SunnudagsMogginn - 26.06.2011, Blaðsíða 27

SunnudagsMogginn - 26.06.2011, Blaðsíða 27
26. júní 2011 27 eða fjara, nótt eða dagur, léttskýjað eða dumbungur, vetur eða sumar.“ Rauðisandur er þekktur fyrir sér- staka og mikla náttúrufegurð. Hann er um 14 kíló- metra langur og litatónn hans þykir afar fallegur. Myndir styrkja texta og texti styrkir myndir Saga svæðisins er sérstök og sveipuð dulúð, en hana hefur Ari Ívarsson ritað niður í bókina ásamt skemmti- legum fróðleik og lýsingum. „Ég var svo heppin að komast í kynni við Ara sem er frá Melanesi á Rauða- sandi. Hann er þvílíkur hafsjór fróðleiks um svæðið, bæði sagn- og þjóðfræðilegs eðlis, og hann skrifar textann í bókinni,“ segir Rut. Í bókinni er að finna áður óbirtar sögur og vísur sem Ari hefur grafið upp, en þar á meðal er sagan af ferð Símonar Dalaskálds og vísur sem hann orti. Þá er í bókinni skemmtileg frásögn af sex konum sem komu á sexæringi frá Breiðarfjarð- areyjum að námasvæðinu í Stálfjalli og fylltu bát sinn af kolum og greiddu m.a. fyrir með afar fágætum sel- skinnsskóm. Farið er yfir sögu Saurbæjarkirkju og er hún á köflum æði skrautleg. Þar koma m.a. við sögu sjóræningjar og nokkur sögufræg stórmenni Íslands. Frá því Rut kom fyrst á Rauðasand hefur hún verið tíð- ur gestur og eru myndirnar í bókinni teknar á þessu 20 ára tímabili sem hún hefur sótt svæðið. „Ég er búin að fara þangað aftur og aftur, arka heiðar og ganga fjörur. Emil er með flugréttindi og við erum búin að fljúga yfir svæðið til að ná myndum við ólík birtuskilyrði.“ Rut stundaði ljósmyndanám á árunum 1978-79 og 1982-86 og stofnaði síðan eigin ljósmyndastofu árið 1988 sem hún hefur rekið síðan. Ljósmyndastofan ber nafnið Ljósmyndir Rutar og er staðsett í Skipholti 31 í Reykja- vík. Hún hefur aðallega fengist við portrettmyndir en hún hefur einnig sinnt þessu gæluverkefni inn á milli. Bókina gefur Rut sjálf út, en að vinnslu hennar koma einnig Gísli B. Björnsson, grafískur hönnuður, og Silja Rut Thorlacius, ljósmyndari, sem aðstoðaði við mynd- vinnslu. robert@mbl.is um Rauðasand Í Suðurbólshlíðinni stundaði Hjalti Þorgeirsson heyskap sem eldri maður og sló hann hlíðina á hnjánum. Margar fallegar myndir er að finna í bókinni eins og t.d. þessa sem tekin er á Sleiphellu.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.