SunnudagsMogginn - 26.06.2011, Blaðsíða 10

SunnudagsMogginn - 26.06.2011, Blaðsíða 10
10 26. júní 2011 M ér þóttu það afar ánægjuleg tíðindi, þegar ég las það í frétt hér í Morgunblaðinu sl. miðvikudag, að Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, tekur oddvita hinna flokkanna bókstaf- lega í nefið og sýnir mikla yfirburði, skv. nýrri skoðanakönnun sem unnin var af Capacent, þar sem niðurstaðan var sú að 50,5% borgarbúa treysta Hönnu Birnu best. Spurt var: „Hvaða oddvita í borgarstjórn treystir þú best?“ Það merkilega við niðurstöðuna er að Hanna Birna nýtur meira trausts en hinir oddvitarnir þrír samanlagt. 25,4% sögðust treysta Degi B. Eggertssyni, oddvita Samfylkingarinnar, best, 17% kváðust treysta Jóni Gnarr, oddvita Besta flokksins og borgarstjóra, best og 7,1% settu traust sitt á Sóleyju Tómasdóttur, oddvita VG. Sam- anlagt njóta þau því trausts 49,5% aðspurðra. Þetta hlýtur að teljast afskaplega klént, fyrir oddvita þessara þriggja flokka í borg- arstjórn, eins og Jón Viðar Jóns- son hefði líklega orðað það. Satt best að segja var ég alls ekkert undrandi á þessari nið- urstöðu og finnst bara ánægjulegt að æ fleiri borgarbúar séu að kveikja á því hvað það þýddi í raun og veru að kasta atkvæði á glæ Gnarrins og leiða hann til borgarstjórasetu, í skjóli að- altapara borgarstjórnarkosning- anna fyrir rúmu ári, Samfylk- ingarinnar. Það hlýtur að teljast ákveðið pólitískt afrek að hafa að náð að hrekja helming kjósenda sinna frá frekara fylgi við sig á einu ári, en það tekst bæði Besta flokknum og borgarstjóranum, því fylgið við Besta flokkinn mæltist 17,1%, helmingur þess fylgis sem flokk- urinn naut í kosningunum. Sjálfstæðisflokkurinn kemur einnig út sem sigurvegari þessarar könnunar og nýtur nú 44,5% fylgis, sam- kvæmt könnun Capacent. Í því felst að Hanna Birna nýtur umtals- verðs trausts út fyrir raðir fylgismanna Sjálfstæðisflokksins. Hanna Birna hefur sýnt, bæði sem borgarstjóri í meirihluta- samstarfi og sem oddviti Sjálfstæðisflokksins í minnihluta, að hún býr yfir mikilli þekkingu á borgarmálefnum og þörfum borgarbúa og hún hefur sannfæringu til þess að hrinda hugsjónum sínum í framkvæmd, í þágu okkar borgarbúa. Auk þess kann hún að for- gangsraða, það er ekki síður mikilvægur eiginleiki. Það vakti athygli margra síðasta þriðjudag, þegar hún tók borg- arfulltrúa Samfylkingarinnar, þau Björk Vilhelmsdóttur og Dag B. Eggertsson, svo rækilega í bakaríið á borgarstjórnarfundi, fyrir að brjóta siðareglur, að lengi verður í minnum haft. Þau og forseti borgarstjórnar voru eins og skömmustulegir krakkar, sem skólastjórinn hefur tugtað til og sent í skammar- krókinn, eftir yfirhalninguna frá Hönnu Birnu. Ég held því að það sé að koma á daginn að fíflaframboð Besta flokksins, með höfuðfíflið í oddvitasæti, er að hámarki eins kjör- tímabils framboð, sem betur fer fyrir okkur borgarbúa. Ef fram heldur sem horfir, verður flokkurinn að ári kominn niður í 8,5% fylgi og eftir tvö ár í 4,2% fylgi og næst þegar verður kosið verður flokkurinn væntanlega horfinn af yfirborði jarðar. Ég