SunnudagsMogginn - 26.06.2011, Blaðsíða 45

SunnudagsMogginn - 26.06.2011, Blaðsíða 45
26. júní 2011 45 Í bókinni This is Not the End of the Book ræða for- fallnir bókasafnarar, Um- berto Eco og Jean-Claude Carrière, um bókasöfnun sína, en báðir eiga þeir mikið af sjald- séðum bókum, Eco á 50.000 bækur og Carrière 30.000- 40.000. Þeim er tíðrætt um það hvað það sé gaman að safna bók- um, að leita að gullmolum og gera góð kaup. Í því ljósi fannst mér merkilegt að sjá hvað þeir eru eigingjarnir þegar rætt er hvað eigi að gera við þessu miklu söfn að þeim gengnum; Eco get- ur ekki hugsað sér að bókasafni hans verði tvístrað, í það minnsta ekki þeim hluta sem hefur að geyma mesta rarítetið: „Vitanlega get ég ekki hugsað mér að safninu verði tvístrað. Fjölskylda mín myndi gefa bóka- safni það eða selja það hjá upp- boðshúsi og það færi því í heilu lagi til háskólasafns. Það eitt skiptir mig máli.“ Nú er það títt gert að gefa bókasöfnum bókasöfn og stund- um vill það verða einskonar hefndargjöf, því viðtakandinn þarf iðulega að leggja í kostnað vegna gjafarinnar, koma henni fyrir í hillum, jafnvel byggja við eins og dæmi eru um, eða flokka niður í kassa, sem er býsna al- gengt, og borga síðan fyrir geymslurými um aldir alda. Sú árátta safnara að vilja varðveita söfnin heil að sér látnum eru því ekki bara að ræna aðra ánægj- unni af því að geta rekist á ein- hverja perluna úr safni þeirra í rykugri búðarholu heldur eru þeir líka að skapa öðrum vand- ræði að ósekju. Best er því að selja allt klabbið og þá ekki til bókasafna heldur til annarra safnara eða bóksala. Helsta gleðin af því að safna bók- um felst í nefnilega söfnuninni sjálfri og þá gleði munu ekki aðr- ir upplifa en safnarinn; þegar hann fellur frá er hans gleði úr sögunni og er þá ekki besta leiðin til að minnast hans að leyfa öðr- um að upplifa gleðina af því að rekast á sjaldséna bók? Söfn- unar- gleði ’ Helsta gleðin af því að safna bókum felst í söfnuninni sjálfri og þá gleði munu ekki aðrir upplifa en safnarinn. Orðanna hljóðan Árni Matthíasson arnim@mbl.is Undanfarið hef ég aðallega verið að lesa höfunda sem þurfa ekki sárlega á því að halda að vera komið á fram- færi, gamla karla sem hafa ýmist fengið Nóbelsverðlaun eða verið tilnefndir oftar en einu sinni. Eina bók las ég hins vegar í miklu lestrarmaraþoni í vor sem mér þykir þess verð að auglýsa svolítið; það er skáldsaga eftir kúb- anska höfundinn Virgilio Piñera, sem heitir á frummál- inu La carne de René en ég las í ensku þýðingunni sem René’s Flesh. Piñera var ljóð- og leikritaskáld, smá- sagna- og skáldsagnahöfundur og Hold Renés var hans fyrsta skáldsaga, kom út árið 1952. Það carne sem kemur fyrir í titlinum getur á spænsku þýtt bæði hold og kjöt og sú tvíræðni er í raun lykillinn að bókinni, en verður óhjákvæmilega dálítið stirð í þýðingu. Ég ráðlegg því þeim sem lesa spænsku á annað borð að reyna frekar að verða sér úti um upprunalega útgáfu bókarinnar en enska þýðingu, þótt hún sé að öðru leyti ágætlega gerð. Aðalpersóna sögunnar er René, veikbyggður unglings- piltur. Hann á yfirgangssaman og ráðríkan föður sem er fylgismaður undarlegs sértrúarsöfnuðar sem tignar holdið og kjötið framar öllu. Faðirinn reynir með öllum ráðum að vígja René inn í þennan dýrkendaflokk, meðal annars með því að láta hann snerta ógeðsleg sár sem faðirinn hefur rist í eigið hold og neyða hann til að standa í röðinni í kjötbúðinni, en René ræður ekki við verkefnið og fellur í yfirlið. Svo fer að faðir hans sendir hann í piltaskóla söfnuðarins þar sem nemendurnir eru hafðir í taumi og með múl eins og hundar og þjálfaðir í ögun og dýrkun holdsins. Hómóerótískur og sadóma- sókískur andi svífur yfir vötnum. En þótt