SunnudagsMogginn - 26.06.2011, Blaðsíða 42

SunnudagsMogginn - 26.06.2011, Blaðsíða 42
42 26. júní 2011 Ónefnt málverk eftir Georg Guðna frá því snemma á síðasta áratug, af óræðri náttúru. „Leið- in milli þjóðgarða er jafn merkileg og þjóðgarðarnir sjálfir,“ sagði hann. E f maður lítur á málverkin sem einhvern enda á ferli, þá eru teikningar og textar hluti af verkinu, af einu stóru sam- hangandi ferli sem lýkur ekki fyrr en manni er sjálfum öllum lokið.“ Þetta sagði Georg Guðni um list sína þegar við ræddum saman um myndheim hans fyrir rúmum fimm árum, þegar Viggo Mort- ensen gaf út í Bandaríkjunum bókina Strange Familiar – The Work of Georg Guðni. Í bókinni birtist yfirlit yfir verk listamanns sem er hálfnaður með starfs- ævina: málverk, teikningar, vatnslita- myndir, ljósmyndir og textar, og lista- maðurinn sagði þetta stórt samhangandi ferli sem væri ekki lokið fyrr en honum væri sjálfum öllum lokið – og nú hefur það gerst, miklu fyrr en nokkurn gat grunað. Georg Guðni varð bráðkvaddur á laugardaginn fyrir viku, einungis fimm- tugur að aldri; einn af fremstu og dáð- ustu listamönnum þjóðarinnar. Af hverju að mála landslag? Af hverju að mála Af hverju að mála landslag Hvað er landslagsmálverk Málverkið verður til á löngum tíma smátt og smátt líkt og landið lag eftir lag líkt og hraunlag ofan á hraunlag segir hvert lag sína sögu af tíma Þannig birtast hugleiðingar lista- mannsins um málverkið og mótun landsins í einni af skissubókum hans. Rétt eins og hraunlögin hlaðast upp og móta land, þá hlóð Georg Guðni upp lita- lögum, hverju ofan á annað, með sér- stöku einkennandi gegnumskini, og náði hann fram einstakri dýpt og ljóma, til- finningum með vísunum í náttúruna sem fólk hefur hrifist af. Því má halda fram að Georg Guðni hafi einn og óstuddur end- uruppgötvað landslagsmálverkið hér, hafi gætt það nýju lífi, þegar hann lauk myndlistarnámi og vakti strax athygli fyrir nálgun sína við náttúruna og landið. Upp frá því snerist listsköpun hans um landslag, náttúru, og náttúrutengdar til- finningar. Góða úttekt á meginþáttum sköpunar hans má sjá í bókinni The Mountain, sem gefin var út í sambandi við samnefnda yfirlitssýningu sem Málverkið er tímalína – sköpunarsaga „Ég safna augnablikunum saman og bý til eina mynd úr mörgum,“ sagði Georg Guðni Hauksson myndlistarmaður um myndverkin sem hafa bor- ið hróður hans víða. Georg Guðni lést 18. júní síðastliðinn, fimmtugur að aldri. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is T il eru þau sem telja að tungu- málið hafi ekki áhrif á viðhorf fólks til manna og málefna. Þau hin sömu telja gjarnan líka að tungumálið hafi ekki áhrif á fólk, sjálfs- mynd þess og stöðu þess í samfélaginu. Þau sem telja þetta líta á það sem hreina tilviljun að fólk getur rutt út úr sér ógrynni af neikvæðum orðum um konur á fáum sekúndum en rekur í vörðurnar þegar endurtaka á leikinn með neikvæð- um orðum um karla. Ég hvet lesendur til að gera tilraun á sjálfum sér. Þeim sem eru á þessari skoðun finnst kjánalegt þegar önnur gera athugasemdir við það að kon- ur skuli vera titlaðar ráðherrar og að sumum þyki ekki gott að samheitið mað- ur skuli ná yfir tegundina í heild sinni en oftast vera notað um helming hennar, karla. Sem betur fer eru til önnur sem vita að tungumálið hefur áhrif á fólk, sjálfsmynd þess og stöðu í samfélaginu. Þau eru oftar en ekki meðvituð um sterka stöðu karla og hvernig hugmyndir fólks miðast við hið karllæga og gera það að viðmiði