SunnudagsMogginn - 26.06.2011, Blaðsíða 47

SunnudagsMogginn - 26.06.2011, Blaðsíða 47
26. júní 2011 47 B íómyndin Kóngavegur sem frumsýnd var á síðasta ári og var opnunarmynd á kvik- myndahátíðinni Locarno hefur síðan ferðast víða; á Vancouver-hátíðina í Kanada, til Bergen og Transylvaníu og núna var hún valin inn á kvikmyndahá- tíðina í Karlovy Vary. En myndin gerist í hjólhýsahverfi á Íslandi og segir frá at- burðum sem eiga sér stað þegar Júníor (Gísli Snær) snýr aftur heim til Íslands eftir þriggja ára fjarveru erlendis. Mynd- in fékk misjafna dóma hérlendis og áttu margir erfitt með að samtengjast hinu skrítna fólki sem bjó í þessu hjólhýsa- hverfi á Íslandi. Leikstjóri myndarinnar, Valdís Óskarsdóttir, er reyndar þekktust sem klippari. En þrátt fyrir að hún hafi klippt ýmislegt á yngri árum fór hún ekki í nám í klippingu í danska skólanum fyrr en í kringum fertugt en hefur síðan þá klippt snilldarmyndir eins og dönsku myndina Festen og bandarísku bíó- myndina Eterneal Sunshine of the Spot- less mind sem Jim Carrey lék í, auk þess að hafa klippt fjöldann allan af íslenskum bíómyndum. Aðspurð hvernig það kom til að myndin var valin á Karlovy Vary segist hún ekkert vita um það. „Þetta eru ein- hverjir gagnrýnendur frá Variety sem velja í þennan flokk, en sem leikstjóri skilar maður bara myndinni af sér þegar maður er búinn að vinna hana en kynn- ingarmál og kvikmyndahátíðir eru á könnu söluskrifstofa og framleiðenda. Svo fréttir maður kannski af þessu í blöðunum eða eins og í þessu tilviki að manni er boðið og þá fær maður bara e- meil í boxið sitt,“ segir Valdís. Með skærin á sitt eigið verk En þrátt fyrir að hafa klippt mikinn fjölda mynda er þetta ekki nema önnur bíómyndin sem hún leikstýrir og því lék blaðamanni forvitni á því að vita hvort það væri öðruvísi að klippa mynd sem hún sjálf leikstýrði, hvort hún væri feimnari með skærin í því tilviki? „Það er enginn munur á að klippa mynd eða klippa mynd. Skiptir engu máli hver hefur verið leikstjórinn. Ég er ekkert feimnari við að klippa það sem ég hef skrifað eða leikstýrt. Þegar í klippi- herbergið er komið skiptir hvorki hand- rit né leikstjóri máli. Eina skuldbindingin sem þú hefur sem klippari er gagnvart persónunum sem þú ert með í hönd- unum en ekki gagnvart leikstjóra eða framleiðanda. Og handritinu er fleygt. Maður getur ekki stuðst við neitt nema efnið sem maður hefur fengið inn í tölv- una. Það að allir hafi verið sammála um að eitthvað hafi verið magnað á töku- staðnum skiptir engu máli, því það er ekkert endilega magnað þegar það er komið í tölvuna, það eina sem þú ert með er efnið í tölvunni og vinnur það besta upp úr því. Eitt sem ég vildi bæta við sem pirrar mig mjög mikið er sá misskilningur að leikstjórinn sitji við hliðina á klipp- aranum allan tímann sem sú vinna fer fram. Svo er ekki. Þegar ég klippti myndina hans Tómasar Vinterberg, Fes- ten, sem var hluti af Dogma-myndunum þegar hann fékk verðlaunin í Cannes þakkaði hann nánast engum fyrir nema framleiðandanum og Lars Von Trier. Hann fékk síðan holskeflu reiðra manna yfir sig og tók sig saman í andlitinu þegar hann fékk gagnrýnendaverðlaunin síðar meir og þakkaði þá þeim fjöldamörgu sem gerðu þessa mynd svona góða,“ seg- ir Valdís. Endalaus viðtöl En talandi um klipparastarfið var klipp- arinn alltaf einn í herberginu hér áður fyrr en nú er orðið mun algengara að þeir séu með aðstoðarklippara og það jafnvel fleiri en einn? „Já, ég hef í seinni tíð mikið starfað með aðstoðarklippara með mér. Ég vann með Andra Steini í nýjustu myndinni hans Tómasar Vinterberg, Submarino, en ég var líka með tvo aðstoðarklippara á myndinni Sunshine, því mér finnst það skylda mín sem klippara að þjálfa upp klippara. Það á að gefa þeim sénsa til að klippa líka og deila reynslu sinni. Mér finnst líka gaman að vera með master- classa einsog ég hef verið með erlendis. Svo hef ég unnið mikið með Sibbu sem síðar klippti Óróa. Við Sibba höfum unn- ið ofsalega mikið saman alveg frá því að við fórum til Istanbúl og klipptum þar tyrkneska bíómynd. Ég hef líka verið að- stoðarklippari hjá henni og hún hjá mér,“ segir Valdís og svo kemur eitthvert hik á hana áður en hún segir: „Veistu að ég er orðin svo þreytt á viðtölum við sjálfa mig að ég á erfitt með að halda áfram. Þegar ég var með Kóngaveginn í Transylvaníu var myndin sýnd þrisvar sinnum og eftir hverja sýningu voru spurningar og svör og síðan voru viðtöl við einhverja fjölmiðlamenn og síðan var ég með master-class í klippingu og þegar að ég var búin að ausa úr mér svona endalaust var ég orðin alveg tóm. Ég er farin að endurtaka sömu hlutina aftur og aftur. Mér finnst samt ofsalega gaman að spjalla við áhorfendur erlendis, þeir spyrja mikið um Ísland. Spyrja út í veru- leika myndarinnar Kóngavegur, hvort svona skrítið fólk einsog er í myndinni sé til á Íslandi. Og ég segi þeim einsog er að þú getur fundið svona fólk á Íslandi, en það er ekki samansafnað á einn stað eins og í Kóngavegi. Við höfum annars fengið ofsalega góð viðbrögð við myndinni. Ég held að ástæðan fyrir því að Kóngavegur gengur betur í útlendinga heldur en Ís- lendinga er að fólk hér heima sá þennan veruleika ekki fyrir sér. En svo fer þetta sama fólk án vandræða á Star Wars og Transformer og er þá ekki með neinar kröfur um veruleikaupplifun. En eins og ég segi, þá er ég orðin voða- lega þreytt á því að tala um sjálfa mig og mín verk. Mjög þreytt,“ segir Valdís. Vegur kóngsins liggur til Karlovy Vary Valdís Óskarsdóttir er á leið með bíómyndina sína Kóngaveg á Kar- lovy Vary-hátíðina í Tékklandi. Valdís hefur komið víða við á kvik- myndaferli sínum en er þekktust fyrir störf sín sem klippari. Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Kvikmyndatökumaðurinn Bergsteinn Björgúlfsson er hér að ráðleggja sig við Valdísi Óskarsdóttur leikstjóra við tökur á myndinni Kóngavegur. Morgunblaðið/Golli ’ Ég er ekkert feimnari við að klippa það sem ég hef skrifað eða leikstýrt. Þegar í klippi- herbergið er komið skiptir hvorki handrit né leikstjóri máli. Skannaðu kóðann til að horfa á stiklu úr myndinni Kóngavegur.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.