René sýni mótþróa og takist á endanum að sleppa úr kjötskólanum er raunum hans ekki lokið. Alla bókina er René að berj- ast við fólk sem vill eiga hann og ráða yfir honum, gjarnan í holdlegum skilningi. Þetta fólk er hvað öðru einkennilegra; kjötdýrkandi faðir hans, væmin eldri ná- grannakona sem girnist hann, drykkfelldir og sadískir kennarar í piltaskólanum, að ekki sé minnst á akfeitan og útlimasmáan mann sem heitir einfaldlega Kjötbolla og á unglingspilta fyrir elskhuga sem rúlla honum um stofugólfið með priki. Ég hef lesið svolítið af ljóðum eftir Piñera og það er sami fáránleikablær yfir þeim og þessari skáldsögu. Hún er uppfull af skrítnum persónum og absúrd uppákomum, hugmyndaauðgi og pervertisma. Það finnst mér skemmtilegt. Lesarinn Kristín Svava Tómasdóttir Absúrd uppákomur, hug- myndaauðgi og pervertismi Virgilio Piñera Llera (1912-1979), höfundur La carne de René. LISTASAFN ÍSLANDS Söfn • Setur • Sýningar KONA / FEMME, LOUISE BOURGEOIS 27.5. -11.9. 2011 SUNNUDAGSLEIÐSÖGN KL. 14 - Þorvaldur Þorsteinsson myndlistarmaður og rithöfundur KJARVAL, Úr fórum Jóns Þorsteinssonar og Eyrúnar Guðmundsdóttur 27.5. -11.9. 2011 SAFNBÚÐ Listaverkabækur, kort, plaköt, íslenskir listmunir og gjafavara. SÚPUBARINN, 2. hæð Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600 OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga Allir velkomnir! www.listasafn.is ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ Þúsund ár - fjölbreytt verk úr safneign Listasafns Íslands frá 19. öld til nútímans. Fyrsti áfangi nýrrar grunnsýningar um þróun íslenskrar myndlistar. „Óskabarn – Æskan og Jón Sigurðsson“ Sýning um æsku og lífsstarf þjóðhetjunnar, undirbúin í samvinnu við Afmælisnefnd Jóns Sigurðssonar. Sýningin höfðar sérstaklega til barna og ungs fólks á skólaaldri. Áhugaverður viðburður fyrir alla fjölskylduna. Handritin – Saga þeirra og hlutverk um aldir. ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ, Hverfisgötu 15, Reykjavík Opið daglega kl. 11.00-17.00. www.thjodmenning.is Listasafn Reykjanesbæjar Eitthvað í þá áttina, sýning um kortagerð, skrásetningu og staðsetningu. 14. maí - 14. ágúst Byggðasafn Reykjanesbæjar: Bátasafn Gríms Karlssonar: Opið virka daga 12.00-17.00 helgar 13.00-17.00 Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn HLUTIRNAR OKKAR – úr safneign safnsins (9.6. – 16.10. 2011) Opið alla daga nema mánudaga kl. 12-17. KRAUM og kaffi. Garðatorgi 1, Garðabær www.honnunarsafn.is ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS LISTASAFN ASÍ 21. maí til 26. júní Síðasta sýningarhelgi Harpa Árnadóttir MÝRARLJÓS Sýningin er hluti af Listahátíð Opið 13-17, nema mánudaga. Aðgangur ókeypis. Freyjugötu 41, 101 Rvk www.listasafnasi.is Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár Pétur Thomsen: Ásfjall Kurt Dejmo: Ljósmyndir úr Íslandsheimsókn 1955 Farandsýningin: Ekki snerta jörðina! Leikir 10 ára barna Guðvelkomnir, góðir vinir! Útskorin íslensk horn Stoppað í fat – Útskornir kistlar Glæsileg safnbúð og Kaffitár Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is Opið alla daga kl. 10-17 Myndin af Þingvöllum Sýningarstjóri: Einar Garibaldi Eiríksson Fjölbreytt verk frá 1782-2011, yfir 50 höfundar Kaffistofa – Leskró – Barnakró OPIÐ: alla daga. kl. 12-18 AÐGANGUR ÓKEYPIS www.listasafnarnesinga.is HveragerðiHugvit Einar Þorsteinn Ásgeirsson Verk úr safneign Sýningarnar standa til 14. ágúst Opið 12-17, fimmtudaga 12-21, lokað þriðjudaga www.hafnarborg.is sími 585 5790 - Aðgangur ókeypis 15. maí – 15. sept. Sumarsýningin Fundað í Fjölni Fjölbreyttar sýningar í báðum söfnum Opið alla daga kl. 11-18 www.husid.com Sími 483 1504

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.