ætla alla vega að leyfa mér að trúa því að Reykvíkingar muni ekki leyfa sér í öðr- um borgarstjórnarkosningum að kasta atkvæðum sínum út í hafs- auga, okkur öllum til óheilla og óþarfa fjárútláta. Hvað skyldi framboð Besta flokksins hafa kostað okkur Reykvíkinga marga milljarða króna í auknum útgjöldum? Það verður fróðlegt reikn- ingsdæmi, þegar að uppgjöri kemur. Og ekki minnkaði nú fíflagangurinn í Besta flokknum við það að „innri, sjálfskoðunar- og endurskoðunarnefnd Besta flokksins“, (þvílík nafngift á nefnd um það sem ekkert er!) sendi á fimmtudag frá sér ályktun, sem hlýtur að eiga að vera svar flokksins við nið- urlægingu hans í skoðanakönnuninni þar sem segir m.a.: „Besti flokkurinn á alltaf að vera á tánum, tilbúinn að líta inná við, tilbú- inn að viðurkenna misgjörðir og mikilvægt er að hann sýni æðru- leysi.“ Innantómt kjaftæði og orðagjálfur! Leitaði nefndin með makalausa nafninu kannski í smiðju til mannsins sem í raun og veru er borgarstjórinn í Reykjavík, Dags B. Eggertssonar?! Í bakaríi hjá Hönnu Birnu Agnes segir Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Hanna Birna ’ Hún býr yfir mikilli þekk- ingu á borg- armálefnum og hún hefur sannfæringu til þess að hrinda hug- sjónum sínum í framkvæmd Jón Gnarr 06.00 Fer á fætur og vek ungana, Freyju 10 ára og Viktor 13 ára. Við eigum stefnumót á golfvelli GKG kl. sjö. Borðum morgunmat, tökum lýsi og smyrjum nesti. Alltaf gott að hafa auka-samlokur í pokanum. 08.45 Lýk níu holu hring á Mýrinni, skorið ekki það besta í sögunni en allir hressir og kátir. Krakkarnir mæta á æfingu hjá GKG kl. níu og ég bruna í vinn- una. Gæsir og aðrir fuglar sem búa í Vatnsmýrinni glaðir á móti mér enda sumarið komið og Vatnsmýrin björt og fögur. 9.00 Í vinnunni er Sail Húsa- vik í fyrsta sæti. Það er Norræn siglinga- og strandmenningar- hátíð sem verður haldin 16. til 23. júlí á Húsavík: glæsileg fjöl- skylduhátíð í stærri kantinum með dagskrá frá morgni til kvölds. Dagskrárliðir voru vald- ir af kostgæfni og helst til þess fallnir að skemmta og fræða um norræna strandmenningu. Nor- ræna húsið stendur að hátíðinni ásamt Norðurþingi og Íslenska vitafélaginu. 9.30 Mæti á starfsmanna- fund. Þar kemur til umræðu Leiðsögn um húsið með Alvar Aalto, nýtt verkefni hjá Nor- ræna húsinu þar sem leikari er fenginn til að bregða sér í líki finnska arkitektsins og leiða fólk í gegnum húsakynni og sögu Norræna hússins. Sail Húsavík tekur svo völdin, farið er í gegn- um hafnarkort og skipulagningu á staðsetningu allra stóru segl- skipanna sem taka þátt og koma til landsins 16. júlí. 10.30 Krota á nokkra gula post it-miða sem fjölga sér óþægilega hratt og gefa til kynna að dagurinn verði langur. 11.00 Byrja að undirbúa fund með Íslandsstofu þar sem ræða á fjáröflun beinnar útsend- ingar RÚV frá Sail Húsavík. Það er mjög spennandi þar sem þetta er í fyrsta skipti í sögu ís- lenskt sjónvarps þar sem sýnt er beint frá viðburði sem þessum. 