SunnudagsMogginn - 26.06.2011, Síða 22

SunnudagsMogginn - 26.06.2011, Síða 22
22 26. júní 2011 Í dægurumræðunni sláum við um okkur með bólgnum orðum sem sum hafa eins konar löggilta merkingu. Svo kallaðir fræðimenn eru notkunarfíklar slíks. En við hin erum ekki algjörlega saklaus heldur. „Trúverðugleiki“ Alþingis hefur skaðast, sagði einn spekingurinn og í þeim dómi felst einnig staðfesting á því að sá sami hefði myndugleika til að úrskurða um það. Hagfræðingar geta vart lokið langri setningu með fjórtán fyrirvörum án þess að „trúverðugleikinn“ troði sér út úr kjaftinum með öðrum gild- isdómum. Líka þeir sem sögðu mestu vitleysurnar í aðdraganda bankahruns eru fastir menn í út- hlutunarnefndum „trúverðugleika“. Þannig hef- ur þetta lengi verið. Nú seinast var það „greining- ardeild“ Íslandsbanka sem taldi að „trúverðugleiki“ Seðlabanka Íslands hefði skaðast í verðbólgumálum. Yfirlýsing af því tagi hlýtur einnig að fela í sér að ekki þurfi nokkur maður að efast um „trúverðugleika“ greiningardeildarinnar fremur en „trúverðugleika“ Íslandsbanka þegar hann var Glitnir og áður á meðan hann var Ís- landsbanki og aftur nú. Til eru þykkar möppur með yfirlýsingum frá forráðamönnum og sér- fræðingum greiningardeilda um að nú væri hinn rétti tími fyrir fjárfesta og almenning til að kaupa bréf í Baugi, FL Group og öllu hinu group af því að þau hefðu undanfarið fallið í verði niður fyrir það sem væri raunhæft. Nú eru komin kauptækifæri, sögðu greiningarmenn. Hversu margir töpuðu aleigu sinni eða drjúgum hluta hennar vegna ráð- legginga og hvatninga af því tagi? Óhemju fé tap- aðist, en hvað með „trúverðugleikann“? Var hún Vilhöll eða Kauphöll? Kauphöll landsins hefur algerlega verið tekin út fyrir sviga í umræðum um „hrun“ og enginn furðaði sig á að stjórnendur og sérfræðingar þar á bæ hefðu verið algjörlega ónæmir fyrir því stór- brotna svindli sem átti sér stað með fölsun á verði hlutabréfa m.a. til þess að halda uppi falskri stöðu fyrirtækja landsins og framlengja þannig mögu- leika þeirra til að svíkja út lánsfé af innlendum sem erlendum aðilum. Bar það fyrirtæki ekki ábyrgð á nokkrum sköpuðum hlut? Var það blindara en allt sem blint var á þessum tíma. Þess var sérstaklega gætt að FL Group væri ekki sett á höfuðið til að komast hjá því að raunveruleg rannsókn færi fram á því svindli öllu sem þar fór fram. Hver skipulagði það? Verður það rann- sakað? Tóku lífeyrissjóðir almennings þátt í því og ríkisbankinn Landsbanki sem fjarstýrður er af fjármálaráðuneytinu? Vildu lífeyrissjóðirnir ná sér í leynd í nægilega mörg ár þannig að ekki þyrfti að upplýsa lífeyrisþega um að kjör þeirra væru mun lakari en þyrfti vegna siðlauss samspils sjóðs- forkólfa við mestu svindlara landsins? Af hverju styður tryggingarfélag aðkeypta ritsóða? Lýður Guðmundsson skrifaði á dögunum eft- irtektarverða grein í blað, sem Baugsmenn gefa út, m.a. um landsdómsmálsfarsann. En hann hef- ur ekki upplýst hvers vegna þrálátur orðrómur er uppi um að hópur í kringum hann haldi uppi Pressunni og Eyjunni, sem er feimnislaust áróð- ursbatterí fyrir Samfylkinguna, á meðan vitað er og viðurkennt að tveir (og kannski fleiri) skrifarar Pressunar eru sérstakir ritsóðar á háum launum „utan úr bæ“ við að ata menn auri. Er það svo að Lýður Guðmundsson og Exista-mennirnir gömlu telji sér sæmd að því að hafa slíka menn á sínum snærum? Af hverju hefur tryggingafélagið VÍS pumpað peningum í þessi fyrirbæri? Björn Ingi Hrafnsson er hafður yfir báðum þessum vefjum, hann naut fádæma fyrirgreiðslu í Kaupþingi banka. Engin heilbrigð skýring hefur fengist á þeirri fyrirgreiðslu. Og hann mun vera maðurinn sem fékk skilaboðin til Hong Kong frá stærsta skuldara landsins: „Þú hefur landað stærsta samningi Íslandssögunnar.