SunnudagsMogginn - 26.06.2011, Blaðsíða 21

SunnudagsMogginn - 26.06.2011, Blaðsíða 21
26. júní 2011 21 an þá misstum við nú einn úr fjölskyld- unni í dauðaslysi hérna í götunni,“ segir Guðjón Steingrímur. „Hann sonur systur minnar var ekki nema átta ára pjakkur þegar hann hljóp án þess að horfa í kring- um sig út á götuna hérna fyrir utan og fyr- ir bíl og lést,“ segir hann. Samhent fjölskylda Það er mikil saga í þessu húsi og þessari samhentu fjölskyldu þar sem stuðningur og hjálp er gagnkvæm. Þannig aðstoðaði María Jóhönnu og Pétur þegar þau voru sextán ára komin með sitt fyrsta barn. Þegar María eltist fór Jóhanna að sinna henni á meðan hún hafði heilsu til. En fyr- ir fjórtán árum veiktist Jóhanna af krabbameini og síðustu tvö árin hafði hún enga heilsu til að sinna móður sinni. Þá tók Guðjón Steingrímur við að sinna móð- ur sinni. „Já, það hefur komið sér vel að þetta er svona fjölskylduhöll hérna,“ segir Pétur. „Og svo fóru þær mæðgurnar sama daginn. Hún konan mín hafði alltaf sagt að hún hefði það á tilfinningunni að hún myndi fara á sama tíma og mamma sín, þegar það varð raunin þá brá manni svo- lítið, því það stóð upp á dag. Hún María hafði verið mjög hress, hlaupandi um íbúðina í göngugrindinni sinni alveg þartil að hún varð 92 ára að hún fór á hjúkr- unarheimilið. En hjá Jóhönnu var þetta alltaf barátta eftir að hún greindist með krabbameinið og síðustu tvö árin voru sérstaklega erfið hjá henni. Þá var hún komin með beinþynningu og fékk tvisvar sinnum samfall í hryggjarliðum, meðferðin og aðgerðirnar sem því fylgdu voru erfiðar. Hún fór í síðasta skiptið í lyfjameðferð í febrúar 2010 en ákvað eftir það að fara ekki í fleiri meðferðir. Þá var það takmark hennar í lífinu að ná fermingu elsta barna- barnsins síns og það tókst,“ segir Pétur. „Ég fékk síðan hringingu þarna aðfar- arnótt 1. júní,“ byrjar Guðjón Steingrímur að segja frá, „um að móðir mín hefði látist þá um nóttina. Ég var ekkert að hringja í hina fyrr en undir morgun, við ákváðum síðan að hittast á Skjóli kl. 9, Karl systur- sonur minn sem er prestur var með okkur á fundinum þegar við fáum hringingu frá líknardeildinni í Kópavogi þar sem okkur er sagt að við ættum að koma upp á líkn- ardeild því hugsanlega sé Didda (Jóhanna) að kveðja þennan heim. Þar er þá Einar Pálmi, bróðir Karls prests, sem hafði verið niðri í bæ og allt í einu fundist að hann yrði að fara til Jóhönnu frænku sinnar þá stund- ina sem hann og gerði. Hann náði að vera með henni síðustu mínúturnar og erum við honum mjög þakklátir fyrir það. Rétt eins og við erum þakklátir séra Karli fyrir stuðning hans og hans aðstoð í gegnum þetta allt. En hún Didda andaðist þarna í því er við komum inn til hennar,“ segir Guðjón Steingrímur. Þannig kvöddu mæðgurnar þennan heim sama daginn enda verið samrýndar í lífinu og hví ekki í dauðanum líka? Þeir þrír karlmenn sem eru í einni stofunni á þessu fjögurrra hæða húsi eru samrýndir líka, búa hver á sinni hæð- inni og standa saman. Guðjón Steingrímur Guðjónsson bróðir Jóhönnu og sonur Maríu en við hlið hans er Pétur Rönning Jónsson sem var eiginmaður Jóhönnu og tengda- sonur Maríu. María og Jóhanna féllu báðar frá þann 1. júní síðastliðinn. M argir hyggjast ferðast um okkar fagra land í sum- ar. Það setur þó strik í reikninginn að verð á elds- neyti, bensíni og dísilolíu er óvenjuhátt og litlar líkur á að það lækki á næstu mánuðum. Það er því um að gera að ferðast nokkur saman, skipuleggja ferðalögin vel og fara í styttri ferðir. Víða um land eru frístundahús stétt- arfélaga og margir eiga nú orðið hjólhýsi og tjaldvagna. Það er því upplagt að ferðast um nágrennið, á þann hátt kynnist mað- ur landinu enn betur en ella. Það er góð hugmynd taka eitthvert visst viðfangsefni fyrir, til dæmis fjöll, sögufræga staði, hella, fossa og heitar laugar. Á Íslandi eru margir fallegir fossar sem vert er að kynnast nánar og náttúrulaugar sem oft eru utan al- faraleiðar. Ekki langt hér frá Reykjavík er Fitjaá sem rennur úr Eiríksvatni og í