Whitaker, blaðamanns, sem skrifaði bókina Anatomy of an Epi- demic: Magic Bulletts, Psychiatric Drugs and the Astonishing Rise of Mental Illness in America (og áður Mad in America 2001) og Daniels Carlats, geðlæknis í Boston, sem skrifaði bókina Unhinged: The Trouble with Psychiatry – A Doctoŕs Re- velations About a Profession in Crisis, er með einum eða öðrum hætti sá, að ekki hafi verið sýnt fram á að geðsjúkdómar stafi af ójafnvægi í efnasamsetningu í heil- anum, sem hægt sé að lækna með lyfjum. Skv. frásögn Marciu Angell heldur Whita- ker því raunar fram, að lyfin geri illt verra. Töluverðar umræður urðu um þetta mál hér á Íslandi fyrir nokkrum árum, sem að hluta til voru sprottnar af þeim sjónarmiðum, sem Whitaker setti fram í bókinni Mad in America og að einhverju leyti byggir hugmyndafræði grasrótar- samtaka á borð við Hugarafl og Hlut- verkasetur á áþekkum viðhorfum. Sl. miðvikudag sagði Kristinn Tóm- asson, formaður Geðlæknafélags Íslands, í viðtali við Morgunblaðið í tilefni af heim- sókn Fishers: „Aðalatriðið er að stilla ekki einum kosti upp andspænis öðrum þannig að það stuði sjúklinginn.“ Og jafnframt var eftirfarandi haft eftir Kristni: „Hann telur ekki að of mikil áherzla hafi verið lögð á líffræðilegu hliðina á kostnað hinna. Miklar félagslegar umbæt- ur hafa orðið, t.d. með aukinni áherzlu á að gefa fólki möguleika á búsetu úti í sam- félaginu fremur en á stofnunum. Aðgengi að sálfræðilegum stuðningi hafi batnað mjög og einnig hafi mikil þróun orðið í geðlyfjum.“ Þeir, sem hafa horfzt í augu við alvar- lega geðsjúkdóma eiga erfitt með að trúa því að hægt sé að ráða bót á þeim án þeirra nútímalegu lyfja, sem komið hafa til sög- unnar á síðustu áratugum. Daniel Fisher heldur öðru fram og vísar til eigin reynslu en tekur þó fram að hann mæli ekki alger- lega á móti lyfjum. Auðvitað er það svo, að það sem einum hentar á ekki við annan og það getur bæði átt við um samtala- meðferð og lyf. Vandinn við þessar umræður er hins vegar sá, að þær valda óróa á meðal þeirra, sem taka lyf vegna alvarlegra geð- sjúkdóma, og ýta undir spurningar í þeirra huga um hvort kannski sé í lagi að hætta að taka lyfin (þau geta haft óþægi- legar aukaverkanir) – og það getur haft alvarlegar afleiðingar, þótt ekkert sé hægt að fullyrða um það fyrirfram. Hins vegar er það áhugaverð spurning, sem Marcia Angell varpar fram um far- aldur geðrænna vandamála. Hún bendir á rannsókn, sem National Institute of Men- tal Health í Bandaríkjunum efndi til 2001- 2003, sem bendi til að 46% Bandaríkja- manna falli undir einhverja af fjórum megin-skilgreiningum American Psychi- atric Association á geðröskunum ein- hvern tíma á ævinni. Er sem sagt hugsanlegt að a.m.k. á Vesturlöndum og þar á meðal á Íslandi hafi skilgreining á geðröskunum orðið víðtækari með árunum og meira um að læknar og sálfræðingar fái til meðferðar vægari geðraskanir, sem áður var ekki talin ástæða til að gera neitt við? Og að vaxandi umræður um geðlyfin og notkun þeirra sé til komin vegna þess að meira álitamál sé hvort lyfjameðferð eigi við í hinum vægari tilvikum? Það er mikilvægt að þessar umræður fari fram á réttum forsendum. Það er himinn og haf á milli vægra geðraskana, sem hægt er að fást við með samtala- meðferð, og alvarlegra geðsjúkdóma, sem hingað til hefur ekki verið sýnt fram á með fullgildum rökum og staðreyndum að hægt sé að ráða bót á án lyfjameðferðar. Alveg eins og umræður um svonefnt „læknadóp“ fóru úr böndum fyrir skömmu. Eitt er notkun lyfja vegna alvar- legra sjúkdóma. Annað er misnotkun þeirra sömu lyfja. Það er hægt að misnota geðlyf, svefnlyf, verkjalyf og önnur lyf en sú misnotkun er sérvandamál, sem ekki má blanda saman við notkun þeirra vegna alvarlegra sjúkdóma. Þekking okkar á geðsjúkdómum er ekki komin á það stig að hægt sé að fullyrða neitt um þau álitamál, sem fjallað er um í þessum umræðum og hér hefur verið vitnað til. Hitt fer ekki á milli mála að opnar umræður um þau eru mikilvægar – og líklegar til að auka skilning á eðli þess- ara sjúkdóma. Faraldur geðrænna sjúkdóma? Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@mbl.is A ð kvöldi 25. júní 1977 hitti hin sextán ára gamla Jayne MacDonald nokkra vini sína á öldurhúsi í miðborg Leeds. Létt var yfir fólki í sumarblíðunni og dans stiginn fram eftir kvöldi. Kynntist Jayne þar átján ára gömlum pilti, Mark Jones að nafni, og um hálfellefuleytið yfirgáfu þau öld- urhúsið ásamt fleiri ungmennum. Fljótlega tvístraðist hópurinn en Mark og Jayne stöldruðu við í miðbænum og fengu sér snarl. Mark bjó þar í grenndinni og hugðist skutla hinni nýju vinkonu sinni heim að því gefnu að bíll systur hans væri heima. Svo var ekki og slæptust þau því um í næsta ná- grenni fram til klukkan hálf-tvö aðfaranótt sunnudags- ins 26. júní 1977, þar sem Jayne hafði misst af síðasta strætisvagni kvöldsins. Þá skildu leiðir til móts við sjúkrahús borgarinnar og ákvað unga fólkið að hittast aftur síðar. Að því búnu gekk Jayne af stað áleiðis heim. Þangað komst hún aldrei. Hálfri klukkustundu síðar réðist ókunnugur maður á hana vopnaður hamri og eld- húshníf. Hann barði Jayne fyrst í hnakkann með hamr- inum. Síðan dró hann hana á grúfu dágóða leið inn í æv- intýragarð, þar sem hann barði hana aftur í höfuðið með hamrinum og stakk hana svo ítrekað í brjóst og bak þangað til hún lést. Að því búnu hvarf hann á braut. Tvö börn að leik fundu lík Jayne MacDonald morg- uninn eftir og gerðu lögreglu aðvart. Í ljós kom að hún hafði verið lamin í þrígang í höfuðið með hamri og stungin um það bil tuttugu sinnum með hnífi. Íbúar Leeds voru slegnir óhug við tíðindin enda þótt ódæðið hafi ekki komið sérstaklega á óvart, fjórar konur höfðu fallið fyrir morðingjahendi á sama svæði næstu tvö árin á undan, sú síðasta tveimur mánuðum fyrr. Það sem greindi þær frá Jayne MacDonald var hins vegar sú staðreynd að þær drógu allar fram lífið með vændi. Jayne vann hins vegar sem aðstoðarstúlka í búð og kom hvergi nærri harkinu á götum borgarinnar. Enn hafði fjöldamorðinginn, sem gefið var nafnið Jórvíkurskíris- ristirinn, látið til skarar skríða og nú þótti ljóst að öllum konum steðjaði ógn af honum, ekki bara portkonum. Leiddi þessi vindingur í málinu til mikillar ólgu, ekki bara í Leeds heldur um gjörvallar Bretlandseyjar. Lög- reglu var legið á hálsi fyrir að finna ekki morðingjann og allt tiltækt lið var fengið að rannsókninni. Jórvíkurskíris-ristirinn náðist þó ekki fyrr en hálfu fjórða ári síðar. Þá lágu átta konur til viðbótar í valnum, bæði vændiskonur og aðrar. Morðinginn reyndist vera Peter Sutcliffe og var hann 34 ára þegar hann var góm- aður. Sutcliffe var kvæntur og hafði komið víða við á vinnumarkaði, meðal annars unnið sem bílstjóri og lík- grafari. Á yngri árum nýtti hann sér oft þjónustu vænd- iskvenna og fór með tímanum að leggja fæð á þá stétt kvenna með þessum hörmulegu afleiðingum. Eftir að hafa verið í haldi lögreglu í tvo sólarhringa gekkst Sutcliffe við því að vera Jórvíkurskíris-ristirinn og bar því í fyrstu við að rödd hefði gefið sér fyrirmæli um að höggva skörð í raðir vændiskvenna. Hann væri með öðrum orðum að verða við guðs vilja. Sutcliffe var metinn sakhæfur og dæmdur í tuttugufalt lífstíðarfangelsi árið 1981. Skömmu síðar var hann hins vegar greindur með geðklofa og hefur verið vistaður á viðeigandi stofnun síðan. Strax við yfirheyrsluna yfir Sutcliffe í byrjun árs 1981 kom í ljós að hann hefði myrt Jayne MacDonald af misgá. „Mér líður skelfilega yfir næsta morðinu sem ég framdi, á ungu stúlkunni Jayne MacDonald,“ sagði hann í játningu sinni. „Ég las fyrir skemmstu að faðir hennar hefði farist úr harmi og þá helltist þetta yfir mig aftur. Mér varð ljóst hvílík ófreskja ég var orðinn. Ég taldi á þessum tíma að hún væri vændiskona og ég hafði ríka þörf fyrir að myrða þær. Ég hafði tapað vitglórunni.“ Aðstandendum Jayne hefur verið lítil huggun í því. orri@mbl.is Morðingi fer kvennavillt Jayne MacDonald var ekki vændiskona, heldur búðarstúlka. ’ Mér varð ljóst hvílík ófreskja ég var orðinn. Jórvíkurskíris-ristirinn Peter Sutcliffe myrti alls 13 konur. Á þessum degi 26. júní 1977

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.