12.00 Hádegisverður á veit- ingastaðnum Dill í Norræna húsinu. Mjög hentugt og algjör lúxus að fá tækifæri til að borða á Dill á hverjum degi. Gunnar Karl Gíslason kokkur galdrar fram dýrindis salat úr íslensku grænmeti og kryddjurtum. 13.00 Fundur með Sigur- laugu Margréti Jónasdóttur sem verður kynnir Sail Húsavík. Við skoðum hluta af dagskránni og förum yfir tímaplanið. Í lokin ræðum við veðrið í tilefni þess að það hefur verið frekar kalt fyrir norðan síðustu vikur. Full- vissum okkur um að það muni breytast og um miðjan júlí verði sólskin og blíða á Húsavík! 14.20 Leiðin liggur í Borg- artúnið ásamt Max Dager for- stjóra Norræna hússins. Hittum Jón Ásbergsson og Ingu Hlín Pálsdóttur. Sátt við fundinn og bruna til baka í Norræna húsið. 15.30 Gefst smá-tími til að kíkja á tölvupóstinn og hringja nokkur símtöl. Þarf nauðsyn- lega að ná í Vilborgu Örnu Giss- urardóttur. Vilborg er verk- efnastjóri Sail Húsavík og hefur því í mörg horn að líta. 16.00 Frumsýning á leið- sögn um Norræna húsinu. Starfsmenn fá að fara fyrstir með Aalto sem leikinn er af leikaranum Jóel Sæmundssyni. Hann segir mjög skemmtilega og lifandi frá sögu og hönnun hússins og við fáum að sjá glæsi- lega bíómynd um líf og hönn- unarferil Alvars Aalto í fyrir- lestrarsalnum. Alvar leiðir okkur svo um verslun, bóka- safn, barnahelli og sýningarsal hússins þar sem verkefni „0“ er nú til sýnis. Þetta verk er sam- sýning fjögurra norskra lista- manna. Þeir fást allir við hinn póstmóderníska raunveruleika á brotakenndan og breytilegan hátt. Þeir vilja meina að með því að líta til mannkynssögunnar höfum við tækifæri til sjálfs- skoðunar í stærra samhengi. Að lokum endar leiðsögnin með Aalto í gróðurhúsinu í garði Norræna hússins þar sem veit- ingamenn á Dill bjóða okkur upp á ferskan rabbabarasafa. 17.00 Sest niður með Ólafi Þorvalz sem hefur haft veg og vanda af hönnun og fram- kvæmd leiðsagnar Alvars Aalto um húsið. Ég er mjög ánægð með árangurinn, frumsýningin lofar mjög góðu um framhaldið. Reyni að útrýma gulu post it- miðunum sem hafa hertekið skrifborðið og virðast hafa fjölg- að sér á meðan ég var í burtu. 18.00 Lagt af stað heim. Kem við í matvöruverslun og reyni að galdra þaðan út hollan og fljótlegan kvöldverð. 21.00 Eftir kjúkling og salat og uppvask er ákveðið að nýta lengri opnunartíma sundlauga Kópavogs og um leið njóta síð- ustu sólargeisla dagsins. Sala- laug er vel til þess fallin að liggja í heitum potti og slaka á en ég tek mig taki og syndi 10 ferðir til málamynda og lofa sjálfri mér að hlaupa nokkra kílómetra í há- deginu á morgun. 22.30 Komin heim, krakk- arnir komnir upp í rúm og ég kíki stutt á fréttir á netinu og furða mig á umræðu um skatta- hækkanir. Er það nú ráðlegt? 23.30 Komin upp í rúm og kíki í bókina Milli trjánna eftir Gyrði Elíasson sem í ár hlaut bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs. Frábært smásagna- safn þarna á ferðinni. Dagur í lífi Helgu Viðarsdóttur, markaðsstjóra Norræna hússins Helga Viðarsdóttir: Fullviss um það að veðrið breytist og um miðjan júlí verði sólskin og blíða á Húsavík! Morgunblaðið/Ernir Alvar Aalto lifnar við

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.