SunnudagsMogginn - 26.06.2011, Blaðsíða 28

SunnudagsMogginn - 26.06.2011, Blaðsíða 28
28 26. júní 2011 A pamenn, forfeður vorir, eru fyrst kallaðir HOMO þegar steináhöld finnast í sömu jarð- lögum og leifar þeirra. Fyrir þann tíma kallast þeir öðrum nöfnum, t.d. ardipithecus og Australopithecus. Sameiginlegur forfaðir þessara vera og náfrændans sjimpansans lifði fyrir meira en sex milljón árum. Síðustu milljón árin lifðu líka oft fleiri manngerðir samtímis. Skörun og innbyrðis skyldleiki þessara apamanna er mjög til umræðu. Erfðaefni okkar og sjimpansans er sömu gerðar að 99% leyti, en munur á okkur og honum er fólginn í örfáum stýrigenum. Þessi gæfumunur er þó mjög mikill í augum sköpunarsinna (creationista). Raunar óbrúanlegur. Himneskur. Þetta má til sanns vegar færa. En gæfumunurinn eru stýrikerfin sem að mestu leyti eru utan erfðaefnisins, en með rætur sínar þar. Skaparinn, náttúran sjálf, leikur svo á þetta hljóðfæri, hljómborðið. Og þau eru eitt. En tónverkið verður svipgerðin. Kraftbirtingarhljómurinn. Ein svipgerð sem greinir á milli sjimp- ansa og homo sapiens er vígtönn karl- apans. Hana notar hann sjaldan sem vopn gegn öðrum skepnum sem girnast líf hans og limi, heldur gegn öðrum meðbræðrum sínum sem girnast móðurlíf kvennabúrs hans. Þetta er eitt helsta manndómsmerki hans. Sjimpansar lifa eins og flest spendýr við fjölkvæni. Vinátta og ást birtast lítið sem ekkert í kynlífi þeirra. Þar er flest með hætti vinar mannsins, hundsins. Vinátta apans birtist aðeins á milli móður og unga (madonna-myndin) eða á milli unga og unglinga beggja kynja. Og það er faðmlagið. En það birtist ekki á milli frjórra foreldranna. Fyrir utan frjóvg- unarathöfnina er kynlíf apans aðallega valdatækni sem staðfestir hávaveldið (hierarchial kerfið) í hópnum. Og mann- dómsmerkið á milli stóru táa karlapans er veldissprotinn og bareflið fremur en frjó- hnappurinn. Svona getur Darwínisminn verið. Og þá er lífið engin elsku mamma. Risu upp á afturlappirnar Það var lengi skoðun fræðimanna að for- feður vorir hafi þróast á björtum gresjum Afríku (savönnum) eftir að þeir höfðu yf- irgefið skuggalega frumskóga álfunnar. Á gresjunum hafi þeir risið upp á afturlapp- irnar, en opnað faðm sinn löngu síðar og auðsýnt maka sínum ástina augliti til auglitis og síðan umheiminum andríkið. Og þegar þeir hættu að ganga á framlim- unum hafi laus höndin fengið nýtt hlut- verk sem skyn- og verkfæri. Þeir fóru að velta hlutunum fyrir sér fyrir framan frán augun. Heimsmyndin breyttist og heilinn tók að stækka í takt við greind þeirra. Frumbernskuslóðin varð einnig að breikka svo að þeir kæmust klakklaust inn í þennan táradal. Aðlögun móður- innar að þessu varð breiðari mjaðmir, þannig að hún var ekki lengur sama hlaupadrottningin og fyrrum. Ungi hennar kom líka fyrr í heiminn en ella, til að draga úr vansköpun fótabergs hennar. Hvort tveggja gerði svo þessa einstæðu móður háðari barnsföður sínum. Þau breiddu því nýopnaðan faðminn í mót hvort öðru og ástin kviknaði í millum þeirra. Skaffarinn varð líka skapaður með fangið fullt af lífsins gæðum. Bigami manna varð til. Slík sambúð er reglan hjá fuglum, en undantekning meðal spendýra. Vinur mannsins hund- urinn eða réttara sagt úlfurinn forfaðir hans er ein helsta undantekningin. Karl- apinn þurfti ekki lengur á vígtönninni að halda og tók því drengurinn augntönn. Hann virtist friðsamari og blíðari en fyrr- um. Og allt sem efldi þetta samband for- eldranna efldi darwínistískt framgang tegundarinnar. Kynlífið var ekki lengur valdabarátta eða hrein frjóvgunarathöfn, heldur ástarlíf sem styrkti samband móð- ur og föður. Maðurinn varð manns gam- an. Og þetta kenndi börnunum líka góða siðu. Maðurinn, einkum kvenmaðurinn, missti feldinn. Hárunum fækkaði ekki, en þau urðu miklu styttri og skynugari. Fitulagið undir húðinni einangraði og gerði líka húðina að mýkri beð, bæði barni og bónda. Og konubrjóst hennar voru á sínum stað og staðfestu ást þá sem hún bar í brjósti sínu. Ávöl formin urðu og augnayndi. Sekúnder kyneinkenni voru komin í heiminn. Og það vita einnig allir sem hvolpavit hafa að betra er að gera vissa hluti nakin, en að vera í búningi jöklafarans. Og nakti apinn átti nú líka auðveldara með að losna við varmann í hita bardagans, heldur en sá sem í feldinum lá. Vér þurfum ekki lengur á neinni baðlaug að halda. Hvað þá stöðuvatni eða inn- hafi til að skilja þetta. En Adam var nú ekki lengur vært í Paradís. Skap- arinn vísaði honum og Evu út úr Eden. Og mannskepnan varð skinnklædd með kíkinn fyrir skin- helgu blinda auganu. Lucy, australopithecus Af- arensins, virðist nálægt upphafi þessarar þróunar þótt heili hennar væri enn á stærð við sjimpansans. En af hverju? Lucy hljóp við fullskapaðan fót á milli trjánna á gresjum Eþíópíu fyrir 3,2 milljónum ára. Á sömu slóðum 1,2 milljónum ára fyrr lifði ardipithecus ramidus. Þá var þetta land skógivaxið, loftslag rakara og Ardi aðlagaður þessu umhverfi. Eins og Lucy var hann risinn upp, en fór eigi ferða sinna fótgangandi, heldur gekk hann á afturhöndunum, eins og náfrændinn sjimpansinn (sem gengur einnig á fram- höndunum). En augntönnin var líka komin í stað vígtannar sjimpansans. En heilabúið svipað. Og engin steináhöld finnast í jarðlögum þessara apamanna. Ardi lagði þannig land og lim undir aft- urhönd. Hann var risinn upp á aftur- lappirnar, gekk á greinum trjánna eða á grund skógarins á greipum aftur- handa sinna, með op- inn faðminn og brosandi við augntönn. Jafnvel blíðlega. Eins og ástin hafi þá þegar verið kviknuð. Löngu áður en heilinn, þessi stóra tölva Frjálsir í faðmi fjallkonunnar Skörun og innbyrðis skyldleiki apamanna er mjög til umræðu. Erfðaefni okkar og sjimpansans er sömu gerðar að 99% leyti, en munur á okkur og honum er fólginn í örfáum stýrigenum. Þessi gæfumunur er þó mjög mikill í augum sköp- unarsinna. Raunar óbrúanlegur. Himneskur. Sigurður V. Sigurjónsson Þróun mannsins eins og Darwin sá hana fyrir sér. ’ Og konubrjóst hennar voru á sínum stað og staðfestu ást þá sem hún bar í brjósti sínu.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.