Skorradalsvatn innst í Skorradal. Í Fitjaá er afar fallegur og sérstakur foss sem heitir Hvítserkur, í Fitjaá eru einnig nokkrir minni fossar. Það tekur um það bil 40 mínútur að ganga að Hvítserk af veginum. Þetta er falleg leið og auðveld og umhverfið býður upp á nokkrar skemmtilegar gönguleiðir. Í landi Reykja í Lundarreykjadal er merkileg laug sem vert er að skoða, það er Krosslaug. Sagan segir að frá því að þingmenn vildu ekki láta skíra sig til kristinnar trúar í ísköldu Þingvallavatni. Þingmenn Vesturlands létu því skíra sig í Krosslaug sem einnig er kölluð Reykjalaug. Vatnið í Krosslaug er talið hafa mikinn lækningamátt og var laugin vinsæll baðstaður í aldaraðir. Þeir sem ætla að ferðast um Vesturland í sumar ættu að heimsækja Lýsuhólslaug og taka þar sundsprett og slaka svo á í heita pottinum. Laugin er að því leyti sérstök að í hana rennur heitt ölkelduvatn, ekki er blandað klór í vatnið og eru því gæði þess einstök. Lýsuhólslaug er eitt best varðveitta leyndarmálið hvað varðar Íslenskar sundlaugar, unnendur sunds og heitra baða ættu því ekki að láta hjá líða að heimsækja laugina í sumar. Allir kannast við Skógafoss og flest- ir Íslendingar hafa séð hann með eigin augum. Skammt frá Skógafossi er annar fallegur foss sem fáir hafa skoðað, þetta er Dölufoss í Dalá sem rennur við býlið Eystri-Skóga. Fossinn er í gilinu skammt fyrir ofan bæinn. Þetta er fallegt svæði sem gam- an er að ganga um og útsýnið er stórbrotið þegar vel viðrar. Í Fljótshlíðinni er fallegur foss, Merkjárfoss, sem margir hafa séð enda blasir hann við af veginum, margir kalla Merkjárfoss Gluggafoss. Merkjá er skammt fyrir vestan Múlakot. Til þess að upplifa töfra fossins þarf maður að ganga upp að honum og skoða hann í návígi og hlusta á hann. Tilvalið er að setjast niður við Merkjárfoss og hugleiða um stund og slaka á. Skammt frá Flúðum, rétt hjá kirkjujörðinni Hruna er Hruna- laug. Laugin er í grösugu gili og rennur volgur lækur í laugina. Við laugina er gamalt hús sem hægt er að skipta um föt í. Laug- arnar eru raunar tvær og er vatnið þægilega heitt eða um 38 gráður. Umhverfið er einstaklega friðsælt og fallegt og er ein- stök upplifun að baða sig þarna. Fagur staður sem er svo sannarlega þess virði að heimsækja er Strútslaug sem er að Fjallabaki eins og það heitir. Ekið er inn á hálendið rétt hjá Hrífunesi og farin Öldufellsleið. Þar sem vegirnir sam- einast við afleggjarann milli Mælifells og Veðurháls er slóðinn inn að Strútsskála. Frá Strútsskála er um það bil tveggja klukkustunda ganga að lauginni. Þetta er fjölbreytt og skemmtileg gönguleið en gengið er yfir Skófluklif og norður fyrir Strút. Strútslaug er svo innst í Hólmsárbotnum. Náttúran þarna er sérstök og er eins og maður sé staddur í vin í eyði- mörkinni. Lauginni hefur verið skipt í tvennt með hleðslu. Strútslaug hefur lengi verið vinsæl, um það vitna mannvist- arleifar í nágrenni hennar. Gangnamenn hafa sennilega í alda- raðir baðað sig í lauginni eftir erfiðan dag og látið þreytuna líða úr líkamanum. Á þessu svæði eru margar áhugaverðar göngu- leiðir og fátt er betra en að baða sig í Strútslaug eftir hressandi göngu og njóta friðar og fegurðar öræfanna. Í Vestur- Skaftafellssýslu er margir fagrir fossar. Sérstakir fossar eru í Selá. Til að komast að Selá er ekið sem leið liggur í áttina til Lakagíga og að eyðibýlinu Heiðarseli. Til norðurs frá veginum rennur Selá í djúpu gili og nokkru neðar rennur hún svo í Fjarðará. Í Selár eru nokkrir afar sérstakir slæðufossar sem áhugavert er að skoða og taka myndir af. Það er góð hugmynd að ganga upp með Selá, útsýnið er fagurt og náttúran fjölbreytt. Já, hvers vegna ekki að ferðast um Ísland í sumar, kynnast náttúrunni og bæta heilsuna, anda djúpt, hreyfa sig og borða minna. Fossar og heitar laugar Ferðalög Sigmar B. Hauksson Skannaðu kóðann til að lesa minning- argreinar um Jóhönnu í Morgunblaðinu. Skannaðu kóðann til að lesa minning- argreinar um Maríu í Morgunblaðinu.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.