eða normi og á sama tíma verður það kven- læga afbrigði af norminu, einhvers konar viðbót sem getur aldrei orðið viðmið. Þannig má segja að kona sé afbrigði af manni en maður (í merkingunni karl) er viðmiðið, það er jú það orð sem notað er yfir tegundina í heild; um helmingur manna eru konur og helmingur menn! Hér væri auðvitað miklu eðlilegra að nota orðin kona og karl fyrir þau afbrigði sem til eru af mönnum. Ýmis starfsheiti bera það með sér að viðmiðið er karl og afbrigðið kona. Þetta sjáum við til dæmis í orðunum skáld og skáldkona. Hér er að vísu ekki karlkyns orð sem er viðmiðið en augljóst er að nauðsynlegt hefur þótt að greina á milli alvöru skálda (karla) og skáldkvenna. Þessa tilhneigingu, að gera konur að af- brigði, einhverju auka, sjáum við líka í pörunum söngvari/söngkona og leikari/ leikkona. Hvers vegna er ekki til leikkarl fyrst nauðsynlegt er að hafa leikkonu? Eða enn frekar: af hverju þarf að búa til leik- konu þegar við eigum orðið leikari? Enn hefur til dæmis ekki verið talin þörf á orð- inu bökunarkona í stað bakara eða lækn- iskona, læknir virðist duga. Þegar orðið maður er notað í starfs- heitum nær það gjarnan bara til karl- manna í greininni. Þess vegna eru til orða- pör eins og tónlistarmaður/tónlistarkona og blaðamaður/blaðakona. Þetta ætti að vera óþarfi ef orðið maður væri ekki notað yfir helming manna. En þessi notkun ýtir undir það að maður sé viðmið en kona frávik. Og á þessu eru mörg orðin þreytt. Ekki vegna þess að okkur þyki ekki gott að vera kvenkenndar heldur vegna þess að kvenkenndin er frávik frá norminu, af hverju tölum við til dæmis um hljóm- sveitir og kvennahljómsveitir? Umræða um mál af þessu tagi sprettur reglulega upp þegar konur setjast á ráð- herrastóla. Þá benda skarpskyggnir menn, oftast konur, á þann fáránleika að konur skuli þurfa að titla sig herra. Í hugum flestra eru herrar karlmenn, bæði þeirra sem eru blindir á áhrifamátt tungumálsins og þeirra sem gera sér skýra grein fyrir honum. Þeim sem finnast svona að- finnslur kjánalegar segja oft eitthvað á þá leið að í þessari merkingu sé frekar átt við hugmyndir um herra og þý, þar sem herra er meira hugmyndafræðilegs eðlis. Það er þá einkennilegt að hinir sömu skuli ekki nota samskonar rök fyrir því að eig- inmenn kvenkyns ráðherra séu titlaðir ráðherrafrúr. Frú þess sem ræður þarf ekki frekar að vera bundin við kyn en herrann. Þetta gæti líka auðveldað málið fyrir eiginmenn kvenna sem eru læknar, titillinn læknisfrú er til fyrir þá. Þegar karlar hafa farið inn á hefðbundin kvennasvið hefur oft þótt tilefni til að endurskoða starfsheiti. Í því samhengi dugir að nefna flugfreyjur/flugþjóna. Það verður spennandi að sjá hvað gerist þegar og ef karl verður ljósmóðir. Ætli hann fái starfstitil sem hæfir kyni hans: ljósfræð- ingur, fæðingatæknir, fæðingafræðingur? Og kannski breytast hugmyndir manna um fjallkonuna einn daginn og þá mun fjallkarlinn príla upp á pall og flytja kvæði eftir sprelllifandi skáldkonu! Fjarlkarlar og fæðingatæknar ’ Og kannski breytast hugmyndir manna um fjallkonuna einn daginn og þá mun fjallkarl- inn príla upp á pall og flytja kvæði eftir sprelllifandi skáldkonu! Málið El ín Es th er Veit það ekki. Aldrei spurt hana. Já, maðurinn hennar er ráðherrafrú. Jú, maður! Hún er ráðherrafrúarkona! Var systir þín ekki komin á fullt í pólitík? HA? Er hún þá ráðherra? Tungutak Halldóra Björt Ewen hew@mh.is Lesbók

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.