SunnudagsMogginn - 26.06.2011, Blaðsíða 39

SunnudagsMogginn - 26.06.2011, Blaðsíða 39
26. júní 2011 39 Þúsundir nakinna hjólreiðamanna söfnuðust nýverið saman við sjóinn í Portland í Bandaríkjunum til að taka þátt í „World Naked Bike Ride“. „Þetta er ótrú- lega frelsandi tilfinning,“ sagði Brooklyn Jay, sem kom til borgarinnar alla leið frá Phoenix, í samtali við Reuters. Sambærilegur viðburður er haldinn í fjórum öðrum borgum, San Francisco og Seattle auk Boul- der og Black Rock City í Colorado. Nöktu hjólreiðarnar hafa verið stundaðar með þessum skipulega hætti frá árinu 2004 og eru ætlaðar til þess að vekja at- hygli á hjólreiðum sem fararmáta. „Þetta snýst um að bjarga umhverfinu,“ sagði Xandi Silvaggi, annar allsber hjólreiðamaður. Í kringum nakta hjólreiðadaginn í þessari frjáls- lyndu borg eru síðan haldnir ýmiss konar viðburðir, sem má mæta í nakinn eða í fötum. Naktar hjólreiðar til hjálpar heiminum Hér er söngkonan ásamt Jennifer Hudson að taka syrpu með lögum Arethu Franklin við upphaf 53. Grammy- verðlaunahátíðarinnar í Los Angeles í febrúar. Reuters ’ Hún virðist á sama tíma vera úr fortíðinni og fram- tíðinni, sem er kannski einmitt það sem er svona nú- tímalegt við hana. Hún söng lagið „If I Rise“ úr kvikmyndinni 127 Hours á Óskarsverðlaunahátíðinni. Á þriðja tug manna var tekinn höndum og lagt var hald á sextán flutn- ingabíla og þeir geymdir til næsta dags á Kirkjusandi, þar sem kom til átaka þegar menn fengu að sækja þá. Þegar kom fram á vormánuði 2008 mátti mönnum ljóst vera að að- stæður í efnahagslífinu voru mjög að breytast. Eftir fordæmalitla gós- entíð, þegar gengi íslensku krónunnar gagnvart erlendum myntum var sérdeilis hagstætt og auðvelt að slá lán, breyttist allt. Lausa- fjárkreppa á heimsvísu var skollin á og kyrkingur komst í efnahagslífið – og svo hrundi allt með falli bankanna um haustið. Það leiddi af sér í raun þjóðfélagsbyltingu, þar sem ríkisstjórn Geirs H. Haarde blæddi út. Stundum er sagt að umskipti kalli á umrót og eðli umræðunnar á hverjum tíma – sem og fjarlægðar tímans – sé að einfalda mál á þann veg að skynjun okkar er sú að örfáir menn hafi leitt breytingarnar,en ekki fjöldinn. Einhverjir líta væntanlega svo á að Sturla Jónsson vöru- bílstjóri hafi á Rauðavatnsdögum verið byltingarleiðtogi númer 1 og vissulega barði hann bumbur svo eftir var tekið, meðal annars í kvik- myndinni Guð blessi Ísland. Fyrr á þessu ári var Sturla í framboði til varaformanns Framsóknarflokksins en áður hafði hann látið að sér kveða á vettvangi Frjálslynda flokksins. Hafði reyndar áður boðað stofnun Framfaraflokkins sem virðist hafa verið andvana fæddur. Svo var Sturla einn af fyrstu Íslendingnum sem fóru til Noregs eftir hrun í leit að nýrri framtíð, eins og þúsundir hafa gert síðan. En holdtekjur byltingarinnar hafa orðið fleiri. Ragna Árnadóttir varð dómsmálaráðherra og í flestum stjórnmálaflokkum tók nýtt fólk við forystu þó enn sé ekki hægt að dæma um hvernig því hafi tekist upp. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is ’ Þótt bílstjór- arnir hefðu talsvert til síns máls þóttu aðgerð- irnar ekki boðlegar Sturla Jónsson N ei, ekki er um að ræða þetta eilífðar smáblóm sem tilbað guð sinn og dó í þjóðsöngnum, heldur á þetta við um manneskju sem liggur í fleti sínu (eða annars staðar) skjálfandi að morgni eftir næt- urbrölt þar sem öl hefur verið kneyfað af miklum móð. Allir sem hafa einhverntíma sogið ofan í sig meira áfengi en þeir hefðu kannski átt að gera og mætt fyrir vikið í morguns- árið heiftarlegu heilsuleysi sem gengur undir nafninu þynnka, vita að skelfingu þeirri fylgir einn unaðslegur kostur: Þynnkugreddan góða. Þegar fírtommu naglinn í hnakkanum lætur á sér kræla við minnstu hreyfingu og maginn er líkastur ólgusjó, þá er sannarlega huggun harmi gegn að geta leyft þeirri einstöku eðlunarfýsn að yf- irtaka sig sem gjarnan brýst fram í þessu annars dapra ástandi. Svona er náttúran mikið ólík- indatól, að þrengja æpandi þynn- kugreddu fram í hvern útlim þegar viðkomandi er nánast ófær um að standa í lappirnar. Þetta merkilega fyrirbæri sem á sjálfsagt einhverjar skýringar í löskuðu miðtaugakerfi eftir eiturárás göróttra drykkja, magnar svo upp alla næmni í skrokknum (og líka í brothættri sálinni) að hvert líkamsins bifhár logar sem sprengjuþráður. Og hjartað bráðið smér undir dúandi brjóstum. Það þarf vart annað en anda á neðrivarirnar miðsvæðis á konunni, og allt stendur í björtu báli. Og karlsins kóngur þrútnar glatt undir tunguleik. Ljúfsár er sú sæla þegar tvö óseðjandi titrandi strá fléttast saman milli rekkjuvoða fram eftir degi og njóta þeirra marg- feldisáhrifa sem þetta undarlega ástand hefur á skilaboðin sem berast til heilans. Á slíkum morgnum er eðli málsins samkvæmt gott að eiga vísan rekkjunaut en illt er að vakna einn í fleti og engjast sundur og saman með óslökkvandi þorsta í hverri taug. Húðin öll svo sólgin í strokur að hún andar og bifast eins og hungrað dýr. Við slíkar aðstæður er hætta á að gripið verði til örþrifaráða. Því vitneskjan er til staðar um að fátt er árangursríkara lækningameðal en að ríða hreinlega úr sér óværuna með þynnkugredduna að vopni. Kæru lesendur, njótið Jónsmessunnar. Ölvist af öðru en vínsins eitri. Gerið frekar eins og skáldið kvað: „Skála í silfurvíni, sem dalsins dísir vinna úr dögg og mánaskini.“ Eitt titrandi strá ’ Ljúfsár er sú sæla þegar tvö óseðjandi titr- andi strá fléttast saman milli rekkjuvoða fram eftir degi Stigið í vænginn Kristín Heiða khk@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.