“ Hvaða samningur var það? Það var REI, þar sem átti að hleypa mönnunum sem settu Ísland um koll inn í gull- kistur Reykvíkinga og nágranna. Ekki hefði verið óviðeigandi að Dagur B. Eggertsson hefði fengið sams konar skeyti því hann var hinn helsti ger- andi málsins. Og sá sem sendi skeytið taldi þann samning vera gerðan fyrir sig og Hannes Smára- son. Ekkert af þessu hefur verið athugað að gagni. Og eins og áður sagði var þess gætt af þeim sem síst skyldi að halda FL Group á floti svo ekki næð- ist að skoða ofan í skítahrúgurnar þar. Meira að segja var sama forstjóranum haldið þar og það lengi á ótrúlegum ofurlaunum sem hið fallíta fyr- irtæki var látið greiða. Hinn sérstaki saksóknari virðist hafa þann hátt á að rannsaka aðeins mál sem til hans er beint. Þess vegna mun hann senni- lega aldrei kafa ofan í þetta mál, þó að hann hafi til þess allar heimildir og rík almenningsþörf sé á að það verði gert áður en það verður um seinan. Var aldrei neitt eigið fé í stærsta félagi landsins? Fulltrúar eins stærsta banka heimsins komu hér eftir fall bankanna og forkólfa þeirra og upplýstu íslensk stjórnvöld, sem sum virtust verða forviða við fréttirnar, að ekkert eigið fé væri í Baugi, hinu íslenska risafyrirtæki, sem skáldin höfðu mært. En bankamennirnir bættu við: Eftir því sem við komumst næst hefur aldrei verið neitt eigið fé í Baugi! Baugur fór í gjaldþrot. En svo vel tókst til að þekktur fyrrum handlangari aðaleigandans var gerður þar að skiptastjóra. Hvernig gat það gerst? Hvers vegna létu kröfuhafar það viðgangast? Þar á meðal nokkrir stærstu lífeyrissjóðir landsins? Af hverju lét Héraðsdómur mál ganga þannig fyrir sig? Það hefur verið í tísku að hrósa Rannsókn- arnefnd Alþingis fyrir skýrslu sína. Sú skýrsla er þó gölluð mjög og barnaleg á köflum svo með ein- dæmum er og er þá ekki eingöngu rætt um svo kallaðan siðvæðingarþátt skýrslunnar sem er að drjúgum hluta froða og snakk, sem hvergi er hægt að festa á hönd. En skýrslan var samin í tilteknu andrúmslofti. Nefndarmenn voru mjög uppteknir af því hvort ráðist yrði á þá sjálfa að loknu verki og kom það iðulega fram í samtölum við þá svo undarlegt sem það er nú. Andrúmsloftið var það sama sem leiddi til þess að kjósendur kusu yfir sig óhæfustu ríkisstjórn landsins frá upphafi sögu, stjórn þeirra Steingríms og Jóhönnu og í fram- haldinu kom gálgahúmorinn með Gnarr. Þar hanga reykvískir kjósendur í gálganum en húm- orinn er fyrir löngu á bak og burt. Rannsóknarnefndarmenn alþingis tryggðu sér óhemjulegar heimildir til rannsókna og til að afla sér gagna. Það var nauðsynlegt og sjálfsagt. En þeir handsaumuðu einnig niður í minnsta smælki reglur sem átti að hlífa þeim sjálfum við hvers konar aðhaldi. Hvers vegna var það nauðsynlegt? Ekki bara við hvers konar áreiti heldur líka því að nokkur mannlegur máttur fengi að efast um framgöngu nefndarmanna eða niðurstöður þeirra. Það var undarleg gjörð, ekki síst þar sem margir vildu helst halda uppi þeirri skýringu að á árunum fyrir bankafall hefði þurft að vera meira eftirlit og aðhald en þá var, en í því efni var al- gjörlega fylgt evrópskum reglum. Ekki er vafi á að nefndarstarfið hefði verið vandaðra og farsælla og á hærra plani ef þessi bródering sem rannsókn- arlögfræðingarnir tveir fengu sjálfdæmi um hefði Reykjavíkurbréf 24.06.11 Svo er það trúverðugleikinn

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.